Velferð - 01.12.1995, Qupperneq 4

Velferð - 01.12.1995, Qupperneq 4
----- -------------- 5 félagar fá gullmerki Sigurður tekur í hönd Sigurveigar. Hallur flytur þakkartölu. Stjórn Landssamtaka hjarta- sjúklinga ákvað nýlega að heiðra 5 félaga sína og færa þeim gullmerki samtakanna, sem er barmnæla úr gulli með merki samtakanna. Af þessu tilefni var efnt til hófs á Hótel Sögu, og þar sagði Sigurður Helgason, formaður LHS, m.a. að öll félög eigi að sýna sínum bestu félögum ræktarsemi í verki og sýna þakklæti fyrir vel unnin störf. Sigurður kallaði fyrst fram Ingólf Viktorsson, sem var fyrsti formaður LHS frá 1983 til 1990 og sat í stjórn til 1994. Ingólfur hefur verið starfsmaður hjá okkur í mörg ár, sagði Sigurður, og er enn í fullu fjöri, hefur með öll samskipti við félögin að gera og er mjög ötull í starfi. Næstur var Jóhannes Proppé kall- aður fram, en hann hefur verið gjaldkeri frá upphafi og haldið vel utan um fé samtakanna. „Ef menn eru búnir að eyða of miklu, eða gefa of mikið, þyngist brúnin á Jóhannesi. Jóhannes er dugnaðarforkur og hefur verið okkur mikil stoð og styrkur. Hann er nú í hlutastarfi fyrir LHS“, sagði Sigurður. Þá var röðin komin að Birni Bjarm- an, en hann var einn af stofnendum félagsins og fyrsti ritari stjórnar. „Hann hefur verið ötull í starfi, tillögugóður og málefnalegur. Áhrifa hans hafa gætt mikið í okkar félagi“, sagði Sigurður um leið og hann afhenti merkið góða. Að lokum hlutu hjónin Hallur Hermannsson og Sigurveig Halldórs- dóttir gullmerki samtakanna. Sigurveig hefur verið í stjórn samtakanna frá upphafi fram til ársins 1994. „Styrktarsjóður hjartasjúklinga er baráttumál Sigurveigar, sjóður sem í eru 5 miljónir króna í dag. Sigurveig er enn formaður sjóðsins og við erum stolt af því hvað hún hefur unnið vel og lengi fyrir samtökin“, sagði Sig- urður. „Hallur er afar skeleggur og ein- beittur maður“, sagði Sigurður, „og hann hefur verið skrifstofustjóri og ritstjóri Velferðar síðari árin. Hallur á gott með að umgangast fólk og hafa áhrif á það til góðs. Fjársafnanir okkar sumar kynnu að hafa farið illa ef við hefðum ekki notið aðstoðar hans. Þá er Hallur, eins og Björn Bjarman og fleiri, mjög ritfær og ritstýrði Velferð með miklum sóma, gerði blaðið merkilegt og athyglisvert og það sýnir hve margir eiginleikar búa í þessum ágæta manni“. Sigurður nefndi síðan hverjir væru fallnir frá af þeim sem sátu í fyrstu stjóm LHS. „Samtök okkar byggjast á því að við höldum alltaf kraftinum", sagði Sig- urður ennfremur, „um leið og deyfð færist yfir félögin er voðinn vís. Það er afar mikilvægt að standa vörð um okkar hagsmuni innan velferðarkerfis- ins, sem á nú undir högg að sækja. Við höfum náð miklum og góðum árangri í baráttunni við hjartasjúkdóma og megum því ekkert slaka á í þeirri baráttu.“ Björn Bjarman sló strax á léttari strengi og sagði að aðeins hann og Hallur væru hæfir til að þakka fyrir sig því allir hinir væru enn að starfa fyrir LHS. „Ég er sá ykkar sem fór fyrstur í hjartaskurð, það em rétt að verða átján ár síðan ég fór til London. Þegar ég kvaddi enska lækninn sagði hann: Þetta hefur nú gengið ágætlega og þú getur alveg reiknað með svona 5-7 árum. En hér stend ég enn og get meðal annars þakkað því miklum framförum í læknastétt og góðu starfi LHS, sem ég met mikils þótt ég hafi kannski á köflum verið uppi með gagnrýni“. Hallur þakkaði fyrir sig og konu sína og sagði að „sér kæmi til hugar vísa eftir Þuru mína í Garði sem var vinkona mín hér fyrr á árum. Þura fékk einu sinni símskeyti sem var svona: Þura í Garði þraukar hér þögl á vatnsins bakka ef hún kynntist meira mér myndi hún eignast krakka. Þura svaraði um hæl: Ekki þarf að efa það að ég þakka skeytið, nefndu drengur stund og stað og stattu við fyrirheitið. Við eigum ekki nema hluta af því lofi skilið sem formaðurinn okkar bar á okkur. Það er siður á tilhaldsdögum að hafa uppi skrúðmælgi í ræðum, enda yrðu þær helv. leiðinlegar annars. Við höfum verið hluti af þeim kjarna sem hefur starfað fyrir þetta félag frá upphafi og erum þakklát fyrir það að hafa unnið með svo ágætu fólki. Sérstaklega viljum við þakka sam- 4

x

Velferð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.