Mosfellingur - 20.12.2018, Qupperneq 36

Mosfellingur - 20.12.2018, Qupperneq 36
 - Jólahugvekja36 Þegar þetta eintak af bæjarblaðinu Mos-fellingi berst í hús í bænum okkar og nær-sveitum, þá eru sennilega flestir að leggja síðustu hönd á jólaundirbúninginn. Heimilin eru skreytt innan- sem utandyra og eftirvænt- ingin stigmagnast - já sérstaklega hjá yngstu kynslóðinni. Og svo eru það þau sem tóku sér far til fjar- lægra landa. Kannski til að sleppa „öllu stessinu“ eða og sennilegra til að njóta hvíldar og samveru með sínum nánustu á framandi grund – að njóta jólanna. Einhver sagði „Ég hætti við að vera trúleysingi, vegna þess að í því eru engir helgidagar – frídagar“. Sennilega var þetta sagt í gríni, en því fylgir viss alvara. Höfum það í huga að þegar við höfum tækifæri til að losa okkur frá amstri daganna og gera eitthvað allt annað, þá vaknar innra með okkur margt sem við mögulega höfum vanrækt eða sett til hliðar. Það getur jafnvel verið hin djúpa þrá sálarinnar að vera andlega tengdur einhverju sem er meira og stærra en maður sjálfur. - Hvað er það sem gerir jólin svona einstök. Fyllir stofuna birtu og hjörtun hlýju og kærleik? Eru jólin bara hellingur af gjöfum, „led“ ljósa- seríum og saddir magar? Er stuttur friður heims- ins og fjölskyldunnar vopnahlé sem jólin okkur færa? Eru jólin auðnin ein og jatan tóm á jólanótt? Eða er eitthvað meira? Eitthvað á þessa leið er spurt í dönsku jólalagi frá 2015. Svarið, sem það einnig gefur, beinir sjónum okkar að barninu sem liggur í jötunni í fjárhúsinu í Betlehem. „Já jólastjarnan skín þegar ég sé að barnið í jötunni er miklu meira“. Jatan er ekki tóm. Þar liggur barnið, Jesús. Jólin eru hátíð hans , sem vill að öll börn, allt líf fái að gleðjast og fagna í birtu umhyggjunnar, trúarinnar, vonar- innar, kærleikans. Hann vill að einmitt þú og ég, að allir fái að gleðjast og njóti blessunar í ljósi hans. Guð gefi okkur öllum gleðileg jól! Fyrir hönd presta og starfsmanna Lágafellssóknar óskum við öllum nær og fjær gleðríkra jóla.  Sr.RagnheiðurJónsdóttir,sóknarprestur Hvað er það sem gerir jólin svona einstök? Jólahugvekja Mynd/RaggiÓla HáHolti 13-15 - Sími: 416 0100 Gleðileg jól og gæfuríkt nýtt ár Takk fyrir viðskiptin á árinu með umhyggju

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.