Morgunblaðið - 06.09.2018, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018
Tradewind is hiring
an Account Executive
in Iceland
Tradewind provides full service
international factoring, credit protection
services, import and vendor finance, PO
and supply-chain finance programs.
Tradewind is headquartered in Germany
and has 18 offices including locations in
the United States, Asia, the Middle East
and Europe. For additional company
information, please visit:
www.tradewindfinance.com.
We are looking for a highly motivated
and qualified Account Executive to
manage assigned client relationships.
The Account Executive will be stationed
in Iceland.
See job description on our website:
www.tradewindfinance.com/about-
us/careers and send your application
to iceland@tradewindfinance.com.
Starf sérfræðings á skrifstofu
menningarmála
Auglýst er laust til umsóknar starf sérfræðings
á skrifstofu menningarmála á sviði lista- og
safnamála auk málefna menningararfs í
mennta- og menningarmálaráðuneyti. Nánari
upplýsingar er að finna á vef ráðuneytisins,
menntamalaraduneyti.is
Umsóknarfrestur er til og með
1. október 2018
Starf lögfræðings á skrifstofu
laga og stjórnsýslu
Auglýst er laust til umsóknar starf lögfræðings
á skrifstofu laga og stjórnsýslu í mennta- og
menningarmálaráðuneyti. Um er að ræða fullt
starf í eitt ár vegna afleysinga. Nánari
upplýsingar er að finna á vef ráðuneytisins,
menntamalaraduneyti.is
Umsóknarfrestur er til og með 1. október
2018
!
"
#! $ "
!" #$
%%&
'
(
) * +
+"
, *
+ "
(-./012/3 4 ) * +
*
+
5
Sjá nánar á kopavogur.is
www.kopavogur.is/is/stjornsysla/um-okkur/laus-storf
Laus störf
hjá Kópavogsbæ
Við mönnum stöðuna
www.capacent.is
Ráðgjafar okkar búa
yfir víðtækri þekkingu
á atvinnulífinu
og veita trausta og
persónu lega ráðgjöf.
Meiri en helmingi færri bréf
voru send með Íslandspósti
árið 2017 en 2007 og bréfum
fækkar enn mikið. Þegar
fyrstu sex mánuðir ársins
2018 eru bornir saman við
fyrstu sex mánuði ársins 2017
kemur í ljós að samdrátturinn
er 12% sem er mun meira en
spár gerðu ráð fyrir. Ef fram
fer sem horfir verður met-
fækkun bréfa í ár. Það leiðir
til þess að tekjur Íslandspósts
munu dragast saman um hátt
í 400 milljónir kr. Á sama
tíma eykst kostnaður við
bréfadreifingu vegna þess að
fjölgun íbúða og fyrirtækja
leiðir til þess að dreifikerfi Ís-
landspósts stækkar.
Einkaréttartekjur
dugar ekki
Árið 2018 hefur verið Ís-
landspósti um margt erfitt,
segir í frétt frá fyrirtækinu.
Fækkun bréfa þýðir minni
tekjur sem hefur veruleg
áhrif á rekstur félagsins. Ís-
landspóstur sinnir svokallaðri
alþjónustuskyldu fyrir ríkið
og hefur á móti einkarétt á að
dreifa árituðum bréfum allt
að 50 grömmum.
Tekjum af einkaréttarbréf-
unum er ætlað að greiða fyrir
þá alþjónustu sem ekki stend-
ur undir sér, s.s. dreifingu í
sveitum landsins. Nú er svo
komið að tekjur af einkarétti
duga ekki til. Önnur þjónusta
sem fyrirtækið veitir í sam-
keppni hefur því verið að
greiða niður hluta alþjónust-
unnar.
Samandregnar tölur í
hálfsársuppgjöri Íslands eru
þær að á fyrri helmingi ársins
lækkuðu tekjurnar um 64
milljónir kr. á milli ára, tekjur
vegna bréfa innan einkaréttar
lækka um 201 milljón kr. en
aðrar tekjur jukust um 132
milljónir kr. Rekstrarkostn-
aður jókst um 285 milljónir
kr. á milli ára eða um 7%.
EBIDTA lækkar um 349
milljónir kr. og afkoman Ís-
landspósts versnaði um 260
milljónir kr.
Þjónusta endurskoðuð
Með minnkandi bréfa-
magni á undanförnum árum
hefur óhjákvæmilega þurft að
endurskoða þjónustuna, segir
í tilkynningu Íslandspósts.
Hafa hagræðingaraðgerðir á
undanförnum árum leitt til
þess að kostnaður nú er tæp-
um tveimur milljörðum króna
minni en raun var fyrir ára-
tug. Nú síðast var dreifing-
ardögum í þéttbýli fækkað
snemma á þessu ári. Vonir
stóðu til að hagræði af því
gæti leitt til lækkunar á burð-
argjöldum en því miður hefur
samdráttur í bréfamagni orð-
ið til þess að hækka verður
verðskrá bréfa til að mæta
tekjutapinu, komi annað ekki
til. Þær hækkanir hefðu orðið
mun meiri hefði kostn-
aðarlækkun vegna fækkunar
dreifingardaga ekki komið til.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Akranes Pósthús á Skaganum en nokkur í þessum stíl eru til.
Metfækkun bréfa
Slök afkoma Íslandspósts
Björgólfur Jóhannsson, fyrr-
verandi forstjóri Icelandair, er
nýr formaður stjórnar Ís-
landsstofu, en hún var skipuð
á dögunum í kjölfar breytinga
á lögum
um stofn-
unina sem
Alþingi
samþykkti
síðasta
vor. Af
Samtökum
atvinnu-
lífsins eru
skipuð í
stjórn
Hildur
Árnadótt-
ir, sem er
varafor-
maður,
Ásthildur
Othars-
dóttir og
Jens
Garðar
Helgason.
Áshildur
Braga-
dóttir og Borgar Þór Einars-
son eru tilnefnd af utan-
ríkisráðherra og Friðjón R.
Friðjónsson er kandídat
ferðamála- og nýsköp-
unarráðherra.
Hlutverk Íslandsstofu er
meðal annars að vera sam-
starfsvettvangur atvinnulífs,
hagsmunasamtaka, stofnana
og stjórnvalda um stefnu og
aðgerðir til þess að auka út-
flutningstekjur og hagvöxt.
Enn fremur að veita alhliða
þjónustu og ráðgjöf til allra út-
flutningsgreina og að laða er-
lenda ferðamenn til landsins
með kynningarstarfi.
Jón Ásbergsson, sem verið
hefur framkvæmdastjóri Ís-
landsstofu frá stofnun hennar
árið 2010, mun að eigin ósk
láta af störfum sem fram-
kvæmdastjóri. Hann mun að
beiðni stjórnar starfa áfram
hjá Íslandsstofu og vera nýj-
um stjórnendum til ráðgjafar.
Sterk ímynd
„Ímynd Íslands þegar kem-
ur að vörugæðum hefur sjald-
an verið sterkari en einmitt
nú,“ segir Jón Ásbergsson.
„Ég hlakka til að taka þátt í
þeim breytingum sem fram
undan eru í starfsemi Íslands-
stofu en ég mat það svo að á
þessum tímamótum væri rétt
að nýr framkvæmdastjóri tæki
við stjórnartaumunum.“
Björgólfur Jóhannsson, for-
maður stjórnar Íslandsstofu,
segir í tilkynningu margt gott
hafa áunnist þar á bæ undir
forystu Jóns Ásbergssonar.
Að sama skapi séu spennandi
tímar fram undan. „Nú horf-
um við til framtíðar og það er
ljóst að breytt rekstrarform
gefur okkur tækifæri til að
halda áfram að sækja fram af
krafti fyrir íslenskt atvinnulíf.“
Breytingar á starf-
semi Íslandsstofu
Jón Ásbergsson hættir
Björgólfur
Jóhannsson
Jón
Ásbergsson