Mosfellingur - 13.09.2002, Síða 2
Karl Tómasson
Agœti lesandi nú hefur
hafið göngu sína nýtt
bœjarblað í Mosfells-
bœ. Bœjarblaðið, sem
ber nafnið Mosfell-
ingur, er gefið út og er
í ábyrgð undirritaðs í
samvinnu við gottfólk
úr pólitísku flokkunum
þremur í Mosfellsbœ
sem skipa ritnefnd
blaðsins þ.e.a.s B-
lista, D-lista og G-
lista. Astceða þess að
ritnefnd blaðsins er
skipuð fólki úr póli-
tísku flokkunum er til
að gœta fyllsta hlut-
leysis í fréttaflutningi
blaðsins á málefnum
bœjarfélagsins.
Blaðið er öllum opið
og hafi menn áhuga á
að senda til blaðsins
greinar er bent á net-
fangið
. Allar að-
sendar greinar þurfa
að vera undirritaðar
af höfundi.
Talsverðs þrýstings
hefur gœtt meðal fyrir-
tœkja og íbúa bœjar-
ins að fá eitt öflugt
frjálst og óháð bœjar-
blað með reglulega
útgáfu. Það er von mín
að þetta blað uppfylli
þœr óskir og falli í
góðan jarðveg.
Mosfellingur á að
koma út annan hvern
fimmtudag og verður
dreift inn á hvert
heimili og fyrirtœki í
Mosfellsbœ.
Blaðið verður til
húsa að Þverholti 2 í
Kjarna. sími: 897-7664.
Karl Tómasson
ritstjóri.
MGSFELLSBÆ
Lvcrhoiti 9 Sími: S6 6-S2S3
Heiiuasida: www.simiiet.is/fkm
Opid: Mán-fös I’rá 10-18
2
Þann 5. október n.k. fer að
stað landssöfnun á vegum
Rauða kross Islands sem ber
yfirskriftina „Gengið til
góðs”. Þá verður m.a. gengið
í öll hús í Kjósarsýslu og
óskað eftir fjárframlögum til
styrktar bágstöddum í suður-
hluta Afríku.
Kjósarsýsludeildin kemur til
með að óska eftir sjálfboða-
liðum hér í bæ í það verkefni
og skorar á saumaklúbba,
gönguhópa og alla þá sem
vettlingi geta valdið til að
taka þátt í söfnuninni.
A vordögum eignaðist
Kjósarsýsludeild Rauða kross
Islands 50 fm. húsnæði að
Urðarholti 4. Fram að þeim tíma hafði deildin enga fasta aðstöðu og fóru því fundir
og allt starf fram á hinum ýmsu stöðum í sveitinni. Þessa dagana vinnur fjöldi fólks
í sjálfboðavinnu við að standsetja húsnæðið svo það nýtist deildinni sem best.
Mikið og gott starf hefur verið unnið á vegum Kjósarsýsludeildarinnar sem ber
ekki oft mikið á. I sumar var haldið velheppnað námskeið sem bar yfirskriftina
„Mannúð og menning”. Námskeiðið sóttu 19 börn á aldrinum 9-12 ára sem fór
fram hér í Mosfellsbæ og víðar. Vegna góðrar þátttöku verður námskeiðið endur-
tekið að ári ásamt framhaldsnámskeiði fyrir eldri börn.
Að lokum er rétt að geta þess að öllum er velkomið að ganga í deildina.
Gengið til góðs
Hvert sem vegtrnir vtsa f ®rí j>ó
gott órval if: <>amloKum, nammi,
saáKki, ftýjar og gimláLr
S vUeóspólur, ísKilt gos og
góð&n grillmat,
agiga ferrv