Stjarnan - 01.05.1955, Qupperneq 5

Stjarnan - 01.05.1955, Qupperneq 5
STJARNAN 37 „Nei, alls ekki, það er alt skýrt og skiljanlegt. Ef nokkuð er, þá er það of skýrt; það eru vandræðin. Ég veit hvað Biblían segir. En það, sem plágar mig er, hvort það nær til mín, og ef það er hvernig í ósköpunum get ég hlýtt því?“ „Ég skil ekki hvað þú átt við, er þú spyr hvort það eígi við þig eða nái til þín.“ „Ég meina, hvort þetta geti átt við nokkurn í mínum kringumstæðum. Er heimtað af mér að gjöra það, sem er ómögulegt?“ „Auðvitað Miss Clansy —“. „Bíddu augnáblik. Svaraðu ekki fyr en þú hefir heyrt alla söguna. Þú þekkir ekki kringumstæður mínar, ég vil ógjarn- an segja þér frá þeim, en þú getur ekki svarað mér nema þú þekkir þær, svo áður en þú gefur mér ráð, þá hlusta þú á sögu mína, og segðu mér svo hvort þú heldur að Guð krefjist þess af mér að ég borgi tíund.“ „Ég skal hlusta á þig Miss Clansy.“ „Ég er einstæðingur og á enga ættingja hér í álfu nema eina systurdóttur, sem er gift og býr með manni sínum í Bridgeport, Connecticut. Hann er alls ekki skyldugur að sjá um mig, en hann gjörir það engu að síður. Það sem hann sendir mér á viku hverri er alt sem ég hef og það virðist kraftaverki næst hvernig ég kemst af með það.“ „Viltu segja mér hvað mikið hann sendir þér?“ „Til þess kom ég að sjá þig. Hann sendir mér 6 dollara á viku.“ „Hvernig getur þú komist af með það?“ „Hvernig get ég komist af? Ég veit það ekki sjálf. En minn himneski faðir blessar mig svo að það mætir öllum þörfum mínum. Vegsamað sé hans nafn.“ „Hvar áttu heima?“ „Ég leigi herbergi á ... . Avenue. Ég flutti þangað, þegar húsaleigan var lág, og blessaður húseigandinn hefir aldrei hækkað leiguna við mig, þó hann hafi í fleiri skifti hækkað hana við aðra leigj- endur. Ég býst við hann kenni í brjósti um mig. Að minsta kosti borga ég sömu húsaleiguna og ég borgaði fyrir 10 árum.“ „Hvað er húsaleigan yfir vikuna?“ „Hún er 4 dollarar og 50 cent.“ „Meinar þú, að alt sem þú hefir fyrir fæði, klæði og aðrar nauðsynjar séu aðeins hálfur annar dollar á viku?“ „Vissulega, það er alt, sem ég hef.“ „En það er ómögulegt." „Víst er það mögulegt. Ég kemst vel af með það. En nú kemur þú og segir mér að borga tíund af þessum 6 dollurum. Sér þú hvað ég hef þá eftir.“ „Það er ekki ég, sem sagði þér að borga tíund, heldur Guð, sem hefir annast þig öll þessi ár, hann bauð þér það.“ „Ég veit það. En hvað mig snertir þá vil ég fá að vita, hvort hann heimtar af mér að borga tíund.“ „Hvers vegna heldur þú hann veiti þér undanþágu?“ „Sér þú ekki, prestur minn, hve ómögu- legt þetta er? Tíundin og húsaleigan yrði 5 dollarar og 10 cent, þá eru aðeins eftir 90 cent, sem eiga að endast í heila viku. Nú þekkir þú kringumstæðurnar. Heldur þú að Guð ætlist til að ég borgi tíund?“ Það fyrsta, sem mér datt í hug, var að hún væri afsökuð frá að borga tíund, Guð gæti haldið uppi starfinu, þó hún legði ekki til sín 60 cent. Mér kom til hugar hvort ég gæti ekki hjálpað henni svolítið til að gjöra henni hægra fyrir. En ég sagði þetta ekki. Svo datt mér í hug: „Hver er ég að ég skuli mótmæla skipun Guðs? Hver gaf mér rétt til að lítilsvirða boð hans? Gættu þín að ráð- leggja ekki það, sem er gagnstætt Guðs orði.“ Svo sagði ég: „Miss Clansy, það fyrsta, sem mér datt í hug, var að Guð þyrfti ekki 60 cent á viku frá þér, og heimtar ekki af þér að þú borgir það. En Guð sýndi mér, að það væri rangt að gefa þér slíkt ráð. Alt sem ég gjöri er að benda þér á Guðs orð og hans dýrmæta loforð og hvetja þig til að gjöra það, sem hann býður og treysta honum til að gjöra það ómögulega mögulegt. Ég ræð þér til að gjöra það, sem Guð býður og fara strax að borga tíund.“ Nú brosti Miss Clansy og sagði glaðlega: „Ég skal fylgja þínum ráðum, prestur minn. Ég kom að leita ráða hjá þér, og þú hefir leiðbeint mér. Ég held það sé góð ráðlegging. Það er ekki í fyrsta skifti, sem ég hef treyst Guði. Ef hann bregst mér,

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.