Mosfellingur - 22.02.2008, Page 4

Mosfellingur - 22.02.2008, Page 4
 - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar4 KIRKJUSTARFIÐ Helgihald næstu vikur: 24. febrúar Guðþsjónusta í Mosfellskirkju kl. 11. Kammerkór Mosfellsbæjar syngur. Organisti: Jónas Þórir Prestur: Sr. Jón Þorsteinsson Sunnudagaskóli í Lágafellskirkju kl. 13. 2. mars Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar Barna- og fjölskyldusamvera í Lágafellskirkju kl. 13. Barnakór syngur, Leikbrúðuland verður með leiksýningu og fl. Allir velkomnir 9. mars Fermingarguðsþjónustur að Lágafelli kl. 10:30 og 13:30. 16. mars - Pálmasunnudag. Fermingarguðsþjónustur að Lágafelli kl. 10:30 og 13:30 Lista yfir fermingarbörn þessa vors er hægt að nálgast á heimasíðu safnaðarins. Hægt er að nálgast allar upplýs- ingar um helgihald og safnaðar- starf Lágafellssóknar á heimasíðu kirkjunnar: www.lagafellskirkja.is www.lagafellskirkja.is Hjáleiðir á Reykja- vegi fram á vor Vegna framkvæmda Vegagerðar og Mosfellsbæjar við fyrirhugað hringtorg á gatnamótum Jóns- teigs, Stórakrika og Reykjavegar, verður tímabundin aðkoma að Teigahverfi í gegnum Völuteig og Víðiteig. Gert er ráð fyrir að loka við Jónsteig, ofan Víðiteigs, í fjóra mánuði. Tímabundin aðkoma að Krikahverfi verður í gegnum Sunnukrika og hjáleið af Reykjavegi. SÓKN Í SÓKN – LIFANDI SAMFÉLAG Vertu með í sókninni! Í þriðja sæti yfir draumasveitarfélag Mosfellsbær er í þriðja sæti á lista tímaritsins Vísbendingar um draumasveitafélagið, en það er það sveitarfélag sem er best statt samkvæmt nokkrum mæli- kvörðum sem þeir gefa sér. Í listanum er 38 sveitarfélögum gefin einkunn og skera þrjú sveitarfélög sig nokkuð úr og fá einkunn yfir 7. Garðabær er þar efstur með einkunnina 8,4 en þar á eftir koma Seltjarnarnes með 7,3 og Mosfellsbær með 7,0. Mos- fellsbær hækkar sig úr 6. sæti með einkunnina 6,3. Við skiptum um sæti við Kópavog sem fellur úr 3. sæti niður í 6. sæti. Í úttektinni er horft til lágrar skattheimtu, hóflegrar íbúafjölgunar, afkomu sem hlutfalls af tekjum, hlutfalls skulda af tekjum og veltufjár- hlutfalls. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæj- ar, undirrituðu í vikunni samkomu- lag um stofnun og byggingu fram- haldsskóla í Mosfellsbæ. Skólinn mun rísa í miðbæ Mosfellsbæjar og stefnt er að því að skólastarf hefjist þar haustið 2009. Skólinn verður fyrsti framhaldsskóli Mosfellsbæjar og jafnframt sá fyrsti sem stofnaður er á vegum opinberra aðila á höfuð- borgarsvæðinu frá því að Borgar- holtsskóli hóf störf árið 1996. Með honum verður gerbylting í mennta- málum í Mosfellsbæ og nágrenni. Skólameistari hefur störf í haust Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir allt að 4.000 fermetra byggingu sem rúmar 400-500 nemendur. Við ákvörðun lóðarstærðar verður gert ráð fyrir möguleikum til verulegrar stækkunar í framtíðinni og við hönn- un hússins og undirbúning skóla- starfs verður lögð áhersla á sveigjan- leika og möguleika til nýbreytni. Skólameistari mun hefja störf eigi síðar en haustið 2008. Hann mun ásamt öðrum ráðgjöfum vinna að undirbúningi, stofnun og uppbygg- ingu skólans í samvinnu við Mennta- málaráðuneyti og Mosfellsbæ. Í samningi milli aðila er gert ráð fyrir að Mosfellsbær muni hafa mikil áhrif á uppbyggingu og stefnu skólans al- veg frá byrjun og sjá um byggingu hans fyrir hönd ráðuneytisins. Hluti af miðbæjarskipulagi „Við hjá Mosfellsbæ viljum vera leiðandi á sviði menntunar og skóla- starfs,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri. „Nú getur ungt fólk í Mosfellsbæ sótt menntun upp að háskólastigi í sinni heimabyggð. Að staðsetja framhaldsskólann í miðbænum er geysilega mikilvægur áfangi í uppbyggingu miðbæjarins. Skólinn mun gæða miðbæinn lífi og auka þar á flóru fjölbreytts mannlífs menningar og þjónustu. Þessi staður milli Vesturlandsvegar og Háholts var valinn besti staðurinn fyrir fram- haldsskólann í sérstakri staðarvals- athugun sem unnin var fyrir um tveimur árum.“ Skólinn verði bóknámsskóli „Næsti framhaldsskóli við Mos- fellsbæ er Borgarholtsskóli og hann er verkmenntaskóla, því er eðlilegt að horft verði til bóknámsskóla í Mosfellsbæ“ segir Haraldur en sam- kvæmt frumdrögum af þarfagreinin- gu fyrir skólann sem fór fram í fyrra með viðræðum við alla stjórnmála- flokka í bænum er gert ráð fyrir að skólinn verði bóknámsskóli. Haraldur segir jafnframt að hugur standi til að í áhersluþáttum í starfi skólans verði horft til umhverfis- og orkufræða í víðum skilningi. Þá er horft til heilsu-, íþrótta og menn- ingarnáms sem gæti verið í samstarfi við slíka starfssemi hér í bænum eins og Reykjalund, Listaskólann og íþróttafélögin. Upplýsingatækni hef- ur einnig verið nefnd sem einn af áhersluþáttunum. „Persónulega væri ég ekkert á móti því að form skólans yrði hefð- bundinn menntaskóli og mundi þá heita Menntaskólinn í Mosfellsbæ, MM, en fjölbrautarskólaformið kem- ur vissulega til greina líka” segir bæj- arstjórinn að lokum. Áhersla á heilsu-, íþrótta- og menningarnám auk umhverfis- og orkufræða Framhaldsskóli í nýjum miðbæ STAÐSETNINGIN Loftmyndir ehf. Bæjarfulltrúar og mennta- málaráðherra við undirritun samninga um framhaldsskóla. Starfsmenn bæjarins og aðrir gesti á þessum gleði- degi fyrir Mosfellinga.

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.