Stjarnan - 01.01.1954, Qupperneq 6
6
STJARNAN
þar sem við þurfum aldrei að skilja:
„Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og
trúið á mig. í húsi föður míns eru mörg
híbýli, væri ekki svo mundi ég þá hafa
sagt yður, að ég færi burt að búa yður
stað? Og þegar ég er farinn burt og hefi
búið yður stað, kem ég aftur og mun taka
yður til mín, til þess að þér séuð þar sem
ég er“. Jóh. 14:1.—3.
1 bæn sinni til föðursins bað Jesús:
„Faðir, ég vil að þeir sem þú gafst mér
séu hjá mér þar sem ég er“. Jóh. 17:24.
Vér viljum gjarnan vera nálægt þeim,
sem vio elskum, og Jesús vill við séum
hjá honum af því hann elskar okkur.
Hvernig veit ég að Guð elskar mig?
Hann segir: „Sjá, ég hef rist þig á lófa
mína“. Jes. 49:16. Ó, hve dásamleg fullvissa
um kærleika Guðs til vor og umhyggju
hans fyrir oss. Hann segir ennfremur:
„Fær kona gleymt brjóstbarni sínu? ....
Og þó þær gætu gleymt, þá gleymi ég þér
samt ekki“.
Er það ekki skýrt og skiljanlegt að Guð
elskar oss? Af því hann elskar oss svo
innilega, þá lætur hann ekkert ógjört, sem
hægt er að gjöra að hjálpa oss til að verða
ummyndaðir eftir hans mynd til þess hann
geti gefið oss inngang inn í hið dýrðlega,
himneska heimili, sem hann er að undir-
búa fyrir hina endurleystu.
Kærleikans Guð mun leiða oss yfir
hinn grýtta veg þessa jarðneska lífs, ef
vér aðeins viljum gefa oss á vald hans.
Guði er mjög ant um líf og velferð vora,
því hann gaf son sinn til að deyja fyrir
oss. Vér getum öruggir falið honum líf
vort og framtíð vora.
Á dögum þrælahaldsins heimsótti
maður nokkur þrælasölutorg. Hann var
auðugur maður, sem ekki hafði trú á
þrælahaldi, en af forvitni fór hann og
horfði á, og hlustaði á alt sem fram fór.
Hver þrællinn eftir annan var boðinn upp,
drengir, stúlkur og fullorðið fólk. Kostir
þeirra voru taldir upp, svo voru þeir seldir
þeim, sem bauð hæst verð fyrir þá. Nú
tók gesturinn eftir hraustlegum ungum
manni, sem var leiddur fram til sölu.
Þr^llinn sneri sér eins og honum var
boðið og hlýddi öllum skipunum, en með
haturs og gremjusvip. Nú byrjaði upp-
’-ðið. Gesturinn gekk fram og gjörði
tilboð. Verðið sté hærra og hærra þar til
aðeins gesturinn og einn annar maður
héldu áfram; loks bauð gesturinn hæst
og þrællinn var hans. Hann taldi út pen-
ingana og kallaði svo á þrælinn að koma
með sér. Þrællinn hlýddi, en með sama
mótþróasvip og áður. Þegar þeir voru
komnir út úr mannþrönginni, sagði mað-
urinn við þrælinn: „Sam, nú er ég eigandi
þinn, ég borgaði hátt verð fyrir þig“.
„Já, vissulega,“ var alt sem þrællinn
svaraði.
„Sam, veistu til hvers ég borgaði svo
hátt verð fyrir þig?“
„Ég veit það ekki,“ svaraði Sam.
„Ég ætla ekki að hafa þig fyrir þræl,
Sam, ég keypti þig til að gefa þér frelsi.
Nú mátt þú fara hvert sem þú vilt. Þú ert
frjáls maður“.
Frjáls, Sam skildi það ekki fullkom-
lega, en þegar hann kom því fyrir sig, þá
varð hann svo gagntekinn af þakklæti, að
hann féll til fóta húsbónda sínum og
hrópaði: „Herra minn, lofaðu mér að vera
þræll þinn æfilangt“.
Svona er því varið með oss. Guð elsk-
aði oss og borgaði háft lausnargjald fyrir
oss, ekki til að hafa oss fyrir þræla, heldur
til að gefa oss frelsi. Þegar ég horfi á
krossinn Krists og minnist þess, að Jesús
dó fyrir mig til þess ég mætti lifa með
honum í eilífum fögnuði Guðs barna, þá
veit ég og skil að Guð elskar mig.
—B. W. MATTISON
----------☆----------
Slá því ekki á frest
Það var í síðara stríðinu, að maður
nokkur frá Ameríku var á skemtiferð að
heimsækja vini og kunningja austan At-
lantshafsins. Hann var af þýzkum ættum,
en hafði búið mörg ár í Bandaríkjunum
og taldi þau sitt heimaland, en nú var
heimtað að hánn sýndi skjöl sín til að
sanna, að hann væri amerískur borgari.
En maðurinn hafði aldrei hirt um að taka
borgarabréf, hann hélt það nægði að hann
hefði svo lengi haft heimili sitt þar. Hann
fékk sér lögmann til að tala máli sínu, en
þar sem maðurinn hafði ekkert borgara-
bréf gat lögmaðurinn ekkert fyrir hann
gjört, svo vgsalings maðurinn varð að sæta
sömu kjörum og aðrir af óvinaþjóðinni.