Velferð - 01.12.1995, Page 10

Velferð - 01.12.1995, Page 10
------------ [PÉlLMllllÁlL ---------------- Félaa hiartasiúklinaa á Revkjavíkursvæðinu Öflugt og mannmargt félag Innheimta félagsgjalda gengur mjög vel Fundcirmenn rísa dfœtur og gera teygjuœfmgar undir eggjunarorðum Auðar og Sólrúnar. Félag hjartasjúklinga á Reykjavíkursvæðinu hélt al- mennan félagsfund 11. nóv- ember sl. að Hótel Sögu. For- maður félagsins, Jón Þór Jóhannsson, hélt erindi um störf félagsins og sagði hann m.a.: „Félagsmönnum okkar hefur haldið áfram að fjölga og erum við orðin alveg um 1600 og mun hafa fjölg- að hlutfallslega örlítið meira í okkar félagi en í öðrum félögum landssamtakanna. Við héldum aðalfund í mars og var þá endurkosin stjórn félagsins - Jón Þór Jóhannsson, formaður, Steingrímur Jónasson, varaformaður, Jón Mýrdal ritari og Rúrik Kristjánsson, gjaldkeri. Meðstjórnendur eru Ingibjörg Olafs- dóttir, Auður Olafsdóttir og Asgeir Þór Arnason. Varamenn voru kosnir Lillian Simson, Tómas H. Jóhannsson og Kristinn Þórhallsson. Fjárhagsstaða félagsins er góð og hafa árgjöld innheimst í svipuðu hlutfalli og áður, eða á milli 80-90% og erum við þakklát fyrir það. Ekki hafa verið mikil fjárútlát hjá okkur á þessu ári. Stjórn félagsins ákvað þó að gefa Land- spítalanum tölvuforrit og búnað fyrir 230 þús. kr. til þess að halda utan um sjúkraskrá og biðlista hjartasjúklinga. Síðan styrktum við yfirsjúkraþjálf- arana á HL stöðinni, þær Auði og Sólrúnu, með 200 þús. til að sækja ráðstefnu í sínu fagi í Bandaríkjunum. Jón sagði frá fundi sem hann og Björn Magnússon læknir sóttu hjá Nordisk Hjerte Union. Jón kynnti þar merki- lega rannsókn sem Tóbaksvarnaráð hefur látið gera um reykingavenjur barna og unglinga frá 10-18 ára aldurs og Björn, sem var fulltrúi Hjarta- verndar á fundinum, lýsti aðalfæðu- tegundum Islendinga samkvæmt rann- sóknum Manneldisráðs. Ár hjartans 1999 Á fundinum var samþykkt að stefna að því að árið 1999 verði ár hjartans í Evrópu og var Jón kosinn í nefnd til að Úr einu í annað Norska ríkisstjórnin hefur í umræðum um heilbrigðismál á norska Stórþinginu lofað að leggja fram umtalsverðar fjár- hæðir til að draga úr löngum biðlista sjúkra er bíða eftir aðgerðum. í desember fyrir ári biðu 244 þúsund sjúklingar eftir að komast í aðgerð á spítölum og af þeim höfðu rúml. 62 þús. beðið lengur en 6 mánuði. I rannsókn sem samtök hjúkrunarfólks í Noregi hafa látið gera vill 79% þjóðarinnar að meira fé sé veitt til sjúkrahúsa og til heilsugæslu, og 74% töldu að biðlistar væru brýnasta vandamálið að leysa í dag. Hjarta- og lungnafélögin í Noregi hafa huga að undirbúningi fyrir hjartaárið. Gert er ráð fyrir að þetta ár verði sérstaklega notað til fjáröflunar um leið og kynnt verður staða hjarta- sjúkdóma og hjartasjúklinga í hverju landi fyrir sig. I lokin hvatti Jón viðstadda til að muna eftir Styrktarsjóði hjartasjúklinga þegar send eru minningarkort. að undanförnu barist af hörku fyrir auknum réttindum sjúklinga, m.a. í þá veru að þeir eigi allir jafnan aðgang að sérfræði- þjónustu, geti valið um sjúkrahús þótt það sé í öðru fylki en viðkomandi býr o.s.frv. Ekki vildi ríkisstjómin lofa öðru á þessum vettvangi en að í hverju fylki skyldi koma staða umboðsmanns sjúklinga. (Heimild Trygd og Arbeid) 2m SVARTISVANURINN SÖLUTURN - MYNDBANDALEIGA - ÍSBÚÐ LAUGAVEGI 118 REYKJAVÍK - SÍMI 551 6040 10

x

Velferð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.