Stjarnan - 01.03.1954, Side 3

Stjarnan - 01.03.1954, Side 3
STJARNAN 19 takmarkinu. „Enginn kemur til Föðursins nema fyrir mig,“ segir Jesús. Hann er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Aðeins fyrir trú á hann sem frelsara vorn og skil- yrðislausa hlýðni við vilja hans getum vér vonast eftir að fá inngöngu í Guðs ríki. Einlægni og hlýðni við föðursins vilja var sameinað í lífi Krists. „Ég hef haldið boðorð Föður míns og stend stöðugur í elsku hans.“ „Ég gjöri ætíð það, sem hon- um er þóknanlegt.“ „Minn matur er að gjöra vilja hans sem mig sendi.“ Jóh. 15:10.; 8:29.; 4:34. Einlægni í að fylgja því sem rangt er getur aldrei frelsað þig. Hlýðni við sann- leikann eins og hann er opinberaður í Guðs orði frelsar þig. Rannsakaðu nákvæmlega grundvöllinn undir trú þinni. —R. H. PIERSON ---------☆---------- Gætið yðar Bifreið með merki rafmagnsfélagsins staðnæmdist beint fyrir framan heimili mitt. Ungur maður stökk út úr henni með öxi og skóflu í hendinni. Hann gekk rak- leitt að rafmagnsstólpa, sem þar var ná- lægt. Hann gróf í kringum stólpann, og er hann hafði mokað moldinni frá, tók hann bakið á axarblaðinu og barði stór högg í stólpann, þar sem hann hafði mokað moldinni í burt. Ég skildi strax tilgang hans. Hann var að rannsaka hvort hvítu maurarnir væru þar að verki. Þegar hann fann að stólpinn var óskemmdur keyrði hann burt. Hvílíka lexíu hann kendi mér með þessu. Hversu vel sem alt lítur út ofan- jarðar, þá er mest áríðandi að undirstaðan eða það sem er neðan jarðar sé óskemt. Vér getum verið umkringdir af andleg- um áhrifum, en ef vér ölum eða afsökum smásyndir í lífi voru, þá er hætta á að vér verðum yfirbugaðir af freistingum, þegar vér mætum erfiðleikum lífsins. Gætið yðar fyrir freistingum. Jesús að- varaði lærisveina sína: „Gætið þess að varast alla ágirnd.“ „Sjáið til og varið yður á súrdegi Faríseanna.“ Mönnum hættir svo oft við að álíta aðeins stórglæpi og stórafbrot að vera synd. Tíminn til að standa á verði og varast synd er þegar fyrstu freistingarnar til smásynda gjöra vart við sig, freistingar til öfundar, ágirnd- ar og reiði. Andrew Mutch segir frá gamalli brú yfir fljót á hálendi Skotlands, sem var eyðilögð með svolitlu trjáfræi. Það hafði fallið í svolitla sprungu á steini, sem lagð- ur var til grundvallar undir brúarendann. Það skaut frjóvöngum og náði að festa rætur, svo það varð svolítill trjástöngull. Meðan plantan var lítil hefði barn getað rifið hana upp með rótum, en enginn gaf þessu gaum. Eftir því sem tréð óx sendi það rætur sínar inn á milli steinanna og spyrnti þeim í sundur. Þegar menn loksins fóru að athuga hættuna var brúin orðin svo skemd að ekki var hægt að endurbæta hana. Vera má vér getum ekki séð byrjun syndar í voru eigin lífi, „því blindur er hver í sjálfs síns sök“. En ef vér gefum Jesú hjörtu vor þá mun hann uppræta alla synd úr lífi voru og láta oss mæta honum óflekkaða í dýrð þegar hann kemur til að samansafna'sínum útvöldu. Davíð bað: „Hjarta mitt sé grandvart í lögum þínum, svo að ég verði eigi til skammar.“ Sálm. 119:80. I —J. H. STIRLING ----------☆---------- Hvers má vænta næst? Hver þráir ekki fullkominn friðsaman heim, þar sem hvorki amar sjúkdómur, sorg eða stríð? í hinum núverandi heimi er enginn staður þar sem alt er fullkomið. Menn hafa óskað að alt væri fagurt og fullkomið eins og í öndverðu sköpunar- innar. En friður og eining í þessum heimi sýnist að fjarlægjast meir og meir. Ástæð- an fyrir þessu er hið synduga eðli manns- ins. Holdlega og heimslega sinnaður maður er í uppreisn gegn Guði, hann setur sig á móti hans fullkomna heilaga lögmáli. Jafnvel þó heimurinn nú sé í vand- ræðum og uppreisn gegn Guði þá megum vér ekki ætla að alt sé vonlaust. Þegar Guð skapaði heiminn þá var alt fagurt, full- komið og gott, og vorir fyrstu foreldrar voru fullkomin. Það var syndin, óhlýðni við Guðs boð, sem eyðilagði framtíð þeirra.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.