Mosfellingur - 16.12.2010, Qupperneq 34

Mosfellingur - 16.12.2010, Qupperneq 34
 - Aðsendar greinar34 Vegna skrifa um hækkun á launum bæjarstjóra og greiðslu ýmissa fríðinda sem skrifað var um í síðasta tölublaði Mosfellings þá get ég nú bara varla enn trúað því sem ég þar las! Ég varð svo reið eftir lestur þessarar fréttar um að núverandi bæjarstjóri og meirihluti samþykktu að hækka laun bæjarstjórans um tvo launaflokka og láta hann ennþá njóta ýmissa fríðinda sem er bara alveg út úr kú í því erfiða skuldaástandi sem sveitarfélagið er í. Hverskonar bæjarstjórn, og já, bæjarstjóra sitjum við eiginlega uppi með sem samþykkja svona rugl? Eruð þið ekki í lagi? Mér er gjörsamlega misboðið sem skattborgara í þessu sveitar- félagi þegar talað er um sparnað- araðgerðir fyrir sveitarfélagið til hægri og vinstri, skerta þjónustu, lokanir víðsvegar og hækkandi álögur á íbúa, þá virðist bara vera allt í lagi að hækka laun bæjarstjórans. Þvílík frekja og vanvirðing við þegna þessa sveitarfélags. Ég sem sjálfstæðismanneskja sem viður- kennir að hafa endurkosið þennan bæjar- stjóra í síðustu kosningum, mun ekki falla í þá gryfju aftur. ALDREI AFTUR!!! Mitt atkvæði er Sjálf- stæðisflokknum að fullu glatað með svona háttalagi og vonandi munuð þið sveitungar mínir einnig muna þessa framkomu bæjar- stjórnar í næstu kosningum. Ekki gleyma þætti Vinstri grænna í þessum skrípaleik heldur. Látum ekki svona svívirðu yfir okk- ur ganga. Geymt en ekki gleymt segi ég. Skammist ykkar svo allir sem einn í meirihlutanum. Hólmfríður D. Magnúsdóttir Umhugsunarefni vegna hækkandi launa bæjarstjóra Að­send­Ar greinAr Grein­um skal skila in­n­ með tölvupósti á n­etfan­gið mosfellin­gur@mosfellin­gur.is og skulu þær ekki vera len­gri en­ 500 orð. Greinum skal fylgja fullt nafn ásamt mynd af höfundi. Vegna greinar sem varabæjarfulltrúi Sam- fylkingarinnar, Hanna Bjart- mars, ritaði í Mosfelling nýlega undir yfirskriftinni „Laun bæjarstjóra” teljum við nauðsynlegt að koma neðangreindum upplýs- ingum á framfæri. Ástæðan er sú að í greininni koma fram villandi upplýsingar sem felast í því að þeir sem ekki til málsins þekkja gætu skilið sem svo að laun bæj- arstjóra hafi hækkað. Hið rétta er að laun bæj- arstjóra Mosfellsbæjar hafa lækkað alls um 17% frá því að ráðningarsamningur var gerður haustið 2007. Lækkunin greinist með eftirfarandi hætti: 1. janúar 2009. Lækkun um 7,56% skv. úrskurði Kjararáðs, en laun bæjarstjóra eru tengd við laun ráðuneytisstjóra 1. janúar 2010. Lækkun um 3% skv. ósk bæjarstjóra 1. nóv. 2010. Lækkun um 5% skv. nýjum ráðningarsamningi 1. nóv. 2010. Lækkuð hlunnindi, 1% af launum skv. nýjum ráðningar- samningi Uppreiknað er hér um að ræða rúmlega 17% launalækkun á tímabil- inu. Varðandi þá launa- flokkatilfærslu sem getið er um í greininni, er hún tilkomin vegna þess að launflokkur bæjarstjóra er tengdur við launa- flokk ráðuneytisstjóra og ákvarðaði Kjararáð þær breytingar. Þessi tilfærsla leiddi ekki til hækkunar launa. Okkur þykir leitt að þurfa að leiðrétta greinar sem kjörnir fulltrúar skrifa, sérstaklega þar sem viðkomandi veit betur en við teljum nauðsynlegt að Mosfellingar hafi réttar upplýsingar um mál sem þetta. Karl Tómasson, forseti bæjarstjórnar Herdís Sigurjónsdóttir, formaður bæjarráðs Bryndís Haraldsdóttir, bæjarfulltrúi Hafsteinn Pálsson, bæjarfulltrúi Staðreyndir um laun bæjarstjóra Undanfarnar vikur hefur ver- ið unnið hörðum höndum við gerð fjárhagsáætlunnar sem tek- in verður fyrir til seinni umræðu á næsta bæjarstjórnarfundi. Eitt mikilvægasta verkefni allra sveit- arstjórnamanna er einmitt gerð fjárhagsáætlunar, í henni eru mótuð skref næstu missera. Ekki þarf að tíunda í hverslags umhverfi þessi vinna fer nú fram, enda öllum kunn- ugt um það erfiða ástand sem við er glímt um land allt um þessar mundir. Það er ljóst að margar þær ákvarðanir sem hafa verið teknar um niðurskurð og frestun fram- kvæmda hafa reynt á þolrifin hjá okkur sem tökum þær. Öllum var ljóst að ekki væri fært lengur að reka bæjarsjóð með halla og nú tókst að ná jafnvægi í rekstri bæjarins. Það kemur í veg fyrir að næstu kynslóðir þurfi að takast á við þau vandamál sem halla- rekstri fylgja. Samstíga meirihluti Ég get þó með góðri samvisku sagt, að einstaklega samstíga hópur meirihlutans ásamt embættismönnum og forstöðu- mönnum stofnana hefur frá upphafi vinn- unar haft að leiðarljósi að standa af öllum krafti eins mikinn vörð og hægt er um vel- ferðar-, skóla – og fjölskyldumál. Þó að framkvæmdir bæjarins verði í al- geru lágmarki eins og gefur að skilja, er þó ljóst að hafist verður handa við byggingu hjúkrunarheimilis og framhaldsskóla í samvinnu við rík- isvaldið á næsta ári. Ekki þarf að fjölyrða um það, hvaða þýðingu þær framkvæmdir hafa fyrir bæjarbúa. Þakklát fyrir traustið Nú er þetta ár senn á enda runn- ið og vonandi hefur það reynst sem flest- um farsælt og gott. Hjá okkur sem lifum og hrærumst í pólitíkinni eru kosningaár eins og það sem nú er brátt liðið alltaf einstök og minnisstæð. Í síðastliðnum kosningum fengum við Vinstri græn góða kosningu og héldum okkar hlut frá þeim fyrri eftir að hafa ver- ið í meirihluta með sjálfstæðismönnum á síðasta kjörtímabili. Fylgi flokksins í Mos- fellsbæ var með því mesta sem VG fékk á landsvísu. Fyrir það vorum við og erum afar þakklát og þökkum þann stuðning og traust sem okkur var nú sýnt öðru sinni. Eins og allir vita ákvað sami meirihluti að halda áfram góðu samstarfi sínu og göng- um við öll full bjartsýni til starfa fyrir sveit- arfélagið og munum leggja okkar að mörk- um til góðra verka nú sem endra nær. Ég færi Mosfellingum öllum nær og fjær mínar bestu óskir um gleðileg jól og gæfu- ríkt komandi ár. Karl Tómasson forseti bæjarstjórnar. Horfum fram á veginn Fyrir þá örfáu sem það ekki vita þá hefur Björgunarsveitin Kyndill rekið öflugt slysavarnar- og björg- unarstarf í bæjarfélaginu í rúm 40 ár. Sveitin hefur sjaldan verið jafn sterk og nú enda hefur starfið verið öflugt og nýliðun með besta móti. Sveitin hefur yfir að ráða þekk- ingu og tækjabúnaði sem hefur skipað henni í röð fremstu björgunarsveita á landsvísu, þá sérstaklega á sviði leitar og björgunar á vélsleðum. Viðhald og endur- nýjun slíkra tækja og annars búnaðar sem sveitin nýtir er kostnaðarsamt en jafnframt nauðsynlegur hluti starfsins. Því leitar Björgunarsveitin Kyndill eftir aðstoð sveitunga sinna, nú sem endranær. Ein mikilvægasta fjáröflun björgunarsveit- arinnar er sala flugelda um hver áramót. Útkoma flugeldasölunnar segir til um hvort sveitin nær að starfa óskert milli áramóta. Það er því mikilvægt að sveitungar sýni sam- stöðu og styðji áfram slysvarnar- og björgunarstarf í bænum með kaup- um á flugeldum hjá Kyndli. Að venju eru sölustaðirnir tveir. Annars vegar í húsi sveitarinnar við Völuteig og hins vegar í skúr á Krónu- planinu í Háholti. Flugeldasala Kyndils verður opin dagana 28.-30. desember kl. 10-22 og kl. 10-16 þann 31. desember. Kyndill þakkar veittan stuðning og óskar sveitungum sínum gleðilegs nýs og öruggs árs! Ólafur Arnar Jónsson Kyndill lýsir þér leið Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg? Jónas Hallgrímsson: Ísland. Mosfellsbær er víðfeðmur og teygir sig hálfa leið til Þingvalla og Hveragerðis. Um sveitarfélagið liggja stígar og slóðar af ýmiskonar uppruna og gerðum, til dæmis fornar þjóðleiðir, gamlar kinda- götur og línuvegir. En Mosfellsbær er ekki einungis fjöll og heið- ar heldur einnig hluti af stærsta þéttbýlissvæði landsins. Með fjölbreytt- ari ökutækjum og vaxandi áhuga á útivist hefur notkun á stígum og ökuslóðum innan bæjarfélagsins stóraukist á undanförnum árum. En ekki er alltaf ljóst hvar má aka og á hvernig farartækjum. Þar takast á sjónar- mið margra aðila, bæði landeigenda, hesta- manna, gangandi fólks og ökumanna, eins og vel kom fram á fjölmennum fræðslu- fundi sem Umhverfis- og náttúrufræðifé- lag Mosfellsbæjar (UNM) og Mosfellsbær héldu hinn 18. nóvember. Ég tel það brýnt að mismunandi viðhorf og skoðanir í þessum efnum verði sam- ræmd svo sátt ríki um notkun á stígum og slóðum innan bæjarfélagsins. Hvar má til dæmis aka á jeppum, fjórhjólum og vél- hjólum? Og getur umferð hestamanna og vélknúinna ökutækja farið saman? Hvar leyfa landeigendur umferð ökutækja um land sitt og hvar er hún óheimil? Þessum spurningum er ekki alltaf fljótsvarað og nauðsynlegt að bæjaryfirvöld skerpi á regl- um á þessu sviði. Þess vegna fagna ég því að á fundi í umhverfisnefnd Mosfellsbæj- ar hinn 9. desember var eftirfarandi tillaga samþykkt: „Umhverfisnefnd leggur til að formaður nefndarinnar og umhverfisstjóri Mosfells- bæjar hefji vinnu við kortlagningu stíga og slóða í landi bæjarins, bæði gönguleiða, reiðvega og ökuslóða. Verkið verði unn- ið í samráði við hagsmunaaðila, svo sem hestamenn, landeigendur, Motomos og Slóðavini, og niðurstöður kynntar fyrir um- hverfisnefnd.“ Það er von mín að þessi vinna leiði til skynsamlegrar notkunar á stígum og slóð- um innan Mosfellsbæjar, í sátt við náttúru landsins og umhverfi bæjarins. Bjarki Bjarnason, formaður umhverfisnefndar Mosfellsbæjar. Götuna fram eftir veg Gamli Þingvallavegurinn, sem liggur þvert yfir Mosfellsheiði, er merkilegt mannvirki frá seinustu árum 19. aldar. En á hvaða farartækjum má aka hér? Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað. G M á Þ amli Þin osfellsh rum 19. a eirri spur gvallaveg eiði, er me ldar. En á ningu hef urinn, sem rkilegt m hvaða fa ur ekki ve liggur þ annvirki f rartækjum rið svarað Ljósmynd vert yfir rá seinust má aka h . : Bjarki Bja u ér? rnason. Mosfellingurársins Sendið tilnefningar um Mosfelling ársins 2010. mosfellin­gur@mosfellin­gur.is

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.