Stjarnan - 01.01.1954, Qupperneq 8

Stjarnan - 01.01.1954, Qupperneq 8
8 STJARNAN STJARNAN Authorized as seeond class mail, Post Office Depart- ment, Ottawa. Publishe'd monthly. Price $1.00 a year. Publishers: The Can. Union Confer'ence of S. D. A., Oshawa Ontario. Ritstjórn og afgreiÍSslu annast: MISS S. JOHNSON, Luridar, Man. Can. Endurfæðing nauðsynieg 1. Enginn er réttlátur að eðlisfari. „Ekki er neinn réttlátur, ekki einn“. Róm. 3:10. 2. Maðurinn getur á engan hátt frelsað sjálfan sig. „Getur blámaður breytt hörundslit sínum, eða pardusdýrið flekkjum sínum, þá munduð þér og megna að breyta vel, þér sem vanist hafið að gjöra ilt“. Jer. 13:23. 3. Endurfæðing er lífsnauðsyn. „Ef einhver er í samfélagi við Krist er hann ný skepna, hið gamla varð að engu, sjá, það er orðið nýtt“. 2. Kor. 5:7. 4. Kærleikur til Guðs og manna er vottur um að maðurinn er endur- fæddur. Hann er nýr maður. „Vér vitum, að vér erum komnir yfir frá dauðanum til lífsins af því að vér elskum bræðurna“. 1. Jóh. 3:14. 5. Guðs börn eiga að taka stöðugum framförum í kristilegu lífi. „Vaxið í náð og þekkingu Drottins vors og frelsara Jesú Krists“. 2. Pét. 3:18. 6. Guðs orð og hlýðni við það veitir manni andlegan þroska. „Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, heldur á sérhverju orði, sem fram gengur af Guðs munni“. Matt. 4:4. „Kæmu orð frá þér gleypti ég við þeim, og orð þín voru mér unun og fögnuður hjarta míns, því ég er nefndur eftir þínu nafni, Drottinn Guð hersveitanna“. Jer. 15:16. 7. Til þess að geta mætt Jesú með fögn- uði verður maðurinn að vera einhuga í að gjöra Guðs vilja í öllu. „En sjálfur friðarins Guð helgi yður algjörlega og gjörvallur andi yðar, sál og líkami varðveitist ólastanlega við komu Drottins vors Jesú Krists“. 1. Þess. 5:23. --------------------- Launið ilt með góðu Ungur maður var kallaður í herinn. Hann hafði alist upp á kristilegu heimili, og meðal annars hafði hann vanist á að falla á kné við rúmið sitt og biðja til Guðs áður en hann fór að sofa. Fjöldi ungra her- manna svaf í sama skýli og þessi piltur. Hann féll á kné til bæna, eins og hann var vanur, áður en hann fór í rúmið. Félagar hans hentu gaman að þessu og reyndu að trufla hann, en þeim tókst það ekki. Einn af yfirmönnum piltanna svaf í sama hermannaskálanum, hann kastaði öðru stígvélinu sínu í drenginn, sem var að biðjast fyrir, en hann brá sér ekki við, svo yfirmaður hans kastaði hinu stígvél- inu í hann líka, svo fóru allir að leggja sig til svefns. Morguninn eftir, þegar yfirmaðurinn fór að klæða sig, fann hann stígvélin sín við rúmið sitt svo vel burstuð, að ekki var unt að gjöra það betur. Þetta breytti alveg afstöðu hans til unga mannsins, sem eftir þetta var óáreittur af félögum sínum, elskaður og virtur af öllum, sem kyntust honum. —X. X.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.