Mosfellingur - 22.02.2008, Síða 20
Mexíkóskt lasagne
Í eldhúsinu
5 - 6 kjúklingabringur
1/2 laukur
2 rauðar paprikur
eitt bréf Burrito kryddmix eða bara
krydda eftir smekk
2 dósir taco eða salsasósa, t.d. Old el
paso (medium eða eftir smekk) 1/2 lítri
matreiðslurjómi
6 tortillas pönnukökur eða 8 fajita
pönnu kökur (þær eru minni)
rifinn ost
Kjúklingabringurnar eru skornar í bita.
Laukur skorinn smátt og paprika í bita.
Laukur steiktur ásamt papriku á pönnu,
kjúklingabitum bætt út í og kryddað.
Þegar kjúklingurinn er steiktur er salsa-
sósu og rjóma bætt út í og látið malla.
Eldfast fat - fyrst eru tortillas pönnu-
kökur settar í botninn og þurfa þær að
þekja botninn svo kjúklingasósan og
tortillaskökur til skiptis efst kjúklin-
gasósa, ostur yfir.
Bakist ca. 15 mín. í ofni eða þar til
osturinn hefur bráðnað.
Gott er að bera réttinn fram með
sýrðum rjóma/kotasælu, fersku salati,
brauði og Dorritos flögum.
HJÁ LAUFEYJU EYDAL
Heyrst hefur...
...að Bogomil Font hafi þurft
frá að hverfa á þorrablóti Dalbúa
fyrr en við var að búast en hann
hafði tvíbókað sig þetta kvöldið.
...að gervigrasið nái ekki að bræða
snjó fari frostið undir -2°.
...að verið sé að byggja stærsta
einbýlishús landsins í Dalnum.
...að Edda Davíðs sé ólétt á ný.
Tekin í Bólinu?
...að handrukkarinn Annþór Karlsson
hafi fundist inni í fataskáp í
Urðarholtinu eftir að hafa strokið
út um glugga úr fangaklefa í RVK.
...að stelpurnar í Lesblindusetrinu séu
fluttar í Völuteig 8, hjá löggunni.
...að Leifur á gröfunni og bolabít-
urinn hans hafi unnið glæstan sigur
í tvífarakeppni á dögunum.
...að hestamenn haldi sína árlegu
árshátíð annað kvöld í Hlégarði.
...að næsta viðureign í spurninga-
keppni sveitarfélaga, Útsvari, fari
fram á 99 ára afmæli Aftureldingar
þann 11. apríl. Þar mun ungmanna-
félags andinn ráða ríkjum.
...að Aftureldingar-páskaeggin séu
farinn að hreiðra um sig en þau
slógu rækilega í gegn um síðustu
páska.
...að Bubbi Morthens hafi kallað
Dóra DNA „útþynnt gen frá
Nóbelskáldinu“ eftir að Dóri
gagnrýndi þáttinn hans á Stöð 2.
...að Magnea og Bjöggi eigi von á
tvíburum.
...að það verði suðræn sveifla
í Hlégarði í kvöld þegar
stórhljómsveit Tómasar R. leikur.
...að handboltastrákarnir séu á
hraðri leið niður í 1. deild fari
þeir ekki að hysja upp um sig
brækurnar. Næsti leikur er á
sunnudaginn gegn ÍBV.
...að bæjarbúar séu skelfingu
lostnir eftir þrumur og eldingar
á dögunum. Ætli komi aftur-elding?
...að Skúli boxari Ármanns eigi
möguleika á að komast á
Ólympíuleikana.
...að Sigsteinn á Blikastöðum sé
orðinn 103 ára gamall
Endilega sendið okkur slúður
mosfellingur@mosfellingur.is
- Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar20
Nafn: Sigrún Karlsdóttir
Gælunafn: sigrunz
Aldur: 14 ára
Bekkur: 9. GG
Hvað finnst þér um flugelda? Alveg frábær leið til að sprengja á sig pizzafeis
Góður morgunmatur er: Seríós með vænni
slettu af súrmjólk
Ekkert hár eða engar tær? Engar tær pottþétt
Hvað notar þú háfjalla-andlitsvatn frá Dior oft?
Kvölds og morgna
Hvernig var árshátíð Bólsins 2007? GEÐVEIK :D
Ef þú værir dýr þá værir þú? Spæta
Ef þú værir bók, um hvað fjallaðir þú?
Myglusveppi
Ef þú værir mynd, hvað væri að sjá? Frábæra
manneskju (Sigrúnu Karls)
Ef þú værir hljóð, í hverju heyrðist? Hnerrandi
hesti
Hvað langar þig að verða? Geimfari
Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Fleiri
en enga og færri en eina
Hver er til fyrirmyndar? María Helga er
alltaf til fyrirmyndar
Er spandex inn? Er það ekki bara
klassík sem er alltaf inn?
Uppáhalds dagur? 16. nóvember,
dagur íslenskrar tungu
List sem þú fílar? Ljóðlist
Hvað finnst þér um Britney
Spears? Snickers
En Garðar Cortes? gangsta4sho
Eitt orð um pólitík: Núrgis (lestu
afturábak)
Seinustu meiðsl: Ásdís lamdi mig
svo fast að ég handleggsbrotnaði
Seinasta kraftaverk: Kim Larsen
tónleikarnir í Vodafone-höllinni!
Þægilegustu skór í heimi:
Víkingastígvélin mín, luuv !
UNGLINGURINN
Kenpo karate
og kickbox í boði
Nú geta bæjarbúar farið að
æfa alvöru bardagalistir eins
og Kenpo Karate og kínverskt/
amerískt Kickbox. Þessar íþróttir
eru fyrir fólk á öllum aldri og góð
leið til að komast í hörku form.
Æfi ngar eru í Íþróttamiðstöðinni
Lágafellslaug á föstudagskvöld-
um kl. 18:30-20 og á laugar-
dögum kl. 11:30-13.
Þjálfari er Lasse Brandt Jensen
Á myndinni má sjá þjálfarann
með einum nemanda sinna,
Viðari Má. Meiri upplýsingar má
fi nna á www.kenpo.bloggar.is
Kenpo Karate og Kickbox
mynd/texti/oddvar
Laufey lét okkur fá þessa girnilegu
uppskrift að lasagne fyrir 5-6
manns. Laufey vinnur hjá VR, í
þjónustuveri og á samskiptasviði.
„Þessa uppskrift fékk ég í vinn-
unni, en einu sinni í mánuði er
stafsmaður VR gestakokkur í mötu-
neytinu og þá var okkur eitt sinn
boðið upp á þennan frábæra rétt.
Ég hef svo matreitt réttinn
fyrir m.a. saumaklúbbinn og ýmis
matar boð og vekur hann alltaf jafn
mikla lukku.
Einfalt – fljótlegt og ótrúlega
ljúffengt. Getur það verið betra?”
MOSFELLINGUR
KEMUR NÆST
ÚT 14. MARS