Stjarnan - 01.05.1955, Page 7

Stjarnan - 01.05.1955, Page 7
STJARNAN 39 nær, sem ég hugsa um loforð Guðs í sam- bandi við tíundina. Hefir þú reynt Guð, þú, vinur minn, sem lest þessar línur? „Færið alla tíund- ina í forðabúrið . ... og reynið mig einu sinni á þennan hátt, segir Drottinn her- sveitanna, hvort ég lýk ekki upp fyrir yður flóðgáttum himinsins og úthelli yfir yður yfirgnæfanlegri blessun.11 Malakia 3:10. Sú blessun bíður þess að þú hlýðir hon- um í því að borga tíund. Eins og Guð reyndist Miss Clansy trúfastur, eins mun hann reynast þér. —C. B. HAYNES ------------☆------------ Endurfæðing „Enginn getur séð Guðs ríki nema hann endurfæðist.“ Jóh. 3: 3. Ert þú endurfæddur? Ég spyr ekki hvort þú sért vingjarnlegur, ráðvandur eða sið- ferðisgóður og ekki hvort þú kannist við að Jesús sé frelsari heimsins, heldur hitt: „Þekkir þú Jesúm sem þinn eigin frels- ara?“ Hefir þú lofað honum að frelsa þig? Til þess kom hann í heiminn að frelsa þig frá synd og dauða, frá yfirtroðslu Guðs boðorða og frá afleiðingu syndarinnar, dauðanum. Hefir þú fullvissu um að þú sért endur- fæddur maður? Hefir þú stigið yfir frá dauðanum til lífsins? Ert þú svo innilega sameinaður Jesú að Guðs heilagi andi geti vitnað með þínum anda að þú, sért Guðs barn? Eða ert þú ennþá heimsins barn sem reynir að halda í Guð með annari hendinni en í heiminn með hinni? Það er hættulegt ástand, því „enginn getur tveimur herrum þjónað.“ „Elskið ekki heiminn, ekki heldur þá hluti sem í heiminum eru. Ef einhver elskar heiminn, þá er kærleiki til föðursins ekki í honum. Því að alt sem í heiminum er, fýsn holdsins og fýsn auganna og auð- æfa oflæti, það er ekki frá föðurnum heldur frá heiminum. Og heimurinn ferst og fýsn hans, en sá, sem gjörir Guðs vilja varir að eilífu.“ Jóh. 2: 15-17. Hefur þú þann frið í sálu þinni sem yfir- gengur allan skilning? Ert þú þekkjan- legur frá heimsins börnum? Þess vegna farið burt frá þeim og skiljið yður frá þeim, segir Drottinn, og snertið ekki neitt óhreint, og ég mun taka yður að mér, og ég mun vera yður faðir, og þér munuð vera mér synir og dætur, segir Drottinn alvaldur.“ 2 Kor. 6: 17. 18. „Af þeirra ávöxtum skuluð þér þekkja þá.“ Þegar þú leitaðir Krists, snerir þú þá frá allri synd? Varst þú ummyndaður? „Ef einhver er í samfélagi við Krist, er hann ný skepna, hið gamla varð að engu, sjá, það er orðið nýtt.“ 2 Kor. 5: 17. Hefir þú nýjan tilgang, nýjan ásetning, og nýjan skilning á lífinu? Er Kristur og náðarboðskapur hans nú það eina áríðandi í lífi þínu, sem alt annað verður að lúta? Klæðir þú þig, neytir matar og drykkjar, hvílir, vinnur og leikur þér, alt þetta Guði til dýrðar? 1. Kor. 10: 31. Það er áreiðanlegur sannleikur, vinur minn, að það er gagngjör breyting á innra lífi þess manns sem er endurfæddur. „Ekki mun hver sá er við mig segir Herra, herra, ganga inn í himnaríki, held- ur sá er gjörir vilja föður míns, sem er í himnunum.“ Matt. 7: 21. „Gangið inn um þrönga hliðið, því að vítt er hliðið og breiður vegurinn er liggur til glötunar, og margir eru þeir sem ganga inn um það, því að þröngt er hliðið og mjór er vegurinn, er liggur til lífsins, og fáir eru þeir sem finna hann.“ Matt. 7: 13. 14. Þegar alt er athugað og vér mætum Jesú í einrúmi, þá er það endurfædda líf- erni sem Biblían bendir á sú eina reynsla sem getur staðist. „Prófa mig Guð og þektu hjarta mitt, rannsaka mig og þektu hugsanir mínar og sjá þú hvort ég geng á glötunarvegi, og leið mig hinn eilífa veg.“ Sálm. 139: 24. Ó Jesús gefðu mér nýtt hjarta, sem endurspegli þitt heilaga hugarfar. — M. K. J. •-----------☆------------ Fyrirgefning og friður Ef það væri satt sem Oliver Lodge sagði einu sinni „að enginn nú á dögum væri áhyggjufullur út af syndum sínum,“ þá er það sorglegt tákn tímanna og boðar ilt fyrir framtíð mannkynsins, því á öllum öldum hafa beztu menn og konur verið áhyggjufull út af syndum sínum.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.