Stjarnan - 01.06.1955, Side 7

Stjarnan - 01.06.1955, Side 7
STJARNAN 47 lögmáli Guðs. Þeir eru það hvort sem vér sjáum þá eða ekki. Eigum vér ekki með einlægni og alvöru að biðja með sálma- skáldinu: „Ljúk upp augum mínum, að ég megi skoða dásemdirnar í lömáli þínu“. Hvað það mun kosta er sem ekkert í samanburði við fegurðina sem opinberast fyrir oss og umbun réttlætisins, ef vér hlýðum boðorðum hans. —NICHOLAS ROCHEMONT -----------☆------------ Starf Sjöunda dags Aðventista Meðlimatala þeirra nú út um heiminn er 924,822. Sjúkrahús, skólar, prentsmiðj- ur, forlagshús og heilsuhæli í 197 löndum eru 550. Safnaðarmeðlimir í Norður-Ameríku gáfu að meðaltali 174,70 dollara til starfs- ins heima og erlendis. Yfir tvær miljónir, menn, konur og börn, fengu læknishjálp á 181 sjúkrahúsi víðs vegar um heiminn. Læknar, hjúkrunarkonur, trúboðar og kennarar, útlendir og innlendir, sem vinna fyrir kaupi hjá Sjöunda dags Að- ventistum annars staðar en í Norður- Ameríku eru að tölu 24,374. Yfir þrjár og hálf miljón stykki af íveru- fatnaði og rúmfötum, og yfir ein og hálf miljón körfur af matvælum var gefið hin- um þurfandi. ☆ ☆ ☆ 1600 dollara þarf til að kaupa Auto eða lítinn flutningsvagn fyrir starfið í fjall- bygðum Boliviu. 135 dollarar nægja til að mæta þörfum sjúklinga og starfsmanna við Ngoma sjúkrahúsið í Belgían Congo fyrir einn dag. 112 dollarar nægja til að byggja 12 íveru- kofa fyrir holdsveika í Malamulo, þar sem þeir geta dvalið meðan Verið er að lækna þá. 67.20 dollarar borga kostnaðinn við að kenna innfæddri stúlku hjúkrun í 18 mánuði á Zaudita hjúkrunarskólanum í Ethiopiu. 11.20 dollarar nægja til að kaupa meðul fyrir eina lækningatilraun handa einum holdsveikum sjúklingi á hálendi Nýju- Guineu. 52 cent borga fyrir gallón af gasolíni á Gold Coast trúboðsstöðinni. Trúboðssvæðið í Belgían Congo tekur yfir 900,000 ferhyrnings-mílur. 46,700 manns fengu hjálp þar á sjúkrahúsinu og' í holdsveikra nýlendunni, en þeir eru margfalt fleiri meðal hinna 14 miljón íbúa, sem þurfa hjálp en geta ekki fengið hana vegna skorts á fé og útbúnaði. ☆ ☆ ☆ Þessar skýrslur eru fyrir árið 1953 vegna þess að þetta kom á prent áður en allar skýrslur voru komnar inn fyrir árið 1954. Hversu þakklát vér ættum að vera sem búum í Norður-Ameríku. Hér er nokkurs konar Paradís í samanburði við mörg önnur lönd í heiminum. —S. J. -----------☆------------ Leiðarljósið Hvað hefðir þú gjört, ef þú hefðir keyrt flutningsvagninn þann morgun á hæðum Pennsylvania-ríkis? 1 vagninum voru 40 ungar stúlkur á leið til skólans. Þegar keyrslumaðurinn var að keyra niður hæð eina fann hann sér til skelfingar, að hann gat ekki stöðvað vagninn. Nú nálgaðist hann næsta viðkomustað, þar sem mörg börn biðu þess að komast á vagninn. Hann blés ákaft til þess að börnin vissu, að hann réð ekkert við vagninn. Þau þutu öll í burt nema ein stúlka, sem virtist frá sér af hræðslu. Keyrslumaðurinn varð nú á augnabliki að ráða með sér, hvort hann ætti að eiga á hættu að hitta stúlkuna eða stýra vagninum til að steypast yfir bakkann. Hann réð af að vernda barna- hópinn í vagnirium. Fáir meðal vor þurfa að ákveða sig með svo alvarlegt atvik, en margir verða að taka ákvörðun sína þegar þeir gjarnan vildu komast hjá því. Lífið ber með sér kringumstæður, þar sem vér stöðugt verð- um að taka ákvörðun vora, og vér vitum aldrei hve mikilvægar afleiðingar geta orðið af vali voru bæði fyrir sjálfa oss og aðra. Skynsamt ungt fólk, sem les Biblíuna, biður til Guðs og óskar eftir að gjöra hans vilja, fær skilning á mismuninum á réttu og röngu. Líferni Krists, lögmál Guðs, 10 boðorðin og Biblían í heild sinni er áreið- anlegur leiðarvísir fyrir vegfarandann á hinum m|óa vegi, sem liggur til vors him-

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.