Mosfellingur - 22.02.2008, Blaðsíða 9
Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar - 9
Um síðustu helgi afhenti Byggingafélagið Bakki nýjum eigendum fyrstu
íbúðirnar við Stórakrika 1. Í þessum áfanga voru sex íbúðir afhentar og eru
þetta allt stórar 4ra herbergja íbúðir. Um er að ræða 3ja hæða fjölbýlihús
með fimmtán íbúðum og sjö bílskúrum.
„Húsið skiptist í tvo stigaganga með lyftu í hvorum stigagangi. Íbúðir-
nar voru allar afhentar fullbúnar með gólfefnum og tækjum, m.a. með
uppþvottavél, ískáp, þvottavél og þurrkara. Það hefur gengið mjög vel
að byggja húsið, við byrjuðum á sökklum í apríl síðastliðnum og rétt tíu
mánuðum seinna erum við að afhenta fyrstu íbúðirnar í húsinu,“ segir Örn
Kjærnested hjá Byggingafélaginu Bakka.
Í tilefni af þessum tímamótum og að þetta er fyrsta fjölbýlishúsið sem er
tilbúið í Krikahverfinu, þá bauð Byggingafélagið Bakki bæjarstjórn Mos-
fellsbæjar og byggingarnefnd að koma og skoða húsið. „Það er líka gaman
að segja frá því að við byggingu hússins reyndum við að beina viðskiptum
okkur í bæjarfélagið og fyrir utan okkar eigin starfsmenn, þá fengum við
rafvirkja, pípara, málara og jarðvinnuverktaka úr Mosfellsbænum. Þetta
skiptir auðvitað miklu máli fyrir bæjarfélagið að sú starfsemi sem þar er fái
að njóta góðs af þeirri uppbyggingu sem á sér stað í bænum.”
Byggingafélagið Bakki afhendir fyrsta fjölbýlishúsið í Krikahverfi
Fyrsta fjölbýlishúsið tilbúið
Rauði kross Íslands hefur valið feðgana Sveinbjörn Grétarsson og Tómas
Sveinbjörnsson sem Skyndihjálparmenn ársins 2007 fyrir rétt viðbrögð á
neyðarstundu.
Kona Sveinbjörns, Guðrún Hauksdóttir, hafði fundið fyrir slappleika en
ekkert óeðlilegt greinst við læknisskoðun. Seint að kvöldi 26. september var
hún að horfa á sjónvarpið þegar Sveinbjörn verður þess var að hún er eins og
í krampakasti og hryglir í henni. Hann gerði sér umsvifalaust grein fyrir að
hún var meðvitundarlaus, hringdi í Neyðarlínuna og hóf endurlífgun.
Vitandi að það getur tekið langan tíma fyrir sjúkrabíl að keyra upp á
Kjalarnes þar sem þau búa, sendi hann Tómas, 6 ára son sinn, til að sækja ná-
granna þeirra, Þórð Bogason, sem unnið hefur í slökkviliði og sjúkraflutning-
um í fjöldamörg ár. Tilviljun ein réði því að Þórður var heima, og aðstoðaði
hann Sveinbjörn við endurlífgunina.
Þórður kallaði einnig til björgunarsveitina Kjöl, sem kom með súrefni á
staðinn áður en sjúkrabíllinn kom og læknishjálp barst. Guðrún hefur náð
sér ótrúlega vel af veikindunum.
Feðgarnir Sveinbjörn og Tómas á Kjalarnesi
Skyndihjálparmenn ársins
�����������������������������������������������������������
����������
� � ���� ���� � �� ��� ��� � �� � ��� ���������
���� �����
� �� � � � � ��� � �� � � ���� � �
�������
Menningarmálanefnd
Mosfellsbæjar auglýsir eftir
umsóknum um fjárframlög til
lista- og menningarstarfsemi
2008
Menningarmálanefnd auglýsir eftir aðilum sem óska eftir
fjárframlögum frá nefndinni vegna listviðburða og
menningarmála árið 2008. Hér undir falla áður árviss
fjárframlög til margvíslegrar menningarstarfsemi í bænum, auk
nýrra.
Reglur um úthlutun
1. Rétt til að sækja um framlög til nefndarinnar hafa listamenn,
samtök listamanna og félagasamtök, sem vinna að listum og
menningarmálum í Mosfellsbæ.
2. Fjárframlög til lista og menningarmála eru af tvennum toga:
a) Verkefnastyrkir til einstakra verkefna.
b) Starfstyrkir til félagasamtaka á sviði lista og
menningarmála í Mosfellsbæ.
3. Nauðsynlegt er að umsækjendur tilgreini nákvæmlega til
hvaða verka ætlað er að verja framlögunum.
4. Umsóknum skal skilað í síðasta lagi þann 3. mars 2008 á
skrifstofu fræðslu- og menningarsviðs Mosfellsbæjar. Þeim
ber að skila á sérstökum umsóknar-eyðublöðum, sem hægt
er að fá hjá Þjónustuveri Mosfellsbæjar. Þeir sem óska eftir
fá eyðublöðin á rafrænu formi sendi netfang sitt til
Þjónustuvers á netfangið: mos@mos.is merkt ósk um
eyðublað vegna styrkja til menningarmálanefndar.
Rafrænum umsóknum ber að skila á netfangið: bth@mos.is
5. Nefndin áskilur sér rétt til að hafna umsókn umsækjanda að
hluta eða alfarið.
6. Niðurstöður menningarmálanefndar Mosfellsbæjar munu
liggja fyrir eigi síðar en 31. mars 2008 og eru háðar
samþykki bæjarstjórnar.
Fræðslu- og menningarsvið Mosfellsbæjar
Þverholti 2
270 Mosfellsbær
Það var vel tekið á móti Tomma
þegar hann mætti í skólann.
Mosfellsbær
kominn á kortið
Mosfellsbær er fyrsta sveit-
arfélagið til að taka kortasjá í
gagnið en hún er aðgengileg
á vef bæjarins www.mos.is.
Kortasjáin auðveldar íbúum
að skoða fasteignir sínar og um-
hverfi á loftmyndum.