Stjarnan - 01.10.1954, Page 2

Stjarnan - 01.10.1954, Page 2
74 STJARNAN sem hafði átt sér stað. Réttlátur maður, sem gjörði öllum gott, líflátinn eins og glæpamaður. En dauði Krists opinberaði fyllingu Guðs kærleika. Menn höfðu heyrt um hina eilífu armleggi, en nú sáu þeir þá útrétta til að bjóða öllum töpuðum son- um og dætrum heim aftur til föðurhús- anna. Menn sáu þar hvernig Guð var fús til að leggja alt í sölurnar til að brjóta vald satans og syndarinnar, en innleiða aftur á þessari syndspiltu jörð frið og hamingju himinsins. Á því alvarlega augnabliki sögunnar, þegar Jesús dó, þá var myrkur, dauði, gröf og jarðskjálfti, en út frá’þessum skelfing- um kom maður íklæddur dýrð himinsins, sigurvegari dauðans og graíarinnar, hinn komandi konungur konunganna og Drott- inn drotnanna. Þetta er dýrðlegur boðskapur, sem Guðs börn geta sagt frá mönnum til hughreyst- ingar á þessum yfirstandandi tíma. Það var þessi trú og skilningur á al- mætti Guðs og sigur hins góða, sem leiddi Job til að segja: „Þó Drottinn deyði mig, skal ég samt vona á hann“. Job 13:15. Sama trúnaðartraust leiddi Davíð til að segja: „Alt þetta hefir mætt oss og þó höfum vér ekki gleymt þér“. Sálm. 44:18. Og hvað var það annað, sem leiddi þá Pál og Sílas til að lofsyngja Guði, þar sem þeir sátu í fangelsinu með fætur sína í stokk. Post. 16:25. Páll postuli sagði: „Ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, né englar, né tignir, né hið yfirstandandi, né hið ókomna, né kraftar, né hæð, né dýpt, né nokkur önnur skepna muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Jesú Kristi Drotni vorum“. Róm. 8:38.—39. Guð gefi oss öllum slíka trú, svo vér getum mitt í skelfingum síðustu daga heimsins með heilögu hugrekki leitt at- hygli manna að kærleika Guðs og um- hyggju hans fyrir börnum sínum, og mint þá á að Jesús kemur-bráðum í dýrð sinni til að taka hina trúu lærisveina sína heim til sín. —A. S. M. ------------☆------------ Tíu menn vinna 6 daga á viku við að hirða 18 ekru flöt, sem umkringir Hvíta húsið í Washington, D.C. „Ver reiðubúinn að mæta Guði þínum" Vér höfum aðeins einn söfnuð með 80 meðlimum á miðbiki Celebes eyjanna, en íbúatalan þar er ein miljón. Þessi litli söfnuður okkar er áhugasamur og starf- andi. Þeir ganga langan veg til að út- breiða smárit og heimsækja þá, sem hafa áhuga fyrir kristindóminum. Einn af trú- bræðrum vorum mætti bónda, Baleparu að nafni, í Pongee þorpinu. Þessi maður hafði í þrjú ár haldið hvíldardaginn heilagan. Hann hélt hann væri sá eini í heiminum sem héldi sjöunda daginn heilagan. Hvern- ig vissi hann að sjöundi dagurinn var hinn rétti hvíldardagur? Hann hafði aldrei fyr mætt neinum trúsystkinum vorum, hafði aldrei lesið blöð vor né bækur, og hann býr langt inn í landi. Hér er frásögn hans: Einn dag er hann var við vinnu úti á landi sínu, það var laugardag, þá heyrði hann alt í einu sagt: „Sjöundi dagurinn er hvíldardagur“. Hann leit alt í kringum sig en sá engan mann. Hann varð hræddur því honum datt í hug að Guð hefði talað til sín. Hann var óró- legur, fór heim og var að velta því fyrir sér, hvað þessi orð hefðu að þýða. Hann hafði aldrei heyrt að kristnir menn héldu sjöunda daginn heilagan. Hann fór nú að lesa Biblíuna. sérstaklega Nýja-Testament- ið. Eftir að hann hafði lesið Matt. 28. kap., þá sannfærðist hann um að sjöundi dagur- inn er hvíldardagur og allir kristnir menn ættu að halda hann heilagan. Upp frá því hélt hann sjöunda daginn heilagan. Fólkið í þorpinu gjörði gys að honum og sagði að hann væri ruglaður. Fjórum sinnum var hann kallaður fyrir dómarann til að gera grein fyrir trú sinni. í þrjú ár hélt þetta áfram; svo var það einn dag, að hann mætti trúbróður vorum sem sagði honum að fjöldi fólks meðal allra þjóða heimsins héldu heilagan hvíldardag Biblíunnar og þeir væru kallaðir Sjöunda dags Aðvent- istar. Þetta var mikið fagnaðarefni fyrir bónd- ann. Nú hafði hann eignast vin, einn af fjölda manna, sem elskuðu Guð og varð- veittu boðorð hans. Nú gekk hann hús úr húsi í borginni og sagði fólkinu, að hann

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.