Mosfellingur - 22.02.2008, Page 8
Íbúar í Mosfellsdal og aðrir gestir blótuðu í Hlégarði í byrjun mánaðar
Árlegt þorrablót Dalbúa
Hraðastaðahjónin Klara og Bjarni.
Vignir í Hlégarði, Þorkell í Túnfæti og
Haukur á Ökrum. Þorramaturinn var hið
mesta lostæti hjá Vigni og Keli stjórnaði
Braki og brestum með tilþrifum.
Signý á Furuvöllum og Þóra á Hvirfli
fengu viðurkenningu fyrir öfluga
undirskriftasöfnun vegna hringtorgsins á
mótum Vesturlands- og Þingvallavegar.
Birgir og Jórunn létu sig ekki vanta á
Dalbúablótið. Birgir rifjaði þar
upp gamla takta og lék á trompet með
lúðrasveitinni Braki og brestum.
Ási og Hrefna úr Hveramýrinni.
Ása á Hrísbrú og Dísa Linn.
Diddú í Túnfæti og Sveinbjörn á
Heiðarbæ.
Dísa Anderiman og Kolfinna Baldvins-
dóttir. Dísa var í undirbúningsnefnd
blótsins og Kolfinna veislustjóri.
Tveir góðir: Tóti í Dalsgarði og
Haukur í Laxnesi.
Ólafur Andrésson frá Laugabóli
og Gísli rósabóndi.Mæðgurnar Systa og Gógó frá Sigtúni. Didda tekur við happadrættisvinningi.
- Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar8
Kjölur eignast nýtt
björgunartæki
Björgunarsveitin Kjölur á
Kjalarnesi hefur eignast öflugt
fjórhjól ætlað til björgunarstarfa.
Hjólið er af gerðinni Can-Am
Outlander 800cc. Aukabúnaður
á hjólinu er: aukarafgeymir,
vhf-talstöð, gps, intercom, xenon
leitarljós, blá ljós, spil, álkall,
skófla, sjúkrabúnaður, lágmarks
klifurbúnaður og línur.
Á meðfylgjandi mynd er Þor-
björn í MótorMax að afhenda
lykla að Kjöl 10 til Birgis Þórs
varaformanns Kjalar.
Bærinn semur
við Vodafone
Mosfellsbær hefur gert samning
við Vodafone um fjárskiptaþjón-
ustu þ.e. borðsíma, GSM og
Internet fyrir bæjarskrifstofur,
grunnskóla, leikskóla, íþrótta-
miðstöð, áhaldahús, vinnuskóla
o.fl. Með samningnum nást enn
betri kjör en bænum hafa áður
boðist í þessa þjónustu auk þess
sem nú er unnt að taka upp nýjar
leiðir í fjarskiptamálum stofnana
bæjarins. Engar breytingar verða
á símanúmerum Mosfellsbæjar
við þessa breytingu.
Á myndinni má sjá Harald Sverr-
isson, bæjarstjóra og Árna Pétur
Jónsson forstjóra Teymis og
Vodafone undirrita samninginn.
Í vetur hafa nemendur í 2. ár-
gangi lært um jörðina og árstíðirnar
í samfélagsgreinum. Ýmis verkefni
hafa verið unnin af þeim og það
síðasta er glerlistaverkið Jörðin sem
er samvinnuverkefni árgangsins.
Nemendurnir röðuðu glerbrotum í
margs konar litum á eitt stórt rúðugler
sem að lokum myndaði jörðina ásamt
stjörnum á himinhvolfinu. Verkið var
síðan brætt í glerbræðsluofni hjá Glit og trónir nú sem gluggalistaverk í Lá-
gafellsskóla. Nemendur og umsjónarkennarar þeirra buðu skólastjóranum
Sigríði Johnsen og deildarstjóranum, henni Elísabetu, til hátíðar þar sem
verkið var afhjúpað og nemendur sungu lagið „Lítill heimur“ af því tilefni.
Hér gefur að líta verkið ásamt nemendum. EJ
Glerlistaverk í Lágafellsskóla