Stjarnan - 01.11.1956, Side 5
STJARNAN
85
einn vindlinginn upp að munni sér, en
alt í einu féll hendin niður og hann blóð-
roðnaði.
„Fyrirgefðu mér,“ bað hann og faldi
vindlinginn. „Þetta er eitt af því, sem ég
hef byrjað á og verð að leggja niður, ef
ég á nokkurn tíma að verða maður. Ég
skal segja þér, Mrs. Grant, ungur maður
ætti fyrir fram að fullvissa sig um að
það sem hann hefir í hyggju sé þess vert
að byrja það og halda því áfram.“
Endir sögunnar er sá, að ungi maðurinn
-fann trúa vini á þessu heimili þar sem
hann fyrst bað um vinnu. Hann var
hvattur til að hjálpa sér sjálfur, koma
fram sem sannur maður og byrja aðeins á
því, sem vert var að halda áfram með.
Þennan sama dag .kastaði hann burtu
vindlingunum og tötralegu fötunum, sem
hann hafði notað á flækingi sínum.
Hann hafði langa leið að fara, en hann
gafst ekki upp. Hvílíkur fagnaðarfundur
það var þegar hann kom heim aftur. Ást-
vinir hans vissu ekki hve langt hann hefði
vilst af þeim vegi sannleika og réttlætis,
sem honum var kenndur á æskuárunum.
Síðastliðinn vetur var hann á College,
hafði unnið sér inn skólagjaldið sjálfur
sumarið áður. Þetta sumar er hann úti
aftur að selja bækur og væntir að fara
aftur á skólann næsta september. Hann
segir: „Að afla mér mentunar er nokkuð,
sem ég hef byrjað og er þess vert að halda
áfram þar til takmarkinu er náð. En því
er nú í rauninni aldrei lokið, því maður
getur aflað sér þekkingar og tekið fram-
förum svo lengi sem maður lifir.“
Vinur minn, er það sem þú tekur þér
fyrir þess vert að keppa við það? Verður
það þér og ástvinum þínum til gagns og
ánægju? Ákveður þú í flýti hvað þú skulir
gjöra, eða athugar þú rólega með sjálfum
þér hver verði áhrifin og afleiðingarnar?
Orsök og afleiðing fylgja hver annari,
ekki verður hjá því komist. Sérhvert orð
og verk ber ávöxt, hvort sem oss geðjast
það eða ekki. Ungi maðurinn, sem vér
þegar höfum lesið um, reykti svo mikið
þessi ár, sem hann var á flækingi, að hann
veikti hjarta sitt, sem áður var ekki hið
hraustasta. Nú verður hann að gæta sín
við of mikilli áreynslu því hann veit að
ofraun eða ógæzla einu sinni gæti orðið
til þess að hann alveg misti heilsuna. Það
sem hann þráir mest þegar námi er lokið er
að verða útlendur trúboði. En hann verður
að kjósa léttari stöðu og bera sinn kross.
Hugsaðu um hvað þú vilt gjöra í dag og
hvaða áhrif það hefir á framtíð þína.
y —L. E. C.
-----------☆------------
Hver er mismunurinn?
Einn morgun þegar ég opnaði skólabók-
ina mína sá ég að móðir mín hafði límt
miða á fremstu blaðsíðuna með þessum
orðum : „Dauður er ég ekki, Sir Andrew
hrópa vann, særður get ég verið, en ekki
drepinn. Ég legst niður, það blæðir um
stund. Svo stend ég upp og fer að berjast
aftur.“
Þessar línur hafa oft hjálpað mér gegn
um erfiðleikana.
Heimsins börn gjöra það sem rangt er,
en Guðs börn falla fyrir freistingu og gjöra
hið sama. Hver er mismunurinn? Annar
syndgar og kærir sig hvergi, hann hefir
enga samvizku af því. Hinn vill gjöra það
sem rétt er, en er veikur fyrir og stenst
ekki freistinguna.
Gistihúsið stendur við fjallsræturnar.
Snjóþakin brött hæð stendur að baki þess.
Þú sér smáa dökka díla á hreyfingu upp í
nær því þverhnýptri hæðinni. Það eru
menn og konur, sem byrjuðu að klifrast
upp fyrir fjórum til fimm klukkustundum
síðan í von um að geta klifrast alla leið upp
á fjallsbrúnina.
Vér skulum nú horfa gegn um sjónauk-
ann hvernig þeim gengur áfram. Þú spyr
hvað þetta sé sem þeir draga á milli sín.
Það eru kaðlar, sem þeir hafa með sér til
vara ef einhver skyldi sleppa úr spori.
Líttu á manninn 1 miðjum hónpum.
Hann hefir mist fótanna. Ætli hann deyi?
Nei, vinir hans hafa gott hald á honum,
hann dinglar í lausu lofti. Nú hafa þeir
dregið hann upp og hann er úr allri hættu.
Ég þekti ungan mann, sem hélt að hann
væri svo góður að klifrast, að hann gæti
farið einsamall. Hann fór, en hrapaði. Svo
lá hann tvo sólarhringa meðvitundarlaus í
snjónum. Þegar hann fanst var hann nær
því gegnfrosinn. Það leið heil vika áður