Stjarnan - 01.05.1955, Qupperneq 4
36
STJARNAN
fætta skó á fæturnar, hinum sjúka læknis-
lyf, hækjur eða annað, sem hann þarfnast
mest. Peningar þínir bera vott um kær-
leika þinn og manngæzku. Vér erum
sendiboðar þínir til að útbýta - gjöfum
þínum þar sem þörfin er mest, bæði nær
og fjær.
Guð hefir trúað oss fyrir fjármunum,
ekki til að nota einungis fyrir sjálfa oss,
heldur til að hjálpa þeim, sem ver eru
staddir.
Fríviljugar gjafir hafa meiri blessun í
för með sér heldur en menn geta öðlast
með því að borga tolla og annað, sem þó
er ætlað til velferðar almennings. Frjáls-
ræði til að gefa er mikils virði, það opnar
hjörtu vor fyrir annara neyð og verndar
oss frá eigingirninni, sem er rót að erfið-
ustu viðfangsefnum einstaklingsins og
mannkynsins yfirleitt.
Þér hafið tækifæri nú til að gefa eins
og þér vilduð óska að aðrir gæfu, ef þér
væruð þeir, sem þyrftu hjálpar.
Þeir fátæku og þjáðu líta vonaraugum
til þín. Afríka þarfnast hjálpar frá þér.
Indland þarf að fá bæði mat og læknis-
hjálp. Þeir treysta veglyndi þínu.
Vér þökkum yður fyrir gjafirnar. Og
er vér útbýtum þeim óskum vér, að þér
finnið yður nær Guðs ríki heldur en
nokkru sinni fyr.
Að lokum skulum vér veita yður hlut í
þessu heilræði: „Afla fjár á ærlegan
hátt . . . mikils fjár. Nota það skynsam-
lega . . . alt saman. Helga það Guði . . .
hvert einasta cent af því.“
Þetta er leyndardómur þess lífs, sem vert
er að lifa.
—D. E. REBOK
-----------☆------------
Miss Ciansy fann það
borgaði sig
Það var árið 1919, sem ég hélt kristilega
fyrirlestra í stóru tjaldi á 95. stræti og
Broadway í New York. Á meðal áheyr-
endanna var eldri kona, Miss Clansy að
nafni. Hún var frá Norður-írlandi, mót-
mælendatrúar og hallaðist mjög að kenn-
ingum Calvins.
Ég man ekki eftir að hafa mætt neinum,
sem ákveðnara trúði kenningum Biblíunn-
ar en hún. Hún þurfti aðeins skýrt Guðs
orð fyrir því, sem fram var borið, þá trúði
hún og hlýddi undir eins.
Þegar hún heyrði að Biblían kendi, að
„Sjöundi dagurinn er hvíldardagur Drott-
ins Guðs þíns, þá skalt þú ekkert verk
vinna,“ o. s. frv. Þá fór hún strax og mót-
mælalaust að halda heilagan sjöunda dag
vikunnar, þó hún alla æfi hefði samvizku-
samlega haldið sunnudaginn. Strax er hún
heyrði um skírnaraðferð Biblíunnar væri
niðurdýfing, þá bað hún um að verða
skírð. Ef henni var aðeins sýnt hvað
Biblían segði þá fylgdi hún því strax og
hiklaust.
Á þessum samkomum hélt ég tvær
ræður um tíundarskylduna og sýndi með
rökum frá Biblíunni, að Guð skipar fyrir
að allir lærisveinar hans borgi tíund. Miss
Clansy fylgdi sömu reglu og áður með
að skrifa niður alla textana. Þetta var það,
sem hún skrifaði niður:
Tíundarskyldan útskýrð. 3. Mós. 27:
30,—32.
Tíundin notuð til lífsuppeldis þeim, sem
vinna að guðsþjónustunni. 4. Mós. 18:
20.—24.
í Nýja testamentinu er því haldið
fram, að tíundin sé til uppeldis þeim, sem
flytja fagnaðarerindið. 1. Kor. 9:13.—14.
Jesús mælti með tíundargreiðslu. Matt.
23:23.
Guð lofar þeim sérstakri blessun, sem
borga tíund. Mal. 3:10.—12.
Þeir, sem ekki hlýða skipunum Guðs,
fara á mis við blessun hans. Hagga 1:5.—11.
Það hvílir bölvun yfir mönnum og eign-
um þeirra, sem ekki heiðra Guð og hlýða
honum. Mal. 3:8.—9.
Nú leyndi sér ekki að Miss Clansy var
óróleg. Glaðlyndi hennar var horfið og
skuggi hvíldi yfir andliti hennar. Hún
kom og bað um að fá að tala við mig. Það
var henni velkomið. Þetta er samtal okkar,
svo nákvæmlega sem hægt er að gefa það
án þess það væri hraðritað:
„Prestur minn, það er viðvíkjandi ræðu
þinni um tíundargjaldið, sem ég þarf að
tala við þig. Þú hefir truflað mig og ég
þarf leiðbeiningar með hvað ég á að
gjöra.
„Er nokkuð í kenningum Biblíunnar um
tíundargjaldið, sem ekki er skýrt fyrir
þér?“