Mosfellingur - 20.12.2018, Qupperneq 20

Mosfellingur - 20.12.2018, Qupperneq 20
Reykjakot styrkir Frú Ragnheiði Starfsfólkið á leikskólanum Reykjakoti hefur ákveðið að í stað árlegs jólapakkaleiks þá muni það færa Frú Ragnheiði peningagjöf að andvirði hvers pakka og gefa hlýjan fatnað og teppi sem liggur ónotað heima. Frú Ragnheiður er sérinnréttaður bíll á vegum Rauða krossins sem hefur það að markmiði að aðstoða heimilislausa einstaklinga og fólk sem notar vímuefni um æð. Frú Ragnheiður er á ferðinni sex daga vikunnar og byggir á sjálfboðaliðastarfi. Þetta er verðugt og þarft verkefni sem er ánægjulegt að geta lagt því lið um jólin. Foreldrum var jafnframt boðið að taka þátt með því að mæta með hlýjan fatnað og teppi á leikskólann. Viðtökurnar voru frábærar og hefur nú leikskólinn lagt söfnuninni lið. Íbúagátt Mosfells­ bæjar uppfærð Ný útgáfa af Íbúagátt Mosfellsbæjar hefur verið tekin í notkun. Sú nýjung sem blasir fyrst við, þegar íbúar skrá sig inn, er nýtt og léttara útlit vefsins. Þá er vefurinn einnig orðinn snjalltækjavænn. Umsóknakerfi vefsins hefur verið endurbætt þannig að auðveldara er að hafa yfirsýn yfir stöðu umsókna og fylgj- ast með samskiptum við starfsfólk bæjarins. Líkt og áður er unnt að nálgast álagningarseðil fasteigna- gjalda, sjá stöðu gjalda, svo sem fasteignagjalda og leikskólagjalda. Einnig og er áfram hægt að úthluta frístundaávísunum. Nýja útgáfan er skref í átt að snjallari Mosfellsbæ til samræmis við áherslur í stefnumót- un Mosfellsbæjar og verða nýjungar kynntar eftir því sem þær verða teknar í notkun. - Stærsti auglýsinga- og fréttamiðill í Mosfellsbæ20 Samvera er besta jólagjöfin Fjölskyldan saman um jólin FRÁ KL 11:30 - 14:30 HLÉGARÐUR KYNNIR: Verð: 4.390kr kr. á mann Lifandi tónlist SKÖTUHLAÐBORÐ Á ÞORLÁKSMESSU HLÉGARÐUR Borðapantanir: hlegardur@hlegardur.is Upplýsingar í síma: 868-1298 Hlaðborð Kæst og söltuð skata Tindabikkja (sterk) Skötustappa Plokkfiskur Saltfiskur Meðlæti Kartöflur, rófur, hamsatólg, hnoðmör, rúgbrauð, flatkökur og úrval af síld. Hlökkum til að sjá þig� Starfsfólk Hlégarðs Rakel Pálsdóttir syngur og Birgir Þórisson er með píanóleik Sjálfstæðisfélag Mosfellinga Við óskum öllum Mosfellingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Framsóknarfélag Mosfellsbæjar sendir Mosfellingum nær og fjær hugheilar jóla- og nýárskveðjur Stjórnin

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.