Stjarnan - 01.10.1954, Side 1
STJARNAN
OKTÓBER, 1954 LUNDAR, MANITOBA
Hvað hefir þú til hughreystingar?
Það var dimt af þoku þennan október-
morgun 1952, þegar lestin full af fólki
staðnæmdist til að taka með sér fleiri far-
þega í Harrow, 14 mílur fyrir utan Lun-
dúnaborg. Skyndilega kom hraðlest frá
Skotlandi, og rakst á lestina sem fyrir
var og olli stórtjóni. Nokkrum mínútum
seinna kom önnur hraðlest, sem var á
norðurleið og rakst á þær sem fyrir voru,
og orsakaði enn meira tjón. Yfir hundrað
manns mistu líf sitt og fjöldi annara voru
meiddir. Þetta var versta járnbrautarslys,
sem fyrir hafði komið síðan í fyrra
stríðinu.
Slys og stórtjón, hvort sem það er járn-
brautarslys, sprenging eða jarðskjálfti, þá
leiðir það menn til að hugsa alvarlega.
Hvað sem orsakar snögga eyðilegging á
lífi fjölda fólks, þjáningar og eignamissir,
þá kemur manni ósjálfrátt í hug að spyrja:
Hvernig stendur á þessu? Hvers vegna
leyfir Guð annað eins? Hvers vegna þurfa
saklausir menn, konur og börn að líða
þannig?
Menn beina slíkum spurningum helzt til
þeirra, sem kalla sig kristna og vænta
þess að þeir geti svarað þeim, en því miður
eru þeir oft ekki færir um að svara.
Allir, sem trúa á Guð, ættu að vita ein-
hverja úrlausn á þessu máli. Þeir skilja
ekki ástæðuna fyrir öllum þeim slysum,
sem eiga sér stað, en þeir ættu að treysta
forsjón Guðs svo fullkomlega að þeir geti
vakið hugrekki og traust hjá öðrum, jafn-
vel undir erfiðustu kringumstæðum.
Þetta er sérstaklega nauðsynlegt nú,
þegar slys og óhöpp eru svo almenn, upp-
reisn og óeyrðir svo víða í heiminum og
útlit fyrir alheimsstríð ennþá einu sinni.
Nú, fremur en nokkru sinni fyr þarf
kirkja Krists að leiðbeina mönnum eða
hún missir alveg álit sitt. Hvað getur hún
sagt mönnum til huggunar og hughreyst-
ingar?
Vér getum mint menn á að Guð er ei-
lífur og óumbreytanlegur. Eins og Jesajas
til forna þegar þjóð hans var í hættu og
hafði ýmsum erfiðleikum að mæta, þá
sagði hann: „Árið sem Ússía konungur
andaðist sá ég Drottinn sitjandi á háum
og gnæfandi veldisstóli og slóði skikkju
hans fylti helgidóminn“. Jes. 6:1. Á þess-
um órólegu tímum þarf kirkja Krists að
benda mönnum á hið hvíta hásæti, og eins
og Daníel minna þá á: „Að hinn hæsti
ræður yfir konungdómi mannanna og gefur
hann hverjum sem hann vill“. Dan. 4:17.
Guð leggur ekki niður stjórnina þó stríð
brjótist út, eða jarðskjálfti komi, eða eldur
eyðileggi handaverk manna, þó járn-
brautarslys svifti menn lífi, eða sprenging
eyðileggi heila borg. Hann sér það alt og
skilur, það hryggir hann, en hann „Er sá
sami í gær, í dag og að eilífu“. Hebr. 13:8.
Þetta bendir á þann mikla sannleika,
sem Guðs börn geta haldið fram, að eðli
Guðs er sannleikur, réttlæti og heilagleiki.
„Réttlæti og réttvísi er grundvöllur há-
sætis hans“. Sálm. 89:15.
Þetta veitir mönnum von, fyrst Guð er
réttlátur og eilífur þá geta menn treyst
því að hann muni ekki leyfa valdi hins
illa í heiminum að halda áfram endalaust.
Vér getum auglýst mönnum kærleika
Guðs. Lengd, breidd, dýpt og hæð elsku
hans til mannanna er langt um meiri en
vér getum skilið. Hann elskar oss mitt í
þyngstu erfiðleikum vorum. Þetta er
fagnaðarboðskapur krossins, að: „Svo
elskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn
eingetinn son til þess að hver sem á hann
trúir ekki glatist heldur hafi eilíft líf“.
Jóh. 3:16.
Krossdauði Krists var hin mesta skelfing,