Mosfellingur - 22.02.2008, Blaðsíða 6
ELDRI BORGARAR
- Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar6
Leikhúsferð verður í Þjóðleikhúsið
á leikritið Sólarferð eftir Guðmund Steinsson,
þriðjudaginn 18. mars kl. 14.
Lagt verður af stað frá Hlaðhömrum kl. 13.30
Miðaverð er kr. 2.500,- og eru miðarnir
til sölu á skrifstofu Félagsstarfsins
á Hlaðhömrum kl. 13-16 til 14. mars.
Línudans, námskeið er á þriðjudögum á
Hlaðhömrum kl. 17.
Postulínsmálun. Námskeið byrjar
laugardaginn 1. mars kl. 11.
Skráning er í síma 586-8014 kl. 13-16.
Við fylgjumst með hópi íslenskra ferðamanna sem eru
samankomnir á spænskri sólarströnd. Þessa dugnaðar-
forka, afkomendur víkinganna, þyrstir nú í að njóta
lífsins lystisemda á þessum heita, framandi stað, þar
sem allt flóir í ódýru áfengi og boð og bönn hins venju-
bundna lífs eru víðs fjarri. Leit ferðafélaganna að lífs-
hamingju í þessu „himnaríki holdsins“ birtist okkur á
bráðfyndinn hátt, en undir niðri kraumar sársauki sem
erfitt er að leyna.
L E I K H Ú S
S Ó L A R F E R Ð
Miðaverð fyrir meðlimi STÍS er kr. 1.500 fyrir fyrstu tvo miðana.
Aðrir miðar eru á 2.600 kr
Skráning fer fram á meðfylgjandi blaði eða með því að senda tölvupóst á stis@istak.is
Skráningu lýkur kl 13 mánudaginn 18. feb. 2008
Leikstjóri
Benedikt Erlingsson
Höfundur
Guðmundur Steinsson
Leikmynd
Ragnar Kjartansson
Búningar
Margrét Sigurðardóttir
Ragnar Kjartansson
Lýsing
Lárus Björnsson
Leikarar
Edda Arnljótsdóttir
Esther Talía Casey
Halldóra Björnsdóttir
Ingvar E. Sigurðsson
Juan Camilo Román Estrada
Kjartan Guðjónsson
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Þröstur Leó Gunnarsson
Leikritið Sólarferð í Þjóðleikhúsinu
Sýningardagur er laugardagskvöldið 15. mars. Kl. 20:00
Miklar skemmdir á innanstokksmunum eftir að eldingu laust niður í garðinum
Mildi að ekki kviknaði í húsinu
Kiwanis styrkir
kaup á sjúkraþotu
Björgunarsveitin Kyndill fékk
á dögunum styrk frá Kiwanis-
klúbbnum Geysi til að kaupa
sjúkraþotu aftan í vélsleða.
Þotan er að gerðina Nila og
er fjögurra manna. Þotan er
með sér styrktri fjöðrun og er
mjög góð til að fl ytja sjúklinga
í börum. Sjúkraþotan er góð
viðbót við þann tækjakost sem
Kyndill hef ur yfi r að ráða. Mikið
hefur mætt á björgunar sveitinni
í þeirri vetrartíð sem verið hefur
á landinu að undanförnu.
Þrumur og eldingar gengu yfi r í óveðri
á dögunum. Myndin er samsett.
Ný stjórn Sjálf-
stæðisfélagsins
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags
Mosfellinga var haldinn þann 18.
febrúar. Snorri Gissurarson var
kosinn nýr formaður félagsins.
Með honum í stjórn verða Agla
Elísebet Hendriksdóttir, Anna
María Einarsdóttir, Egill Örn
Einarsson, Hafdís Rúdolfsdótt-
ir, Helga Fjóla Sæmundsdótt-
ir, Sigríður Hjálmarsdóttir,
Þorbjörn Klemens Eiríksson og
Örn Johnson. Sérstakur gestur
fundarins var Þorgerður Katrín
menntamálaráðherra.
Atli Bjarnason var einn þeirra
íbúa í Reykjahverfi sem urðu fyrir
talsverðu tjóni eftir að eldingu laust
niður í um 10 metra fjarlægð frá hon-
um. Mikið óveður gekk yfi r landið
föstudaginn 8. febrúar auk þess sem
margir urðu varir við miklar þrumur
og eldingar.
Elding í 10 metra fjarlægð
„Ég hef aldrei lent í öðru eins,
veðrið var mjög slæmt og ég var
nýbúinn að staðhæfa við Sunnu
kærustu mína að við þyrftum ekkert
að óttast. Tveimur mínútum seinna
stökk ég aðeins út, til að slökkva
ljósin á bílnum sem hafði gleymst
að slökkva, þá dundu ósköpin yfi r.
Ég hef aldrei heyrt svona mikil læti
á ævinni, eldingunni laust niður
í u.þ.b. 10 metra fjarlægð frá mér.
Höggið sem ég fékk á mig frá elding-
unni var líka frekar óþægilegt, eins
og fá straum úr innstungu. Þetta var
ekki skemmtileg lífsreynsla. Okkur
var óneitanlega mjög brugðið.” segir
Atli Bjarnason.
Rafmagnstæki í rúst
Eldingin hefur lent á rafmagnsvír
í garðinum með tilheyrandi skaða.
Um er að ræða vinnurafmagn vegna
framkvæmda í hverfi nu. Inni í húsi
splúndraðist rafmagnstafl an og
þjófavarnakerfi ð, perur sprungu
og rafmagnstæki eyðilögðust. All-
ar síma línur í húsinu eyðilögðust,
örbylgju ofninn, sjónvarp, tölva og
fl eira. Atli segist vera vel tryggður og
segir að ef fólk sem mögulega hafi
orðið fyrir svipuðu tjóni sé í vafa þá
eigi brunatrygging að dekka tjón af
þessu tagi.
Hundruð þúsunda tjón
á Reykjalundi
Á Reykjalundi urðu menn varir við
töluverð óþægindi og nokkurt tjón.
„Brunakerfi ð varð illa úti og tölvu-
búnaður eyðilagðist. Einnig varð
tjón á myndavélakerfi sundlaug-
arinnar sem og símkerfi nu. Búið er
að skipta um tæki og tól en tjónið
hleypur á nokkur hundruð þúsund
krónum“ segir Jón M. Benediktsson
framkvæmdastjóri Reykjalundar.
„Ég man ekki eftir svona löguðu og
hef ég ú verið hér viðloðandi len i”
sagði Jón að lokum.
Þjófavarnarkerfi ð sprakk ma. í
tætlur og reyk lagði yfi r íbúðina.
Atli með rafmagnsvírinn sem eldingunni sló niður
í. Mikið tjón varð á rafmagnstækjum á heimilinu.
Á Reykjalundi varð tjón fyrir mörg hundr-
uð þúsund krónur vegna eldinganna.