Fréttablaðið - 08.02.2019, Side 30
Móðir okkar,
Sigríður Guðmundsdóttir
frá Sæbóli í Aðalvík, síðast búsett
á Kópavogsbraut 1b,
lést sunnudaginn 3. febrúar.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
fimmtudaginn 14. febrúar kl. 15. Blóm og
kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Minningarsjóð Jóns Stefánssonar,
reikningur 0133-15-10085
kennitala 610218-0750.
Guðrún Hoyer Þorgilsdóttir og fjölskylda.
Völundur Þorgilsson og fjölskylda.
Hjartkær bróðir okkar,
Pétur Pétursson
Hátúni 12, Reykjavík,
lést á Gran Canaria 16. janúar sl.
Útförin fer fram frá Áskirkju
þriðjudaginn 12. febrúar kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem
vildu minnast hans er bent á líknarfélög.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Ármann Pétursson
Helga Sigríður Pétursdóttir
Ástkær móðir okkar,
Elín S. Sigurðardóttir
ljósmóðir,
Dalvík,
sem lést 28. janúar verður jarðsungin
frá Dalvíkurkirkju laugardaginn
9. febrúar kl. 11.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
minningarsjóð Dalbæjar, sími: 466-1378.
Sigrún Jón Viðar
Petrína Jóhanna
Óskar
og fjölskyldur þeirra.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir okkar, sonur, tengdasonur,
bróðir og mágur,
Þórir Magnússon
málarameistari,
Stapasíðu 11b,
varð bráðkvaddur 30. janúar.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn
12. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Oddfellowregluna á Akureyri.
Svava Svavarsdóttir
Magnús Þórisson
Anna Karen Þórisdóttir
Þórey Sif Þórisdóttir
Árdís Svanbergsdóttir
Ragnar Magnússon Kristín Steindórsdóttir
Einar Magnússon Guðný Sigurharðardóttir
Ottó Magnússon Guðrún Gísladóttir
Svavar Konráðsson Anna Friðriksdóttir
Anna Soffía Svavarsdóttir Halldór G. Halldórsson
Konráð Svavarsson Pálmey Sigtryggsdóttir
Sigurður Örn Svavarsson
fjölskylda og vinir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Björn Blöndal
Kristmundsson
Klapparhlíð 5, Mosfellsbæ,
lést á hjartadeild Landspítalans
30. janúar sl. Útför hans fer fram mánudaginn
11. febrúar kl. 13.00 frá Áskirkju. Blóm og kransar
vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans
er bent á líknarstofnanir. Sérstakar þakkir til starfsfólks
hjartadeildar Landspítalans fyrir fagmennsku og hlýtt
viðmót til hans og aðstandenda hans, sem og til allra
þeirra sem reyndust honum vel.
Sigríður Jóna Kjartansdóttir
Halldóra N. Björnsdóttir Birgir Þór Baldvinsson
Kristín Björnsdóttir Ingvi Geir Ómarsson
Kjartan Þór Birgisson Hrefna Gunnarsdóttir
Sigríður Þóra Birgisdóttir Óli Hörður Þórðarson
Halldóra Þóra Birgisdóttir Jón Kristinn Helgason
Kristín Þóra Birgisdóttir Hjördís Birna Ingvadóttir
Kristmundur Ómar Ingvason Hrafnkell S. Ingvason
og langafabörn.
421 Konstantínus þriðji verður keisari Vestrómverska
keisaradæmisins.
1587 María Stúart Skotadrottning er hálshöggvin.
1622 Jakob fyrsti leysir breska þingið upp
1696 Fimmtán verða úti í óveðri á Norður- og Vesturlandi.
1826 Bernardino Rivadavia verður fyrsti forseti Argentínu.
1925 Tveir togarar farast á Halamiðum í Halaveðrinu svo-
kallaða.
1943 Her Sovétríkjanna nær borginni Kúrsk.
1950 Stasi stofnað.
1959 Togarinn Júlí ferst á Nýfundnalandsmiðum.
1971 NASDAQ-hlutabréfamarkaðurinn hefur starfsemi.
1980 Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen tekur við völdum.
1995 Blaðamaðurinn Þórgnýr Einar Albertsson fæðist.
1998 Halldór Kiljan Laxness deyr.
2005 Google Maps fer í loftið.
Merkisatburðir
Það má svo sannarlega segja að í dag séu tímamót enda eru 140 ár liðin í dag frá því skosk-kanadíski verkfræðingurinn og upp-finningamaðurinn Sand-
ford Fleming gekk inn á fund konung-
legu vísindastofnunarinnar í Toronto
árið 1879 og stakk upp á því að alþjóð-
legur tími yrði tekinn upp. Fleming
vildi að hnettinum yrði skipt upp í 24
tímabelti sem hvert um sig næði yfir
fimmtán lengdargráður. Allar klukkur
innan hvers beltis skyldu samstilltar
en munurinn á milli hvers tímabeltis
væri ein klukkustund. Þessi uppástunga
Flemings fékk góðar undirtektir enda
styðjumst við nú við breytta og bætta
mynd af upprunalegu hugmyndinni,
sem Fleming kallaði alþjóðatíma (e.
Universal Time).
Sagan á bak við hugmynd Flemings
er nokkuð fyndin. Árið 1876 var hann
á leið til Írlands. Hann missti hins vegar
af lest sinni. Á útprentaðri áætlun lestar-
innar stóð að hún ætti að fara eftir hádegi
(p.m.) en hún fór í raun af stað fyrir
hádegi (a.m.). Þetta tólf klukkustunda
kerfi, og tvískipting sólarhringsins, varð
ferðalangnum að falli og fékk hann því
hugmyndina um að allur heimurinn
skyldi taka upp sameiginlega 24 klukku-
stunda klukku. Heiminum yrði síðan
skipt niður í tímabelti og Greenwich yrði
í miðjunni. Staðartími Greenwich hafði
verið í notkun í nokkra ára-
tugi áður en Fleming
fékk hugmyndina.
Með hugmyndina
að vopni sótti Flem-
ing fleiri ráðstefnur
og talaði sínu máli.
Stórt skref var stigið
á Alþjóðlegu lengdar-
b a ug a rá ð st e f n u n n i
sem haldin var í banda-
rísku höfuðborginni
Washington í október
1884. Þar var ákveðið að
Greenwich-baugurinn
skyldi verða núllbaugur
en ekki var tekið vel í
hugmyndir Flemings
að öllu leyti. Ráðstefnan
samþykkti hugmynd
hans um einn ákveðinn
alþjóðlegan tíma til
viðmiðunar en hafn-
aði hugmyndinni um
tímabelti.
Ekki leið þó á löngu
þar til heimsbyggðin
hafði innleitt hugmynd
Flemings um tímabelti.
Enn þann dag í dag eru
tímabelti þó umdeild, þá sérstaklega
frávik frá stöðluðum tímabeltum. Til að
mynda hefur verið lífleg umræða um það
á Íslandi að undanförnu að landið sé í
raun í röngu tímabelti.
Þótt tímahugmyndir Flemings séu
hans helsta arfleifð er vert að taka fram
að maðurinn gerði ýmislegt annað bæði
merkilegt og áhugavert á meðan hann
lifði. Fleming var yfirverkfræðingur þegar
Kanadamenn lögðu járnbrautakerfi sitt á
milli Atlantshafs og Kyrrahafs. Þá hann-
aði hann einnig fyrsta kanadíska frí-
merkið. Það var rautt með mynd af bjór.
thorgnyr@frettabladid.is
Alþjóðlegur tími 140 ára
Sandford Fleming kom víða. Lagði teina og hannaði frímerki. NORDICPHOTOS/GETTY
Fleming hannaði þetta
fyrsta frímerki Kanada.
Skosk-kanadíski verkfræð-
ingurinn Sandford Fleming
stakk upp á alþjóðlegum
tíma, tímabeltum og sam-
ræmdri 24 stunda klukku
fyrir 140 árum. Hugmynd
hans var vel tekið enda
búum við nú við þetta
fyrirkomulag.
8 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
0
8
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:5
4
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
4
6
-0
E
D
C
2
2
4
6
-0
D
A
0
2
2
4
6
-0
C
6
4
2
2
4
6
-0
B
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
0
s
_
7
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K