Mosfellingur - 22.02.2008, Page 16
MOSFELLINGUR
HVAÐ ER
AÐ FRÉTTA?
SENDU OKKUR LÍNU...
mosfellingur@mosfellingur.is
- Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar16
Nýr rekstraraðili
tekinn við Ásláki
Friðrik Már Ólafsson hefur tekið
við rekstri sveitakrárinnar Ásláks.
Friðrik býður gamla sem nýja
viðskiptavina velkomna. Lögð
verður áhersla á fótboltaleiki í
beinni útsendingu sem sýndir
eru á risaskjá. Bæjarbúar mega
búast við breytingum á staðn-
um þegar líða fer á sumar en
Friðrik er með ýmsar hugmyndir
hvernig hann hyggst taka til
hendinni og bæta aðstöðu fyrir
viðskiptavini sína. Um helgina
verður nóg um að vera, spenn-
andi leikir á skjánum og trúba-
dor á laugardagskvöldið.
Vísbending, vikurit um
við skipti og efnahagsmál,
velur árlega draumasveitar-
félagið. Að þessu sinni lenti
Mosfellsbær í þriðja sæti
og hækkar um þrjú sæti
frá árinu áður. Einkunnin
sem Mosfellsbær fær er 7,0
og er bærinn rétt á eftir Sel-
tjarnarnesi og Garðabæ. Það er afar
ánægjulegt að Mosfellsbær lendi svo
ofarlega í þessu vali og er það góð
viðurkenning á því starfi sem unnið
hefur verið hjá sveitarfélaginu á und-
anförnum árum. Þeir mælikvarðar
sem notaðir eru af Vísbendingu við
þetta val eru:
• Lág skattheimta
• Hófl eg íbúafjölgun
• Afkoma sem hlutfall af
tekjum sé næst 10%
• Hlutfall skulda af tekjum
sé næst 1,0
• Veltufjárhlutfall sé næst 1,0
Mosfellsbær skiptir um sæti við
Kópavog þetta árið og fer úr sjötta
sætinu í það þriðja eins og áður
segir. Athygli vekur slök frammistaða
Reykja víkur og Hafnarfjarðar í þessu
vali en þau lentu í 26. og 37. sæti með
einkunnirnar 3,4 og 2,0.
Hófl egar álögur og
góð þjónusta
Mosfellsbær er vel rekið
sveitarfélag þar sem sam-
an fara hófl egar álögur og
góð þjónusta. Hér er mikill
metnaður lagður í leik- og
grunnskólastarf, hér er góð
íþróttaaðstaða með fjöl-
breyttu og kraftmiklu starfi og
menn ingarlíf er hér með ágætum
svo eitt hvað sé nefnt. Mikil uppby-
gging er framundan í sveitarfélag-
inu, uppbygging sem styrkja mun
enn frekar þjóunustuna og mannlí-
fi ð. Fram undan er bygg ing þriggja
grunnskóla ásamt leikskólum, byg-
ging menningar húss, og hér mun
hjúkrunarheimili rísa á næstunni.
Nú í vikunni var svo skrif að undir
langþráðan samning milli Mos-
fellsbæjar og menntamálaráðherra
um byggingu framhaldsskóla í
miðbænum. Það er eftirsóknarvert
að búa í Mosfellsbæ.
Samanburður við
höfuðborgarsvæðið
Til að Mosfellingar átti sig betur
á skattheimtu og gjaldskrám í
sveitarfélögunum á höfuðborgar-
svæðinu þá gerði ég samanburð á
fasteignagjöldum, leikskólagjöld-
um, gjaldi fyrir heitt vatn og út-
svari. Reiknuð voru út heildar-
gjöld dæmigerðrar fjölskyldu til
sveitarfélaganna á ári miðað við
ofantalda gjaldstofna. Við útreikn-
ing fasteignagjalda var miðað
við fasteignamat 150 fm. raðhúss
ásamt lóð samkvæmt útreikningi á
fasteignamati í sveitarfélögunum
frá Fasteignamati ríkisins. Sam-
kvæmt því er töluverður munur á
fasteignamati sambærilegs húss á
höfðuborgarsvæðinu, hæst á Sel-
tjarnarnesi en lægst í Mosfellsbæ og
Álfta nesi. Leikskólagjöld eru reiknuð
sem meðalgjöld 2-5 ára barna, þ.e.
tekið er tillit til gjald frjálsrar leik-
skólavistar og reiknað út meðalgjald
á þessu árabili.
Eins og sjá má af töfl unni er
greiðslu byrði fasteignagjalda og
heits vatns næst lægst í Mosfellsbæ
og leikskólagjöld og útsvar er þriðju
lægst. Samtals er greiðslubyrði þess-
ara fjögurra gjaldstofna næst lægst í
Mosfellsbæ. Það er von mín að þessi
samanburður á gjöldum sýni raun-
sannari mynd á gjaldtöku í Mos-
fellsbæ heldur en umræðan og um-
fjöllunin um þessi mál hefur oft sýnt.
Har ald ur Sverr is son
bæj ar stjóri
Drauma sveit ar fé lag ið
Mos fells bær í verð launa sæti
Fasteignamat
sambærilegs
150m raðhúss
Fasteigna-
gjöld á ári
Heitt vatn
á ári m.v.
1200 tonn
Leikskólagjöld
á ári (eitt
barn 2-5 ára)
Útsvar
m.v. 7m
árstekjur
Samtals
á ári
Reykjavík 39.761.120 174.424 92.161 207.130 912.100 1.385.815
Kópavogur 40.017.880 201.202 92.161 219.164 912.100 1.424.627
Seltjarnarnes 48.637.680 233.805 70.075 300.245 847.000 1.451.125
Garðabær 42.402.080 230.734 92.161 276.870 912.100 1.511.865
Hafnarfjörður 39.174.240 231.010 92.161 250.767 912.100 1.486.038
Álftanes 36.423.240 227.829 92.161 261.800 912.100 1.493.890
Mosfellsbær 36.680.000 195.857 90.130 226.226 905.100 1.417.313
Tafl an sýnir samanburð á gjaldstofnum í nokkrum sveitarfélögum. Mosfellsbær er með næst lægstu gjöldin.
Bólið í Bláa lóninu
Föstudaginn 8. febrúar fór
Félagsmiðstöðin Ból með hóp
af unglingum í Bláa lónið.
Ferðin var áætluð viku áður
en vegna óveðurs á Reykjanes-
veginum þurfti að fresta ferð -
inni. Mikil spenna var fyrir þes-
sari ferð og gekk hún alveg eins
og í sögu og voru krakkarnir
sáttir og vel soðnir þegar heim
var komið.
Þorrablót krakka
í Varmárskóla
Hressir krakkar á ösku-
degi í Lágafellsskóla með
skólastjóranum sínum,
Sigríði Johnsen.