Stjarnan - 01.06.1955, Síða 4

Stjarnan - 01.06.1955, Síða 4
44 STJARNAN til annars sigraði allar hindranir. Þau giftust. Einu sinni spurði vinur blinda mannsins hvað það væri í heiminum, sem hann langaði mest til að sjá. „Mig langar mest af öllu til að geta séð andlit konunnar minnar“, svaraði hann strax. Frægur augnlæknir heimsótti nokkru seinna borgina, þar sem þessi hjón bjuggu. Hann rannsakaði augu blinda mannsins og bauðst svo til að skera upp augu hans í von um að hann fengi sjónina. Þetta var gjört og nú rann upp dagurinn, þegar taka átti umbúðirnar frá augunum. Aðeins læknirinn og hjónin voru í herberginu á meðan það var gjört. Þegar maðurinn sá birtuna varð hann frá sér numinn. Hann sneri sér að konu sinni og horfði á andlit hennar, svo gekk hann nær til að snerta kinn hennar með hendinni um leið og hann sagði: „Elskan mín, þú ert svo miklu fallegri, heldur en ég gat ímyndað mér meðan ég var blindur. Ég elska þig meir en nokkru sinni fyr“. Vér höfum líka gengið eins og blindir í dimmu þessa syndspilta heims. Vér höf- um hugsað um Jesúm í allri hans dýrð, en gátum ekki séð hann. Vér höfum notið ástar hans og ákallað hann í trú. En hvað verður það þá, þegar vér fáum að sjá hann eins og hann er. „Því nú sjáum vér svo sem í skuggsjá í óljósri mynd, en þá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum, en þá mun ég gjörþekkja eins og ég er sjálfur gjörþekktur“. Með alla dýrð og auðlegð alheimsins frammi fyrir okkur, þá munum vér fyrst geta skilið til fulls kærleika vors him- neska föður og frelsara, er hann lagði allt í sölurnar, svo vér mættum njóta dýrðar alheimsins eilíflega með honum. —MERLIN L. NEFF ------------------------ Páll postuli spurði, þegar Jesús birtist honum á leiðinni til Damaskus: „Herra, hvað vilt þú ég gjöri?“ Hann fékk ákveðið svar. Vér getum líka verið vissir um að Guð gjörir það fullkomlega skýrt fyrir okkur hvað hann vill vér gjörum, ef vér í einlægni og alvöru óskum eftir að gjöra vilja hans. Ég hef eigin reynslu fyrir þessu. —S. J. Einhuga með Kristi Kristinn maður á að lifa í fullkominni. skilyrðislausri hlýðni við Guð. Hann fylg- ir ekki sínum eigin óskum eða tilhneig- ingum. Hann gengur á lífsins vegi. Guðs orð og andi leiðir hann í öllu, sem hann tekur sér fyrir hendur. Jesús bendir á tvo mismunandi vegi og hvert þeir leiða. „Gangið inn um þrönga hliðið, því að vítt er hliðið og breiður vegurinn, sem liggur til glötunar- innar, og margir eru þeir, sem ganga inn um það, því að þröngt er hliðið og mjór vegurinn, er liggur til lífsins, og fáir eru þeir, sem finna hann.“ Matt. 7:13.—14. Jesús tekur það skýrt fram, að þeir séu ekki allir á hinum mjóa vegi, er til lífsins leiðir, sem þó játa trú á Krist. „Ekki mun hver sá, er við mig segir: Herra, herra, ganga inn í himnaríki, heldur sá, er gjörir vilja föður míns, sem er á himnum. Margir munu segja við mig á þeim degi: Herra, herra, höfum vér ekki spáð með þínu nafni, og höfum vér ekki rekið út illa anda með þínu nafni, og höfum vér ekki gjört mörg kraftaverk með þínu nafni? Og þá mun ég segja þeim afdráttarlaust: Aldrei þekti ég yður, farið frá mér, þér, sem fremjið lögmálsbrot.“ Matt. 7:21.—23. Það er ekki nóg að kannast við Jesúm með vörunum og kalla hann herra eða þó gjörð séu undraverk í hans nafni. Að- gönguskilyrði inn í Guðs ríki er að gjöra Föðursins vilja. Hversu alvarlega ættum vér því að rannsaka vort eigið líferni og spyrja oss sjálfa: „Gjöri ég vilja míns himneska föður ætíð og í öllum greinum?“ Jesús leggur áherzlu á þetta með dæmi- sögunni um mennina, sem bygðu á mis- munandi grundvelli. „Hver sem því heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, honum má líkja við hygginn mann, sem bygði hús sitt á bjargi; og steypiregn kom ofan, og beljandi lækir komu, og stormar blésu og skullu á því húsi, en það féll ekki því það var grundvallað á bjargi. Og hverjum sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, honum má líkja við heimskan mann, er bygði hús sitt á sandi, og steypi- regn kom, og beljandi lækir komu, og stormar blésu og buldu á því húsi, og það

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.