Stjarnan - 01.10.1954, Qupperneq 5

Stjarnan - 01.10.1954, Qupperneq 5
STJARNAN 77 verður mikið verk að byggja hana upp og endurbæta eignina. Það er alt öðru máli að gegna með hin mörgu híbýli í húsi Föðursins. Sá arfur, sem oss stendur til boða er „óforgengilegur, flekklaus og al- drei fölnar“, geymdur oss á himnum. 1. Pét. 1:4. Heimilið, sem Jesús er að tilbúa handa ástvinum sínum, er langt um dýrð- legra heldur en vér getum ímyndað oss. „Auga hefir ekki séð né eyra heyrt hvað Guð hefir fyrirbúið þeim sem hann elska“. 1. Kor. 2:9. Sir Adrian eignaðist arfinn af því ein- hver í fjölskyldunni dó, og hann var næst í röðinni til að eignast arfinn og titilinn. Eins er því nú varið með vora himnesku arfleifð. Einhver dó og vér erum erfingj- arnir. Jesús gaf líf sitt út fyrir oss, svo vér mættum öðlast ríkdóm dýrðar hans. Hann fórnaði sjálfum sér, svo vér mættum verða synir og dætur lifanda Guðs og erfingjar hans eilífa dýrðarríkis. Mismunurinn milli vorra tímanlegu eigna og hinnar eilíflegu arfleifðar er ákaf- lega mikill. Heimili vort og eignir, þó alt gangi sem bezt, er aðeins fyrir stuttan tíma og aldrei óhult. Það sem hefir tekið heilan lífstíma að spara og byggja upp, getur farist á einni nóttu í eldi, jarð- skjálfta eða öðrum óhöppum. En í Guðs ríki á hinni nýju jörð „munu þeir byggja hús og búa í þeim, planta víngarða og eta ávöxtu þeirra“. Nei, gleðjist og fagnið æfinlega yfir því, sem ég skapa, því sjá, ég gjöri Jerúsalem að fögnuði og fólkið í henni að gleði“. Jes. 65:21.—28. En eins og Sir Adrian varð að afsala sér borgararétti í Ameríku, eins verðum vér að hafna glysi og áhugamálum þessa heims, ef vér viljum meðtaka arfleifðina, sem oss er geymd á himni. Jesús verður að hafa forsætið í hjörtum vorum. „Sonur minn, gef mér hjarta þitt“, er tilboð hans í Orðskv. 23:26. „Komið til mín, allir þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, ég vil gefa yður hvíld“. Matt. 11:28. Vér verðum að leyfa Jesú að stjórna lífi voru. Kærleikur hans verður að koma í stað eigingirni vorrar. Auðmýkt hans verður að sigra dramblæti vort. Áform vor verða öll að lúta að því hvernig vér bezt getum þóknast og þjónað honum. „Aflið yður ekki þeirrar fæðu sem eyðist heldur þeirrar fæðu sem varir til eilífs lífs og mannsins sonur mun gefa yður“. Jóh. 6:27. „Þannig getur þá enginn af yður, er eigi sleppir öllu sem hann á, verið minn læri- sveinn“. Lúk. 14:33. Það er yðar að velja. Með því að velja hina eilífu arfleifð, þá tapar maður engu, sem nokkurs er vert, en vér öðlumst alt, sem er eilíft, dýrðlegt og dásamlegt. Þegar vér athugum auðlegð arfleifðar vorrar, í Kristi, þá værum vér í meira lagi heimskir, ef vér höfnuðum því, sem hann býðst til að veita oss: Gleði, frið og fögnuð í hei- lögum anda hér og um alla eilífð að ríkja með honum í hans hásæti. —RALPH E. NEALL -----------☆------------ Bæn hans var svarað Lestin átti að fara af stað klukkan 5.30, en mér var ómögulegt að komast á braut- arstöðina fyr en klukkan 6. Ég hafði notað sumarmánuðina til að vinna fyrir Guðs ríki í námuborginni Nkama í Norður-Rhodesíu. Ég hafði ásett mér að vera í Jóhannesburg um jólin, en það voru 3000 mílur suður þangað, en nú var engin vissa fyrir að ég gæti komist þangað fyrir nýárskvöldið. Lestin fór þessa leið aðeins tvisvar eða þrisvar á viku, og þetta var um hátíða- leytið, svo maður varð að tryggja sér far mörgum vikum fyrirfram, eða þá sitja kyr þar • sem maður var. Ég hafði pantað far handa mér nógu snemma, en nú, þegar ég átti farið víst með lestinni kom óvænt hindrun fyrir. Ég gjörði mitt bezta en það var ómögulegt fyrir mig að komast á járnbrautarstöðina í tæka tíð. Nú var klukkan 20 mínútur yfir fimm. Aðeins 10 mínútur eftir. Hvað átti ég að gjöra? Ég gat ekki náð í talsíma og það var ómögulegt að leigja vagn. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að það var aðeins einn vegur opinn fyrir mig til að ná í lestina. Ég bað til Guðs að hann vildi hiálpa mér, minti hann á að ég hefði starfað fyrir hann og hefði gjört alt sem í mínu valdi stóð til að ná í lesfina. Ég var ráðalaus og bað hann hjálpa mér sam- kvæmt sínum vilja.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.