Stjarnan - 01.05.1955, Side 2
34
STJARNAN
og sagði: „Haltu í bókina þína,“ svo gekk
hann sneyptur í burt.
í sjö mánuði höfðum við ekki haft neitt
að borða í fangabúðunum nema fisk, hrís-
grjón og súpu, svo einn dag komu pakkar
af matvælum sendir gegnum Rauða kross
félagið. Daginn, sem þeir voru afhentir,
opnuðu menn aðeins einn í einu. í þeim
var alskonar góðgæti, brjóstsykur, hnetur,
smákökur, ávextir og sápa. Alt í einu tók
einn maður upp úr sínum pakka stóra
Biblíu. Allir voru þögulir auknablik.
„Andleg fæða,“ sagði einn fanginn. „Ég
skal gefa þér þrjú stykki af súkkulaði, ef
þú vilt lofa mér að lesa í henni fimm
mínútur á dag í heila viku.“
„Tvær tinkönnur af súpu fyrir að lesa
hana í einn klukkutíma.“
„Ég skal gefa þér þrjú sápustykki fyrir
að lofa mér að lesa hana 5 mínútur á dag
í einn mánuð.“
„Bókin er öllum velkomin borgunar-
laust,“ sagði maðurinn, sem fékk hana.
„Við skulum skiptast á um að lesa hana
upphátt.“
Matvælin voru öll uppétin innan tveggja
daga, en andlega fæðan varaði svo lengi
sem þeir voru í fangabúðunum. Menn
höfðu lesið bókina upphátt þar til þeir
urðu þreyttir. Hún var orðin slitin og
rifin af brúkun, þegar mennirnir að lokum
fengu frelsi sitt. Bókin var bezt af öllum
gjöfunum. -
1 Guðs orði er kraftur, ekki einungis til
að endurskapa mannætur, heldur til þess
að mæta öllum þörfum vorum.
„Þau orð, sem ég tala til yðar eru andi
og líf “ Jóh. 6:63.
—C. E. MOSELEY
-----------☆-----------
Chai og Sung læðru að brosa
Morguninn var kaldur, en það hlýnaði
er sól hækkaði á lofti. Ekkert sérstakt
kom fyrir allan fyrri hluta dagsins, svo
klukkan fjögur var ég kölluð og beðin að
koma út að framhliði’nu til að tala við
tvo drengi sem þar voru. Ég bað Kim,
túlkinn okkar, að koma með mér.
Við hliðið stóðu tveir Kóreu-drengir,
tötralega búnir, grannleitir og alvarlegir.
Hungur og vonleysi lýsti sér í andliti
þeirra. Þeir líktust litlum gamalmennum,
er þeir litu á mig. Ég brosti til þeirra, en
þeir brostu ekki á móti. Ég spurði um
nöfn þeirra. Þeir hétu Chai og Sung. Chai
var átta en hinn tíu ára að aldri. Her-
menn höfðu fundið þá vera að leita sér
að mat í kring um herbúðirnar og komu
með þá hingað í von um að vér gætum
tekið þá inn á munaðarleysingjahælið.
Vér höfðum þegar 280 börn á hælinu, sem
í fyrstu var bygt handa 75. En hver getur
neitað aðgöngu, þar sem þörfin er svo
tilfinnanleg.
Ég fór með drengina inn að ofninum og
gaf þeim smurt brauð og appelsínu. Þeir
sögðu á Kóreumáli: „Hjartans þakklæti
fyrir matinn.“ Þegar þeir höfðu borðað
og var orðið hlýtt, þá lifnaði yfir þeirn og
Chai fór að tala. Þetta var það, sem hann
sagði: „Ég átti heima í litlu þorpi nálægt
breiddarlínu 38, ég man ekki vel nafnið á
þorpinu, eitthvað líkt Kangvar-do. Faðir
minn vann á skrifstofu héraðsins. Ég átti
líka litla systur. Fyrir hér um bil tveimur
árum fóru foreldrar mínir með okkur
lengra suður til að flýja Kínverja. Pabbi
bar mig á bakinu, en mamma bar litlu
systur mína. Ég veit ekki hvar við vorum.
Tveimur dögum eftir að við fórum
heimanað var fjöldi af fólki á brautinni
og fyrir utan hana. Allir voru að flýta sér
suður, því Kínverjar voru á eftir okkur.
Þegar nóttin féll á vorum við á lítilli járn-
brautarstöð. Flugvél kom og skaut á okk-
ur. Margir voru drepnir þá nótt, þar á
meðal móðir mín og litla systir, en pabbi
týndist.
Síðan hef ég verið foreldralaus og
gengið úr einu þorpinu til annars til að
leita að föður mínum. Um nætur hef ég
haldist við í tómum húsum; fólkið, sem
ég hef komið til, hefir gefið mér mat.
Um tíma var ég hjá U.N. hermönnum,
það var á vígstöðvunum. Eina nótt um
sumarið var alt kyrt, og allir sváfu, það
var indæl nótt. Ég hafði hita, svo ég gat
ekki sofið. Ég heyrði einhvern hávaða
fyrir neðan okkur í hlíðinni, svo ég vakti
hermanninn, sem svaf hjá mér, og sagði:
„Chinese, Chinese!“ Hann vaknaði og vakti
stráx félaga sína; þeir fóru að skjóta. Einn
af okkar hermönnum meiddist af vopni,
sem kastað var að honum. Þrír kínverjar