Stjarnan - 01.10.1954, Side 7

Stjarnan - 01.10.1954, Side 7
STJARNAN 79 menn þekkja kraft bænarinnar. Þeir hafa reynslu fyrir því að Guð svarar bæn. Vilt þú ekki, vinur minn, reyna kraft bænarinnar. Talaðu við Guð eins og við bezta vin þinn, því „bæn er að opna hjarta sitt fyrir Guði eins og fyrir góðum vin“. Bænin gjörir lífið hamingjusamara og á- hrifameira. Þú öðlast nýjan kraft og getur mætt lífinu öruggur og kvíðalaus í full- vissunni um það, að hvaða erfiðleikum, sem þú hefir að mæta, þá getur þú reitt þig á, að „kröftug bæn réttláts manns megnar mikið“. —DONALD A. WEBSTER •----------☆---------- Engan kotungsbrag á konungsbörnum Við kristnir menn segjumst vera Guðs börn — konungsbörn. Hinn alvalda og almáttka segjum við föður okkar, en ráfum svo oft um reikul á vegum okkar, niðurlút, vonsvikin, áhyggjufull, hálfvolg og ónýt til allra mikilvægra átaka. Áhugi okkar er alls staðar og hvergi, við erum margskipt og í molum, alls staðar hálf, hvergi heil, í líf okkar vantar bæði aflið, sem gerir allt heilt og tundurmagnið, sem þarf til stór- ræða. Við játum að vísu hina æðstu og mikilfenglegustu hugsjón, en erum þó ekki á valdi hennar, erum ekki „brennandi í andanum“, erum hvorki heit né köld og í kringum okkur er doði og drungi. Við bindindismenn tölum oft um „hug- sjónina11. Hvaða hugsjón? Bræðralag allra manna — algáðra manna. — Hvaða kraftur er þessi hugsjón í lífi okkar? Hún var kraftur í lífi þeirra, sem hófu björgunar- verkið. Þeir gengu fram logheitir, brenn- andi í andanum og í nafni drottins, líkt og hinir fyrstu kristnu menn, er þeir báru guðsríkisboðskapinn sjúkri og fallandi heimsmenningu, kveiktu alls staðar nýtt líf, sem fæddi af sér nýja menn, nýja menningu og nýtt sögutímabil. Hugsjón er lítilsvirði og lágkúruleg, ef hún er ekki tundurmögnuð, ef hún er ekki alger og altæk, á okkur alla, heila og óskipta, ef hún lýsir ekki og vermir, ef hún lætur ekki allt glitra og glóa í kringum okkur, ef hún fer ekki með okkur í „óslit- inni sigurför“, ef hún stjórnar ekki lífi okkar markvisst og afdráttarlaust knýj- andi að settu marki. Enginn einn þáttur menningar, hvort sem hann heitir bindindi eða eitthvað annað, er nægilega sterkur í slíka tundur- magnaða hugsjón. Þar nægir ekkert minna en allir þættir glæsilegrar menningar, runnir saman í hina æðstu hugsjón — Guðs ríki á jörðu, friðarríki, þar sem rétt- læti býr, bræðralag allra manna. Ekkert minna nægir til þess að kynda guðalogan í brjóstum okkar, verma hjörtun til fals- lausrar og ósvikinnar bróðurelsku, til þess að umskapa okkur sjálfa samkvæmt hug- sjóninni sjálfri og til þess að vera „ilmur af lífi til lífs fyrir marga“, til þess að ala upp nýja menn, guðs menn, konungsbörn, hinn rétta efnivið í þann nýja heim, sem við allir þráum. Við eigum að vaka. Það sefur hetja á hverjum bæ. „Dagsins glymja hamarshögg, heimurinn er í smíðum“. —„EINING“ :------------------------ Sælir eru þeir sem heyra Guðs orð og breyta eftir því Guðs andi knýr á hjörtu allra stétta mannfélagsins, jafnt hvort þeir eru ríkir eða fátækir. Ungur maður, ríkur og í góðu áliti sagði frá reynslu sinni árið sem leið. Hann mint- ist þess, að ári þar á undan hefði hann verið ókunnur Biblíunni, hefði aldrei séð hana fyrir þann tíma. Hann hafði heldur ekki heyrt að nokkur maður héldi sjöunda daginn fyrir hvíldardag. Eftir að hann giftist vakti tengdafaðir hans áhuga hjá honum fyrir Guðs orði. Litlu seinna, þegar samkomur voru haldnar skamt frá heimili hans, fékk hann enn meiri áhuga fyrir gleðiboðskapnum og bað um Biblíulestra á heimili sínu. Biblíukennarinn las með honum og konu hans, og gaf honum full- nægjandi skýringar yfir öll mótmæli prestsins. Fyrstu mánuðina eftir að hann var far- inn að fá Biblíulestrana var þjóðkirkju presturinn altaf að andmæla Aðventistum og fyrirdæma kenningar þeirra. Hann setti upp hljóðbera skamt frá húsi unga manns- ins, sem stóð nokkra faðma fyrir aftan

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.