Fréttablaðið - 18.02.2019, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.02.2019, Blaðsíða 8
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Þetta er æska sem ætlar sér ekki að þegja meðan hinir fullorðnu eyða jörðinni. Og nú hafa þau í VG afhent Jóni Gunnarssyni dagskrár- valdið í umhverfis- málum á Alþingi. Varmadælur & loftkæling Verð frá aðeins kr. 145.000 m.vsk Midea KMB-E09 Max 3,4 kW 2,65 kW við -7° úti og 20° inni hita (COP 2,85) f. íbúð ca 40m2. • Kyndir húsið á veturna og kælir á sumrin • Fyrir norðlægar slóðir • Fjarstýring fylgir • Virkar niður í -30°C Uppsetningaaðilar og umboðsmenn um allt land Wifi búnaður fylgir með öllum varmadælum meðan birgðir endast Umhverfisvænn kælimiðill Kæruleysi háir mjög hinu ófullkomna mannkyni sem hefur ýmislegt á sam-viskunni og er iðulega sjálfu sér verst. Nú horfist mannkynið í augu við eina af sínum stærri syndum sem er hin kæru-leysislega umgengni þess um jörðina. Það er eins og mannkynið hafi gert ráð fyrir að engu skipti hvernig það hagaði sér, það gætið mengað að vild og gengið endalaust á auðlindir því náttúran myndi sjá um sig og endurnýjast sjálfkrafa. Afleiðingar af skeytingarleysi mannsins gagnvart umhverfi sínu blasa við hverju því mannsbarni sem horfast vill í augu við staðreyndir. Loftslagsbreytingar af mannavöldum valda náttúruhamförum með tilheyrandi mannfalli og fækkun dýra- og plöntuteg- unda. Ljóst er að mannkynið er á vegferð sem hæglega getur leitt það í glötun. Lítið er aðhafst enda eru ráða- menn heims flestir með hugann við allt aðra hluti. Það er samt ekki eins og öllum standi á sama. Merkileg hreyfing er risin upp víða um Evrópu. Æskan er mætt til leiks og harðneitar að ganga þann veg tor- tímingar sem blasir við verði ekkert aðhafst í lofts- lagsmálum. Börn og unglingar í Belgíu, Frakklandi, Svíþjóð, Þýskalandi, Bretlandi og víðar streyma út á torg og stræti með mótmælaspjöld og krefjast þess að ráðamenn heims grípi til aðgerða. Ungmennin sjá fyrirmynd í sextán ára sænskri stúlku Gretu Thun- berg sem er óþreytandi við að segja leiðtogum heims til syndanna vegna sinnuleysis þeirra í umhverfis- málum. Áhugaleysi kjörinna fulltrúa á framtaki ungmenn- anna endurspeglaðist vel í skilaboðum talsmanns breska forsætisráðuneytisins til þeirra hundrað þús- und skólabarna sem skrópuðu í skólanum og fór út á torg til að minna á ógnirnar sem blasa við vegna lofts- lagsbreytinga. Skilaboð forsætisráðuneytisins voru þau að skróp sé ekki til fyrirmyndar, það riðli mikil- vægu skólastarfi og kastað sé á glæ kennslustundum sem kennarar hafi undirbúið vandlega. Við þetta bættust setningar um að nemendur ættu að halda sig í skólastofum og mennta sig svo þeir gætu í framtíðinni orðið vísindamenn og liðsmenn í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ungir nem- endur eiga sem sagt að sitja stilltir og hlýðnir á skóla- bekk og læra það sem þeim er sett fyrir. Þeir eiga ekki að hafa sérstakar skoðanir á vandamálum heims, hvað þá að sýna frumkvæði með því að krefjast aðgerða. Þeir skulu bíða þar til þeir fá kosningarétt, fyrr sé ekki hægt að taka mark á þeim. Þeir fullorðnu eiga að sjá um að leysa erfið verkefni sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir, þar á meðal hætturnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga. Verkefni sem hinir fullorðnu hafa þó engan veginn staðið sig í. Æskan sem streymir út á torgin veit að lítill tími er til stefnu. Hún hefur ekki tíma til að bíða eftir því að verða fullorðin og fá kosningarétt. Hennar tími er núna. Hún lætur heyra í sér vegna þess að hún vill eiga framtíð. Þetta er æska sem ætlar sér ekki að þegja meðan hinir fullorðnu eyða jörðinni. Megi hún hafa sem allra hæst! Ákall æskunnar Stundum er talað um það hversu ólíkir f lokkar Sjálfstæðisf lokkur og VG séu. Það má vissu-lega til sanns vegar færa, þótt við hin eigum stundum erfitt með að koma auga á muninn, til dæmis varðandi auðlindagjald. Munurinn er meðal annars þessi: Sjálfstæðis- menn myndu aldrei samþykkja að Andri Snær Magnason yrði forstjóri Landsvirkjunar en þing- menn og ráðherrar VG láta sér vel líka að Jón Gunn- arsson skuli orðinn að formanni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Rétt eins og Andri Snær er nokkurs konar per- sónugervingur umhverfisverndarsinna á Íslandi er Jón Gunnarsson í hugum margra eindregnasti stóriðjusinni landsins, svarinn andstæðingur umhverfisverndarsjónarmiða gegnum tíðina. Hann hefur um árabil verið ódeigur að stíga fram fyrir skjöldu og berjast fyrir því sem hann kallar „nýtingarstefnu“. Hann er lítill talsmaður ósnort- innar náttúru en þeim mun hrifnari af „snortinni“ náttúru, manngerðum stöðum í náttúrunni; talar til dæmis í blaðagrein frá árinu 2008 um Bláa lónið og Kárahnjúkavirkjun sem helstu náttúruperlur landsins – nefnir reyndar Hellisheiði í þingræðu árið 2009 í þessu samhengi líka, sem vinsælan ferðamannastað, þó ekki verði sjálfsagt margir til að deila aðdáun hans á röraferlíkjunum þar. Árið 2011 stakk Jón upp á því að leggja niður umhverfis- ráðuneytið og hafa um málefni þess deildir í „atvinnuvegaráðuneytunum“. Hann hefur ítrekað viljað breyta rammaáætlun. Hvalveiðar eru honum beinlínis hjartans mál. Formenn fastanefnda Alþingis geta haft mikil völd og eins og áformin um vegaskatta sýna er Jón seigur að koma hugðarefnum sínum á dagskrá. Og nú hafa þau í VG af hent Jóni Gunnarssyni dagskrár- valdið í umhverfismálum á Alþingi. Dagskrárvald í umhverfismálum Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur. Úrbeinaður helgistaður Vinir Víkurgarðs hljóta að hafa varpað öndinni léttar þegar Lilja Alfreðsdóttir lýsti því yfir í Silfrinu í gær að í hennar huga væri garðurinn einn helgasti staður landsins. Sagnfrótt fólk klóraði sér hins vegar í hausnum á Facebook í yfir þessari meintu helgi. Illugi Jökulsson sagðist hvorki skilja upp né niður í helgi leifa kirkjugarðsins þar sem engin bein eru lengur. „Hvað er heilagt á þessum stað? Malbikið? Gangstéttarhellurnar? Eða hug- myndin?“ spurði hann og bætti við að vel mætti reyna að koma í veg fyrir hótelbyggingu þarna en allt tal um helgi staðarins væri „bæði óskiljanlegt og rangt“. Snobbað niður á við Ragnhildur Sverrisdóttir lýsti sig 100% sammála Illuga og hefur aldrei eftir tæplega 60 ára búsetu í borginni „orðið vör við að ein- hver teldi minnstu helgi hvíla yfir þessum stað.“ Egill Helga- son, sem einmitt ræddi málið við ráðherrann í þætti sínum, skildi þetta heldur ekki alveg, hafandi „þó búið á svæðinu alla tíð“. Hann vill þó að þess verði gætt að hótelið verði ekki „einhver skelfing“. Hagfræðingurinn Guð- mundur Ólafsson kemur síðan á skjön í umræðuna, eins og hans er von og vísa, og skýtur á sjálf- skipaða fornleifafræðingana: „Snobbhænur snobba á móti snobbhóteli.“ thorarinn@frettabladid.is 1 8 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 1 8 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 5 7 -F 3 A 0 2 2 5 7 -F 2 6 4 2 2 5 7 -F 1 2 8 2 2 5 7 -E F E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.