Fréttablaðið - 08.02.2019, Side 16

Fréttablaðið - 08.02.2019, Side 16
fullyrða en því er ekki að leyna að starfsmenn þar hafa orðið varir við eitt og annað sem er erfitt að finna haldbærar skýringar á. Ég held því að best væri fyrir fólk að koma sjálft á safnið í kvöld til að komast að hinu sanna,“ segir Guðrún. Spákonur í Kornhúsinu Tvær spákonur verða einnig á kreiki í Árbæjarsafni í kvöld, frá klukkan 19 til 22. „Spákonur þessar sjá lengra en nef þeirra nær og munu spá í spil fyrir gesti í Kornhúsinu. Viðburður- inn er vinsæll og því gætu gestir þurft að bíða í röð eftir að komast að,“ upplýsir Guðrún, en á neðri hæð Kornhússins gefst gestum kost- ur á að kanna sýninguna Hjáverkin sem fjallar um fjölbreytt störf kvenna á árunum 1900 til 1970. Hvort reimt sé í Árbæjarsafni vil ég ekki fullyrða en því er ekki að leyna að starfs- menn þar hafa orðið varir við eitt og annað sem erfitt er að finna haldbærar skýringar á. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is FERMINGARBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Veglegt sérblað Fréttablaðsins um ferminguna kemur út þriðjudaginn 26. febrúar. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Áhugasamir auglýsendur hafi samband við sérblaðadeild Fréttablaðsins Sími 550 5078/ serblod@frettabladid.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði land in . Upplýsingar hjá auglýsingadeil Frétt bl ðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Árbæjarsafn er yndislegur staður og þar líður öllum vel enda er leitun að friðsælli stað,“ segir Guðrún Helga Stefáns- dóttir, kynningar- og markaðsstjóri Borgarsögusafns. Ekki er víst að almennur friður ríki þar í kvöld og dauðir gætu risið. „Á dimmum vetrarkvöldum er mjög draugalegt um að litast á safninu og heyrst hefur að sumir framliðnir íbúar húsanna fari þá á stjá,“ upplýsir Guðrún en á safninu er hátt á þriðja tug gamalla húsa og í þeim bjuggu margar kynslóðir. „Flestir íbúanna voru indælis fólk en á því voru þó undantekningar. Árið 1704 bjuggu til að mynda hjónin Steinunn Guðmundsdóttir og Sæmundur Þórarinsson í Árbæ en þau voru á miðjum aldri. Á móti þeim bjó ungur maður að nafni Sig- urður Arason ásamt móður sinni. Kærleikar munu hafa verið með þeim Sigurði og Steinunni og sagt er að hún hafi eggjað hann til að koma manni sínum fyrir kattarnef. Fór svo að Sigurður banaði Sæmundi kvöld eitt í september við Skötu- foss í Elliðaánum,“ upplýsir Guðrún Helga um ástarglæp sem lifir í minningunni. Upp komust svik um síðir og voru Steinunn og Sigurður fundin sek og dæmd til dauða en dómnum var fullnægt í Kópavogi. „Sigurður var höggvinn en Steinunni drekkt. Fengu þau bæði góða iðran og skildu vel við, segir í Vallaannál. Hvort það sé svo reimt eða ekki í Árbæjarsafni vil ég ekki Draugagangur í Árbæjarsafni Guðrún Helga Stefánsdóttir er kynningar- og markaðsstjóri Borgarsögu- safns. Hún segir draugagöngurn- ar í kvöld taka á taugarnar. MYND/ERNIR Árbæjarsafn tekur á sig kynjamyndir í myrkrinu. Sagt er að liðnir íbúar gangi aftur um nætur í safninu. Að venju býður Árbæjarsafn upp á hrollvekjandi draugagöngur á Safnanótt. Í kvöld verða farnar sex göngur sem fá hárin til að rísa en sumar eru aðeins fyrir fullorðna og þá sem eru sterkir á taugum. „Bábiljur og bögur er yfirskrift viðburðar sem boðið verður upp á í safnhúsinu Lækjargötu. Þar getur fólk unnið við eigið hand- verk, hlustað á sögur, langspil og kveðskap, og tekið þátt í samsöng; allt eftir því hvað hentar hverjum og einum í sannkallaðri baðstofu- stemningu,“ segir Guðrún og að sjálfsögðu verður boðið upp á kaffi og með því. Í safnhúsinu Líkn í Árbæjarsafni er sýningin Veisla í farangrinum sem gestir Safnanætur eru hvattir til að kynna sér. „Sýningin er innlit í ferðasögur sex nemenda á þriðja ári mynd- listardeildar LHÍ en ferðast var um þorp í borg, í gegnum tíma, eld, frost, skin, frásagnir og ryk,“ upp- lýsir Guðrún. Í kvöld verður tilboð á kaffi og kleinu í Dillonshúsi. Allir eru velkomnir og ókeypis aðgangur en fyrstir koma, fyrstir fá. Vegna vinsælda er nauðsynlegt að skrá sig í draugagöngurnar en þegar hafa borist margar umsóknir. Skráningu skal senda á leidsogumenn@ reykjavik.is. Fyrstu tvær göngurnar verða kl. 19 og 19.30 og henta líka börnum, en fullorðins draugagöng- ur verða kl. 20, 20.30, 21.30 og 22. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R 0 8 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :5 4 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 4 6 -3 B 4 C 2 2 4 6 -3 A 1 0 2 2 4 6 -3 8 D 4 2 2 4 6 -3 7 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 7 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.