Stjarnan - 01.01.1954, Síða 7
STJARNAN
7
Fjölda margir menn verða útilokaðir
frá Guðs ríki, ekki af því að þeir séu
vondir menn, heldur af því þeir hafa van-
rækt að tryggja sér borgararétt, þeir hafa
ekki meðtekið Jesúm sem Drottinn sinn og
frelsara til þess einhuga að fylgja honum
og kenningu hans. „Sælir eru þeir, sem
breyta eftir hans boðorðum, svo þeir fái
aðgang að lífsins tré og megi inn ganga
um borgarhliðin inn í borgina“. Op. 22:14.
Ungur maður fór út að mæta póstin-
um, þegar hann sá hann koma og spurði
hvort hann hefði bréf handa sér. Hinn
kvað svo vera og afhenti honum bréf með
póstmarki Honolulu. Bréfið var frá bróður
unga mannsins, sem bjó í Honolulu og var
flugríkur maður. Hann sagði bróður sín-
um frá, að hann hefði bygt stórt skraut-
hýsi handa sér, og skamt þaðan hefði hann
bygt annað handa honum, ef hann vildi
koma og búa þar, og þá skyldi hann njóta
alls auðsins með honum. Ekkert mundi
skorta og þeir þyrftu ekki að neita sér
um neitt sem þeir óskuðu eftir. Ennfrem-
ur skrifaði bróðir hans, að ef hann vildi
þiggja boðið, þá hefði hann flugvél til
reiðu og mundi sjálfur koma til að sækja
hann 'og fjölskyldu hans. Mundir þú ekki
hafa þegið boðið? Það hefði ég gjört, og
með tilhlökkun beðið eftir að hann kæmi á
flugvélinni til að sækja mig.
Vinir mínir, yður er boðið upp á miklu
dýrðlegra og varanlegra heimkynni. Jesús
sagði: „Ég fer burt að tilbúa yður stað . . .
ég kem aftur til að taka yður til mín, svo
þér séuð þar sém ég er“. í þessu dýrðlega
heimkynni, sem yður stendur til boða, eru
göturnar af gulli. Borgin þarf hvorki sólar
né tungls til að lýsa, því „dýrð Guðs upp-
ljómar hana og Lambið er hennar ljós“.
Þeir sem þiggja boðið og búa sig undir
að dvelja þar verða ummyndaðir eftir
Jesús dýrðarmynd, þeir munu ríkja með
Jesú í hans hásæti, vera erfingjar Guðs
og samarfar Krists. Þar verður engin
afturför, ekkert til að skyggja á fullkomna
hamingju gegn um öll ár eilífðarinnar.
Hefir þú þegið boðið? Hefir þú trygt
þér borgararétt í þessari dýrðlegu borg?
Trygðu þér strax inngöngu. Þygðu tilboð
vors elskandi frelsara, svo þú getir notið
eilífðarinnar með honum.
—C. A. REEVES
Ailir hljótum vér
að mæta
Bab var aðeins 10 ára gamall. Hann
skalf á beinunum og gat varla tára bund-
ist þegar hann leit á prófblaðið, sem kenn-
arinn rétti að honum. Hann var hryggur
yfir því, að hann hafði ekki getað gjört
betur og leit nú á kennarann um leið og
hann sagði: „Ég vona það verði engin próf
á himnum“.
Nú komu tárin fram í augun á kennar-
anum er hún svaraði: „Nei, Bob, ekki af
þeirri tegund, sem þú ert að hugsa um“.
Eftir að drengurinn var farinn heim fór
hún að hugsa um hver mundi vera vitnis-
burður hans á himnum. Bob gjörði það
bezta sem hann gat, svo að hún var viss
um að hann stóð vel þar, þó skólaskýrsl-
urnar hér sýndu, að hann hefði fallið í
prófinu. Hún fór líka að hugsa um, hvort
hún mundi sjálf standast prófið á himnum
eins vel og Róbert.
Já, menn verða að ganga undir próf á
himnum. Þegar vér afhendum prófblöð
vor hér þá eru það ófullkomnir menn, sem
meta þau og marka. En þar er það Guð
sjálfur, sem aldrei yfirsést, sem metur
gildi vort. Vér getum haft þann undir-
búning, sem tryggir oss að vér getum
staðist prófið á hinum síðasta mikla
reikningsskapardegi. Pétur postuli segir:
„Gjörið iðrun og snúið yður að syndir
yðar verði afmáðar til þess að endurlífg-
unartímar komi frá augliti Drottins“.
Post. 3:19.
Ef vér ekki notum oss tilboð Krists að
koma til hans og fá fyrirgefning synda
vorra, þá verða þær ekki afmáðar, heldur
verða nöfn vor afmáð af lífsins bók. (2.
Mós. 32:33.).
Það eru tveir vegir, sem vér getum
valið um. Það er að játa syndir vorar og
senda þær undan oss til dóms, svo þær
verði afmáðar og vér megum lifa, eða vér
látum syndir vorar standa án þess að við-
urkenna þær, þá verða nöfn vor afmáð og
afleiðingin eilífur dauði. Það ætti ekki að
vera erfitt að velja. Meðtökum Jesúm sem
frelsara vorn og Drottinn. „Sá sem hefir
Soninn hefir lífið“.
—HELEN MARQUARDT