Mosfellingur - 22.02.2008, Síða 17

Mosfellingur - 22.02.2008, Síða 17
Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar - 17 VGH MOSFELLSBÆ Verktaki - Vélaleiga GSM: 896 8279 896 9443 896 2279 ÞAÐ SEM TIL ÞARF HÁHOLT 23 - SÍMI 566 8500 Alvöru Fyrirtæki sem auglýsa í Mosfellingi stuðla að því að þú fáir blaðið frítt inn um lúguna á þriggja vikna fresti sveitakrá Á meðan fjöldi manns er á biðlistum eftir félagsleg- um leiguíbúðum á landinu öllu áforma aðeins fimm sveitarfélög að fjölga leigu- íbúðum á árinu. Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu ný- lega þá ráðgera Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Seltjarnarnes og Reykhólahreppur að fjölga félagslegum leiguíbúðum og sýna þessi sveitarfélög þar með samfélagslega ábyrgð gagnvart þeim sem eru á biðlistum eftir félagslegu leiguhúsnæði. En hver er staðan í Mosfellsbæ? Allt frá því að meirihluti sjálfstæðis- manna tók við stjórn sveitarfélagsins á vormánuðum 2002 hefur ekki verið fjölgað um eina einustu félagslega leiguíbúð heldur þvert á móti hafa félagslegar leiguíbúðir verið seldar. Og samkvæmt áætlunum núverandi meirihluta er ekki að sjá að mikil breyting verði þar á. Á sama tíma hefur okkur fjölgað verulega eða úr u.þ.b. 6400 manns í ríflega 8000 eða um fjórðung og því mætti ætla að þörfin hafi aukist frek- ar en minnkað. Í Mosfellsbæ eru hlutfallslega fáar félagslegar leiguíbúðir Í Mosfellsbæ eru um 30 félagslegar leiguíbúðir sem þýðir að u.þ.b. 4,0 félagslegar leiguíbúðir á hverja 1000 íbúa. Til samanburðar þá eru í Kópa- vogi eru 11,3 félagslegar leiguíbúðir á hverja 1000 íbúa og í Reykjavík eru þær 16,9, meðaltal á landi öllu er 14,6. (Heimild: Varasjóður húsnæðismála 2007) Eflaust eru margar skýringar á því hvers vegna svo fáar íbúðir eru pr. 1000 íbúa í bæjarfélaginu okkar og ætla ég ekki að reyna að skýra það hér. Biðlisti eftir félagslegu leiguhús- næði er ekki langur í sveitarfélaginu ýmissa hluta vegna en í ljósi ofan- greindra staðreynda og í ört stækk- andi bæjarfélagi ættum við að sjá metnað okkar í að axla enn betur okkar samfélagslegu ábyrgð og fjölga jafnt og þétt félagslegum leiguíbúðum. Sérstakar húsaleigubætur Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti nýlega reglur um sérstakar húsaleigubætur og eru þær ágætt fyrsta skref í því að koma til móts við fjölskyldur og ein- staklinga sem búa í almennu leigu- húsnæði og eiga í erfiðleikum með að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra erfiðleika. Allt hljómar þetta mjög vel en þeg- ar skoðuð eru þau viðmið sem um- sækjandi þarf að uppfylla þá er ljóst að aðeins mjög lítill hluti þeirra sem reglurnar þyrftu að ná til getur sótt um bæturnar sökum tekjuviðmiða. Samkvæmt reglunum skal meta að- stæður umsækjenda m.a. út frá eftir- farandi viðmiðum: Umsækjandi þarf að eiga lögheim- ili í Mosfellsbæ þegar sótt er um bæturnar og hafa átt það síðastliðna 12 mánuði. Eignarmörk í reglunum eru 2.899.000,-. Tekjumörk fyrir einstakling eru 2.056.404,- og 2.933.701 fyrir hjón, auk þess 329.112 fyrir hvert barn á framfæri undir 18 ára aldri. Til upplýsinga þá byggir sveitar- félagið Árborg sínar sérstöku húsa- leigubætur upp á annan hátt og sem dæmi þá eru tekjuviðmið þar eftirfar- andi: Tekjumörk einstaklings 2.873.000,- og 3.980.000,- fyrir hjón, auk þess 476.000,- fyrir hvert barn á framfæri. Eins og sjá má eru tekjuviðmiðin ríf- lega 1/3 hærri hjá Árborg og því regl- urnar þar aðgengilegri fyrir stærri hóp. Það er mikilvægt að við næstu end- urskoðun reglna um sérstakar húsa- leigubætur verði tekjuviðmið skoðuð og hvað markmiði þær eigi að ná. Marteinn Magnússon bæjarfulltrúi Samfélagsleg ábyrgð í húsnæðismálum BOLTINN UM HELGINA: Laugardagur kl. 13:45 Birmingham - Arsenal kl. 16:00 Liverpool - Middlesbrough kl. 18:15 Newcastle - Man. Utd. Sunnudagur kl. 15:00 Tottenham - Chelsea Í BEINNI BOLTINN Laugardagskvöld Trúbadorinn Hermann jr. fyrrum söngvari Papana heldur uppi stuði fram eftir nóttu. FRÍTT INN

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.