Mosfellingur - 16.12.2010, Blaðsíða 32

Mosfellingur - 16.12.2010, Blaðsíða 32
 - Íþróttir32 N1 deild karla að Varmá í kvöld Afturelding - Selfoss FimmtudAgur 16. deSember kl. 19:30 Yngsti keppnishópur fimleikadeildar Aftureldingar hreppti silfurverðlaunin á byrjendamóti í hópfimleikum sem haldið var hjá Hamri í Hveragerði á dögunum. Stelpurnar sem eru að stíga sín fyrstu skref á mótum stóðu sig frábærlega og verður spennandi að fylgjast með þeim í framtíðinni. Írinn John Andrews hefur skrifað undir tveggja ára samning við Aftureldingu um að þjálfa kvennalið félagsins áfram en hann tók við liðinu á miðju sumri og stýrði því út tímabilið. John Henry Andrews er 32 ára gamall. John er varnarmaður og lék með Cork City á Írlandi auk þess sem hann var á mála hjá enska félaginu Coventry á árunum 1995- 1998. Hann var aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki kvenna í Aftureldingu sumarið 2008 er Gareth O’Sullivan stýrði liðinu. Miklar væntingar eru til þess að hann komi með reynslu sína úr atvinnumennsku inn í starf félagsins. Hann hefur þjálfað m.a. yngri flokka kvenna og karla, Hvíta riddarann og að auki aðstoð- að við þjálfun meistaraflokka félagsins. Undirbúningur liðsins er hafinn af fullum krafti og fer vel af stað. John Andrews þjálfar áfram meistaraflokk kvenna í fótbolta Ráðinn til tveggja ára Frá undirritun samninga. Brynjar Jóhannesson framkvæmdastjóri Aftureldingar, John Andrews og Hallur Birgisson formaður meistaraflokksráðs. VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja Kjör íþróttamanns og íþróttakonu Mosfellsbæjar Óskað er eftir útnefningu á íþróttafólki sem náð hafa eftirfarandi árangri og hafa lögheimili í Mosfells­ bæ en æfa með íþróttafélögum utan Mosfellsbæjar: hafa orðið Íslandsmeistarar, deildarmeistarar, bikar­ meistarar, landsmótsmeistarar og hafa tekið þátt og/eða æft með landsliði. Tilefnið er kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar fyrir árið 2010. Vinsamlegast hafið samband við íþróttafulltrúa Mosfellsbæjar í síma 6600750 eða á sg@mos.is Vel heppnað mót badmintondeildar Badmintondeild Aftureldingar hélt vel heppnað mót síðustu helgina í nóvember að Varmá. Mótið var liður í svo kallaðri stjörnumótaröð Badmintonsambands Íslands þar sem allir bestu badmintonspilarar landsins yngri en 19 ára tóku þátt og voru þeir á annað hundrað. Þar af vorum 12 krakkar frá Aftureldingu. Allir krakkarnir stóðu sig mjög vel og ljóst er að þjálfararnir þau Ragna, Halldóra og Vignir eru að vinna gott starf. Tveir leikmenn Aftureldingar unnu til verðlauna að þessu sinni. Stefán Ás Ingvarsson sigraði í einliðaleik í flokki U15, en þess má geta að Stefán tapaði ekki lotu á mótinu. Þeir Stefán Ás og Guðmundur Ágúst Thoroddsen sigruðu síðan í tvíliðleik U15. Á myndinni má sjá þá Stefán Ás og Guðmund með verðlaunin. Þess má einnig geta að Stefán Ás er nýlega kominn úr landsliðsferð frá Færeyjum en hann var ásamt Daníel Jóhanssyni úr TBR valinn sem fulltrúi Íslands í U15 ára landsliðið. Þriðja sæti á Norður­ landamóti í klifri Mosfellingurinn Kjartan Jónsson, 17 ára, vann á dögunum bronsverðlaun á Norðurlandameistaramóti í klifri í sínum flokki. Mótið fór fram í Solna Klatterklubb í Stokkhólmi við frábærar aðstæður þar sem 123 ungmenni frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi kepptu og var þetta fjölmennasta Norðurlandamótið til þessa. Kjartan hefur æft klifur í fjögur ár og náði fljótlega góðum árangri í greininni. Hann varð íslandsmeistari unglinga árið 2008 og 2009 og náði öðru sæti á Norðurlandamóti í línuklifri árið 2008. Ásamt Kjartani keppti Bryndís Muller, 13 ára, á mótinu og vann hún einnig bronsverðlaun. Yngsti keppnishópur fimleikadeildarinnar á byrjendamóti Silfur á Hamarsmóti

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.