Stjarnan - 01.11.1956, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.11.1956, Blaðsíða 2
82 STJARNAN ströndinni klukkan 4 um eftirmiðdaginn, þar sem ég vænti að finna þetta fólk. Mér til mestu hugraunar frétti ég nú að fólk þetta hefði flutt 7 kílómetra inn í landið, og að það tæki að minsta kosti tvo og hálfan klukkutíma að vaða gegnum mýr- lendi og lítt færa vegi til að'komast þangað. Hitabeltisrigningar höfðu gjört þessa götu að forarsvæði, annars var hún venjulega farin á hestum. Þetta var alt annað en hughreystandi. Hér við bættist að sólsetur yrði eftir einn og hálfan klukkutíma. Ég var freistaður til að snúa við ofan að bátn- um og hætta við heimsóknina. En þá datt mér í hug Biblíuversið: „Hver á meðal yðár, sem hefði hundrað ^auði og týndi einum þeirra, mundi hann ekki skilja eftir þá 99 og fara út á eyðimörkina til að leita þess, sem tapað var þar til hann fyndi það?“ Þessi texti réð úrslitunum fyrir mig. Ég tók af mér skóna og óð í gegn um bleytuna, sumstaðar voru pollarnir upp fyrir hné, með sand og þyrna inn á milli. Seinasta klukkutímann notaði ég vasaljós og öslaði gegn um bleytuna í tunglskininu, komst loks áfram og fann fólkið, sem ég var að leita uppi. Ég fékk ríkuleg verðlaun fyrir ómakið, því ég fann ekki einn heldur fimm sem óskuðu eftir að finna hinn góða hirðir og tilheyra hjörð hans. Það er sönn fegurð í Biblíunni. Hilaire Belloc sagði einu sinni að hvaða rithöf- undur sem væri mundi fúslega gefa sitt hægra auga til að geta ritað annað eins og þetta: „Þótt ég tæki vængi morgunroðans og byggi við hið yzta haf, jafnvel þar mundi þín hönd leiða mig og þín hægri hönd halda mér föstum.“ Sálm. 139:9.—10,- Hvaða skáld mundi ekki óska að geta skrifað eins og Jesajas: „Já, með gleði skuluð þér út fara og í friði leiddir verða, fjöll og hálsar skulu upphefja fagnaðar- söng yfir yður og öll skógartrén klappa lof í lófa. í stað þyrna skal fura upp vaxa, í stað þyrna myrtuviður.“ Hefir þú nokkurn tíma staðið við krystalskæran foss, sem kom niður af fjalli, er minti þig á sönginn: „Áin mun samt og hennar rennur gleðja Guðs stað, hinn heilaga bústað hins hæsta.“ Hefir þú staðið þar sem þú gast alt umhverfis séð, himinhá fjöll er mintu þig á að: „Þú Drottinn varst vort athvarf frá kyni til kyns. Áður en fjöllin fæddust og þú til- bjóst jörðina og heiminn, já, frá eilífð til eilífðar ert þú Guð.“ Biblían veitir mér líka innri frið. Hver einasti maður sem trúir Biblíunni finnur frið og hugrekki í þessum dýrmætu lof- orðum: „Frið' læt ég eftir hjá yður, minn frið gef ég yður, ekki eins og heimurinn gefur gef ég yður. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist." Jóh. 14:27. „Þá mun frið- ur Guðs sem er æðri öllum skilningi halda yðar hjörtum og hugsunum stöðuglega við Jesúm Krist.“ Fil. 4:7. Einn af uppáhalds textum mínum er Jes. 40:15. „Sjá, þjóðirnar fyrir honum eru sem dropi í vatnsskjólunni og sem gróm á metaskálinni. Sjá, hann sveipar burtu fjarlægum landsálfum eins og ryki.“ Það er gott að vita, að bak við þjóðirnar er leiðandi hönd, miklú sterkari en nokkur þeirra eða þær allar samanlagðar. Ekkert getur komið fyrir þjóðir né einstaklinga nema hann leyfi það. Þetta leiðir oss til að taka undir með Davíð og segja: „Því hræðumst vér ekkert þó jörðin fari úr lagi og fjöllin flytjist mitt út í hafið.“ Biblían hefir boðskap fyrir oss alla. Þau vers, sem hjálpa mér mest eru ekki ef til vill þau, sem þú þarfnast mest. Það er hrífandi að rannsaka Biblíuna og finna það, sem bezt mætir vorri eigin þörf. Vér getum líkt Biblíunni við námu. Þú leitar að gulli í henni, svo fer þú yfir það sama aftur og finnur enn dýrmætan fjársjóð. Ég er á sama máli og Abraham Lincoln, er hann sagði: „Biblían er sú bezta gjöf, sem Guð hefir veitt mönnunum. í henni hef ég fundið kraft, fegurð, frið og von, og góðan leiðarvísir fyrir hversdagslífið.“ í nærri 25 ár, síðan ég fyrst var fær um að lesa, hef ég leitað uppi hina fólgnu fjár- sjóði Biblíunnar. En ég er viss um að það er margfalt meira að finna. Vilt þú ekki leita að þessum fólgnu fjársjóðum með mér? —RICHARD H. UTT ------------------------- Tuttugu og tvær miljónir amerískra heimila nota náttúrlegt gas, auk þess eru tvær miljónir iðnaðarhúsa sem nota náttúrlegt gas, og helmingurinn af öllu þessu gasi er framleiddur í Texas-ríkinu.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.