Fréttablaðið - 18.02.2019, Side 40

Fréttablaðið - 18.02.2019, Side 40
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Inga Svanþórsdóttir lést sunnudaginn 3. febrúar á Landspítalanum við Hringbraut. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Anna Sigríður Markúsdóttir Trausti Þór Guðmundsson Inga Karen Traustadóttir Laurent Donceel Sara Dögg Traustadóttir Trausti Hrafn, Karitas Embla, Baltasar Birkir og Ísak Styrmir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Halldór Sverrir Arason lést mánudaginn 11. febrúar á Hrafnistu Reykjavík. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. febrúar kl. 15. Ragnheiður Halldórsdóttir Magnús Emil Bech Ari Halldórsson Björn Alexandersson Jóhann Reynir Halldórsson Hilda Julnes Kristinn Þórður Halldórsson Katrín Elly Björnsdóttir Helga Halldórsdóttir Brjánn Birgisson og fjölskyldur. Ég er búin að vera með þetta síðan við maðurinn minn key ptum rek stur inn af pabba fyrir 30 árum. En ég verð 75 ára á árinu og ætli þetta sé ekki bara komið gott,“ segir Hrefna Smith, eigandi A. Smith þvottahúss í Bergstaðastræti, sem hefur nú ákveðið að selja fyrirtækið sem verið hefur í eigu fjölskyldunnar frá því að pabbi hennar stofnaði það árið 1946. Áður en Hrefna og Hilmar Heiðdal, eiginmaður hennar, eignuðust þvotta- húsið vann hún við hárgreiðslu í 30 ár. Hilmar hóf störf í þvottahúsinu 1969 en hann lést árið 2001 sextugur að aldri. „Ég hef rekið þetta síðan þá og annar sona minna með mér lengst af.“ Hrefna sér enn um bókhald og reikn- ingagerð en hætti að standa við vélarn- ar og sinna daglegum störfum fyrir um tveimur árum. „Ég var líka alltaf í afgreiðslunni seinni partinn þannig að ég hitti alltaf kúnnana og gat spjallað við þá. Það hefur enginn vont af því að vinna og ég held að þetta hafi haldið mér ungri.“ Hún segist vonast til að réttur kaup- andi finnist en á meðan sé reksturinn í traustum höndum sonar hennar og Báru verkstjóra. Það sé góður grund- völlur fyrir rekstrinum þar sem fjöldi hótela og gistiheimila sé í nágrenninu en þessir aðilar eru stór kúnnahópur þvottahússins. „Það hafa orðið miklar breytingar á síðustu árum vegna ferðamannanna. Nú ertu með veltu allt árið en hér áður fyrr var langmesta veltan á sumrin. Það hefur alltaf verið nóg að gera en áður þurfti ég alltaf að vera með mikið af sumarfólki í vinnu en nú er þetta jafnt allt árið.“ Í þvottahúsið kemur líka stór hópur einstaklinga til að láta þvo sængurföt. „Hingað er að koma þriðja kynslóð sem hefur alist upp við það að sofa með straujuð sængurföt.“ Hrefna segist ekki kvíða því að láta af störfum og segist hafa nóg fyrir stafni. „Ég spila bæði brids og golf. Svo er ég virk í kvenfélaginu Hringnum.“ Árið 1974 keypti Hrefna land rétt fyrir utan borgina þar sem hún er með trjá- rækt. „Það var mikið hlegið að mér fyrir þetta. Fólk spurði af hverju ég hefði ekki frekar keypt land í Grímsnesi en þetta þýðir að ég hef getað farið þangað eftir vinnu. Ég bý þarna til dæmis alveg á sumrin.“ Eins og áður segir var það pabbi Hrefnu, Adolf Jakob Smith, sem stofn- aði þvottahúsið fyrir rúmum 70 árum. „Þetta byrjaði í gömlu timburhúsi en pabbi byggði svo hús við hliðina á því og hefur þvottahúsið verið þar síðan.“ Afi og amma Hrefnu voru innflytjend- ur en þau fluttu til landsins frá Noregi í kringum aldamótin 1900. Afkomendur þeirra á Íslandi eru meira en 200 talsins en Hrefna segir að öll börn þeirra hafi spjarað sig mjög vel. „Þau voru eiginlega eina fjölskyldan sem kom hingað til Íslands með börn á þessum tíma þegar aðrir voru að flytja til Ameríku. Ég talaði við þau í Vestur- farasetrinu á Hofsósi og þau höfðu ekki heyrt um aðrar fjölskyldur sem fluttu til landsins á þessum árum,“ segir Hrefna að lokum og kveður því hún vilji nota góða veðrið og drífa sig upp í bústað. Vinnan hélt henni ungri Hrefna Smith, eigandi A. Smith þvottahúss í miðbænum, ætlar að selja fyrirtækið sem hefur verið í eigu fjölskyldunnar frá 1946. Hrefna segir engan hafa vont af því að vinna. Hrefna hefur staðið marga vaktinu í þvottahúsinu en senn lýkur því tímabili í lífi hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI  Merkisatburðir 1145 Evgeníus þriðji verður páfi. 1229 Friðrik 2. nær völdum í Jerúsalem, Betlehem og Nasaret með vopnahléssamningi við Al-Kamil soldán. 1875 Eldgos í Sveinagjá á Mývatnsöræfum. 1878 Alþýðuskólinn í Flensborg stofnaður í Hafnarfirði. 1885 Snjóflóð fellur á fjórtán íbúðarhús á Seyðisfirði og 24 farast. 1910 Tuttugu farast í snjóflóði á Hnífsdal. 1930 Clyde Tombaugh finnur Plútó. 1934 Sjúkrahús Hvítabandsins í Reykjavík vígt. 1954 Vísindakirkjun stofnuð í Los Angeles. 1959 Vitaskipið Hermóður ferst við Reykjanes með tólf manna áhöfn. 1965 Gambía fær sjálfstæði frá Bretum. 1967 Golfklúbburinn Keilir stofnaður. 2010 WikiLeaks birtir fyrstu gögnin frá Chelsea Manning. Josef Göbbels, áróðursmálaráðherra nasista, hélt Sportpalastræðuna svo- kölluðu í samnefndri íþróttahöll í Berlín á þessum degi árið 1943. Ræðan er ein sú þekktasta sem Göbbels flutti en þar lofaði hann allsherjarstríði við Banda- menn. „Göbbels minntist í ræðu sinni á ófarirnar á austurvígstöðvunum og sér- staklega eyðingu 6. hersins við Stalín- grad. Sóknina á austurvígstöðvunum kvað hann hafa náð hámarki sínu og lofaði Þjóðverjum sókn næsta sumar,“ sagði í frétt Alþýðublaðsins sem birtist degi seinna. Morgunblaðið greindi einnig frá þessari „tveggja tíma hvatningarræðu“ nasistans. „Enginn nasistaleiðtogi hefir fyr brugðið upp jafn svartri mynd af ástandinu í Þýskalandi og ófriðnum, eins og Göbbels gerði,“ sagði í frétt Morgunblaðsins. Og blaðið vitnaði í ræðuna. „Ríkið er í hættu. Við verðum að taka til okkar ráða og það strax […] Nú er tími til að berjast til hins ýtrasta fyrir lífi og með lífi þjóðarinnar. Við berjumst fyrir frelsi okkar og lífi,“ hafði blaðið eftir ráð- herranum. Í ræðunni fór Göbbels fram á að Þjóð- verjar ynnu allt að sextán tíma á sólar- hring fyrir föðurlandið. Þetta dugði ekki til en eins og allir vita töpuðu nasistar stríðinu. Göbbels flúði með konu sinni og börnum í byrgi í Berlín. Eftir að Hitler stytti sér aldur þann 30. apríl varð Göb- bels kanslari. Sú valdatíð var stutt enda styttu Göbbels-hjón sér aldur sömu- leiðis eftir að þau höfði byrlað börnum sínum sex blásýru og drepið. – þea Þ E T TA G E R Ð I S T: 18 . F E B R ÚA R 19 4 3 Eldræða Göbbels í Sportpalast Göbbels er hér á miðri mynd, umkringd- ur Hitler, Göring og Rudolph Hess. NORDICPHOTOS/AFP 1 8 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 1 8 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 5 7 -E 4 D 0 2 2 5 7 -E 3 9 4 2 2 5 7 -E 2 5 8 2 2 5 7 -E 1 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.