Stjarnan - 01.05.1955, Síða 8
40
STJARNAN
JARNAN A-uthorized as second class
mail, Post Office Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Price
$1.00 a year. Publishers: The Can. Union
Conference of S. D. A., Oshawa Ontario.
Ritstjórn og afgreiBslu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar, Man. Can.
Hvernig gat heilög Ritning talað um
Davíð konung ísraelsmanna sem „mann
eftir Guðs hjarta“, ef hann hefði ekki
verið áhyggjufullur út af syndum sínum?
Frásagan um líf hans ber það með sér að
hann hafði syndir á samvizku sinni, sem
ollu honum áhyggju. Ef hann hefði ekki
verið hugsjúkur út af syndum sínum, þá
hefði hann vissulega ekki svo alvarlega
leitað náðar og fyrirgefningar.
Það virðist sem Davíð hafi reynt að
gleyma syndum sínum, en því meir sem
hann reyndi það því ver leið honum.
Hann fann það, að tilraun til að þagga
niður rödd samvizkunnar hafði ill áhrif á
líf hans svo hann eltist fyrir tímann.
„Meðan ég þagði tærðust bein mín og ég
kveinaði liðlangan daginn, því að dag og
nótt lá hönd mín þungt á mér, lífsvökvi
minn þvarr eins og í sumarbreiskju.“
Sálm.“ 32:34.
1 neyð sinni sneri hann sér til Guðs og
játaði syndir sínar. „Guð vertu mér náð-
ugur sakir elsku þinnar, afmá brot mín
sakir þinnar miklu miskunnsemi. Þvo
vandlega af mér misgjörð mína og hreinsa
mig af synd minni, því að ég þekki sjálfur
afbrot mín og synd mín stendur mér
stöðugt fyrir hugskotssjónum.“ Sálm.
51:3,—5.
Þetta létti syndabyrðinni af honum.
Hann yarð nýr maður og naut dýrðlegs
frelsis er hann vissi að syndir hans voru
fyrirgefnar og afmáðar fyrir náð Guðs,
hans, sem einn hefir vald til að fyrirgefa.
Með því að iðrast synda og játa þær
vann hann sigur yfir synd fyrir Guðs kraft,
sem stendur öllum til boða, er í einlægni
leita hans. „Sæll er sá, er afbrotin eru
fyrirgefin, synd hans hulin, sæll er sá
maður, er Drottinn tilreiknar ekki mis-
gjörð, sá er eigi geymir svik í anda ....
Þú ert skjól mitt, þú leystir mig úr nauð-
um. Með frelsisfögnuði umkringir þú
mig.“ Sálm. 32:1,—7.
Þessi dýrmæta reynsla, sem hér er lýst,
getur orðið hlutskifti allra syndara, sem
fúslega játa syndir sínar og snúa frá þeim.
—H. F. DE ATH
----------☆-------------
Sá sem drepur tígrisdýr í Pakistan fær
50 dollara fyrir. Menn héldu að þessi villi-
dýr væru að fækka eftir margra ára til-
raun til að útrýma þeim, en þvert á móti,
það virðist sem þeim sé að fjölga. Menn
geta jafnvel fengið 100 dollara verðlaun
fyrir að drepa mannskæðu tígrisdýrin. ..
☆ ☆ ☆
Nú eru 13 og hálf miljón manna og
kvenna í Bandaríkjunum um eða yfir 65
ára að aldri, þeim hefir fjölgað um 50 af
hundraði síðan 1940.
☆ ☆ ☆
Nú eru nær því sjö og hálf miljón
ekkjur í Bandaríkjunum, þeim fjölgar um
alt að hundrað þúsund á ári. Ein af hverj-
um tíu meðal þeirra er innan 45 ára aldurs.
☆ ☆ ☆
Leiðtogar sambandsþjóðanna segja, að
nálægt 350 þúsund manns séu ennþá
heimilislausir í Evrópu. Um 90 þúsimdir
búa í tjaldbúðum, en hinir í skýlum, sem
hróflað er upp. Alls í heiminum er talið,
að tvær miljónir manna séu heimilislausir.
☆ ☆ ☆
Fólksfjöldinn í Suður-Afríku er 13,150,-
000 samkvæmt manntalsskýrslum þaðan.
Þar af eru 2,750,000 Evrópumenn, 8,840,000
innfæddir menn, negrar, 1,170,000 negrar,
sem ekki eru fæddir þar og 388,000 annara
þjóða.
☆ ☆ ☆
Sjötíu og tvær miljónir manna búa
innan 215 mílna í allar áttir umhverfis
Brussel í Belgíu. Það er býsna þéttbýlt
þar og í nágrannalöndunum.
☆ ☆ ☆
í Stóra-Bretlandi eru 43 hundruðustu af
sjúklingum í sjúkrahúsunum sinnisveikir,
en í Bandaríkjunum þjáir sá sjúkdómur
nær því 50 af hundraði sjúklinganna, eftir
því sem Dr. W. C. Alvarez í Rochester
skýrir frá. Sinnisveiki er almennasti sjúk-
dómur heimsins nú á dögum. Fleiri menn
voru ófærir til herþjónustu vegna þessa
kvilla heldur en fyrir nokkra aðra ástæðu.