Stjarnan - 01.11.1956, Qupperneq 1
STJARNAN
NÓVEMBER, 1956 LUNDAR, MANITOBA
Ótæmandi uppspretta sannrar hamingju
I. E. Allenby, yfirforingi brezka hersins
í Austurlöndum, var að leggja fram fyrir
undirforingja sína hvernig bezt væri að
ráðast á þorpið Michmash, sem var í hönd-
um Tyrkja. Þetta var 13. febrúar 1918, áður
en fyrra heimssríðinu var lokið. Einn af
undirforingjum hans fór að rifja upp með
sér að hann hefði fyr heyrt nafnið á þessu
þorpi, en hann mundi ekki hvar, eða nær.
.Hann gat ekki sofnað og hélt áfram að
hugsa um þetta. Alt í einu datt honum í
hug að þetta væri pláss talað um í
Biblíunni.
Brátt fann hann greinar þar sem þorpið
er nefnt í 1. Sam. 13. og 14. kapítula. Hann
flýtti sér nú til yfirforingjans, vakti hann
og benti honum á bardaga, sem þar hafði
átt sér stað þrjú þúsund árurri áður.
Biblían segir að Jónatan og skjaldsveinn
hans hafi klifrað upp milli tveggja kletta,
Boles og Sene, og hefðu sigrað her
Filistea.
Yfirforinginn hélt það væri þess vert
að rannsaka, og sendi menn til að kanna
plássið. Þeir fundu klettana og önnur
landamerki og sögðu frá. Nú rannsökuðu
foringjarnir nákvæmlega frásögn Biblí-
unnar og breyttu áformi sínu hvernig að
ráðast á þorpið. Næsta morgun sendu þeir
fáeina brezka hermenn sömu leið og
Jónatan hafði farið. Þeir komu Tyrkjum á
óvart og 'gekk létt að reka þá í burtu.
Þetta er að líkindum í eina skiptið í
mannkynssögunni þar sem nákvæmlega
var farið eftir stríðsaðferð Biblíunnar til
að ná sigri á verulegum bardagavelli. Ég
veit það ekki. En hitt er víst, að fylgja
Biblíunni hefir veitt mönnum kraft til að
lifa sigursælu lífi og njóta innri friðar á
erfiðleikatímum, styrk til að standa móti
freistingum, örugga von fyrir ókomna tím-
ann og miklu meira fyrir miljónir manna.
Eilífðin ein getur leitt í ljós, hversu oft
Biblían hefir veitt mönnum sigur yfir
synd og freistingum.
Ég hef svo árum skiptir safnað vitnis-
burðum merkra manna og kvenna út um
heiminn viðvíkjandi skoðun þeirra á Biblí-
unni. Þar á meðal Georg Washington,
Thomas Jefferson, Abraham Lincoln,
Theodore Roosevelt, Franklin Roosevelt,
Daniel Webster, Sir Isak Newton, Victoría
drotning, Martin Luther, John Wesley og
fjölda annara. En nú, í stað þess að bera
fram þeirra vitnisburð, ætla ég að segja
frá hvers vegna ég les Biblíuna, og hvaða
gagn ég hef af því.
Fyrst og fremst finn ég, að það er kraft-
ur í orðum bókarinnar. Hún veitir mér
kraft og hugrekki til að framkvæma það,
sem ég annars hefði ekki getað gjört.
Sumir textar styrkja trú mína, t. d.: „Alt
vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið
þess vegna og kennið.“ „Fafnaðarerindi
Krists er kraftur Guðs til sáluhjálpar.“
■ „Alt megna ég fyrir Krist, sem mig styrkan
gjörir.“ „Honum sem megnar að gjöra
langt fram yfir alt sem vér biðjum c.3a
skynjum, eftir þeim krafti sem í oss
verkar.“
Nýlega ferðaðist ég til að heimsækja
fjölskyldu, sem hafði tekið Biblíu-lexíur
með pósti, og hafði nú óskað eftir að ein-
hver kæmi í heimsókn. Fyrst varð ég að
ferðast alla nóttina á hlöðnu litlu skipi.
Það var svo fult af pokum, kössum og
skepnum og farþegum, að varla var pláss
til að setjast niður, því síður til að leggjast
út af. Eftir svefnlausa nótt og erfiðan dag
komum vér loks að litlu þorpi á sjávar-