Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 3
Ertu drífandi
einstaklingur með
óbilandi áhuga
á snyrtivörum?
Terma ehf. leitar að öflugu starfsfólki til sölustarfa og kynninga.
Við leitum að drífandi einstaklingum sem geta starfað sjálfstætt, hafa sölu-
!
!
"
# $% &
' !
#$%
"%
( 10.september 2018.
) %
#
Verkefnastjóri meistaranáms
Háskólasetur Vestfjarða leitar að skipulögðum og drífandi
einstaklingi í 100% starf. Staðan er tímabundin til tveggja
ára. Verkefnastjóri meistaranáms vinnur í litlu en
framsæknu háskóla- og rannsóknarumhverfi á Ísafirði.
Verkefnastjóri meistaranáms aðstoðar fagstjóra og aðra
starfsmenn m.a. við skipulagningu kennslu og meistara-
námsvarna sem og auglýsingu og kynningu náms. Starfið
krefst mikillar skipulagshæfni, faglegra vinnubragða, góðrar
tímastjórnunar, sveigjanleika og vilja til samstarfs.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Meistarapróf æskilegt
• Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
• Skipulagshæfni og góð tímastjórnun
• Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi
• Góð íslenskukunnátta og enskukunnátta í ræðu og riti
Við Háskólasetrið er kennd alþjóðleg, þverfagleg námsleið á
meistarastigi í haf- og strandsvæðastjórnun (Coastal and Marine
Management), með um 40-50 virka meistaranema ár hvert,
og nú bætist við samsvarandi námsleið í sjávarbyggðafræði
(Coastal Communities and Regional Development). Báðar
námsleiðirnar eru í samstarfi við Háskólann á Akureyri.
Markmið Háskólaseturs er að skapa framúrskarandi náms- og
vinnuumhverfi fyrir alþjóðlegan nemendahóp.
Nýr fagstjóri þarf að geta hafið störf á haustmisseri 2018.
Til greina kemur að starfið sé hlutastarf ef þess væri óskað.
Upplýsingar veitir Peter Weiss, forstöðumaður, í síma 450 3045
eða weiss@uw.is. Háskólasetrið áskilur sér rétt til að hafna
öllum umsóknum.
Umsóknir (kynningarbréf og ferilskrá) sendist í tölvupósti á
weiss@uw.is. Umsóknarfrestur er til og með 24.09.2018.
www.uw.is
Þjónustufulltrúi
Óskum eftir að ráða þjónustufulltrúa fyrir
Eignaumsjón hf.
Helstu verkefni eru:
Upplýsingagjöf og samskipti við viðskiptavini
Umsjón og vinnsla innheimtu húsgjalda og annarrar innheimtu
fyrir hönd viðskiptavina
Undirbúningur vegna húsfunda
Skráningar á gögnum
Undirbúningur og uppsetning á innheimtuáætlunum
Samskipti við þjónustuaðila f.h. viðskiptavina
Auk annarra fjölbreytilegra daglegra starfa í þjónustuveri
Eignaumsjónar hf.
Æskilegt er að umsækjandi sé að lágmarki með stúdentspróf eða
sambærilega menntun. Marktæk starfsreynsla af sambærilegu starfi
er kostur. Tölugleggni og góð þekking á helstu tölvuforritum s.s.
excel og word ásamt almennri tölvukunnáttu. Áhersla er lögð á
áhugasemi, fagmennsku og nákvæm vinnubrögð, frumkvæði og
eftirfylgni, auk lipurðar í mannlegum samskiptum. Viðkomandi þarf
að geta unnið sjálfstætt sem og í hópi.
Hópstjóri
Óskum eftir að ráða hópstjóra í þjónustuver fyrir
Eignaumsjón hf.
Þjónustuver Eignaumsjónar annast samskipti við viðskiptavini,
ráðgjöf, undirbúning funda o.m.fl.
Helstu verkefni hópstjóra eru:
Verkstjórn daglegra verkefna þjónustuvers
Upplýsingagjöf, ráðgjöf og samskipti við viðskiptavini
Samskipti við þjónustuaðila og verktaka
Auk annarra fjölbreytilegra starfa í þjónustuveri
Eignaumsjónar hf.
Æskilegt er að umsækjandi sé að lágmarki með stúdentspróf eða
sambærilega menntun. Marktæk starfsreynsla af sambærilegu starfi
er mikill kostur. Tölugleggni og góð þekking á helstu tölvuforritum
s.s. outlook, excel og word ásamt almennri tölvukunnáttu. Áhersla
er lögð á samskiptahæfni, ríka þjónustulund, skipulagshæfileika,
lipurð í mannlegum samskiptum, fagmennsku og nákvæm
vinnubrögð.
Umsóknarfrestur er til og með 9. september nk., gengið verður frá ráðningu sem fyrst.
Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf., veitir frekari upplýsingar um starfið í síma 588 3031, en símatími er alla virka daga
frá kl. 13-15. Vinsamlega sendið umsóknir og meðfylgjandi gögn til stra@stra.is.
STRÁ Starfsráðningar ehf. - Suðurlandsbraut 30 - sími 588-3031 - stra@stra.is - gudny@stra.is - www.stra.is.
Eignaumsjón er 17 ára gamalt
fyrirtæki og er leiðandi í
þjónustu við húsfélög og
rekstrarfélög og býður
heildarlausnir í rekstri
fjöleignarhúsa bæði
íbúðarhúsnæðis og
atvinnuhúsnæðis. Félagið
hefur umsjón með daglegum
rekstri fjölmargra hús- og
rekstrarfélaga og kemur
faglega að lausn mála sem
koma upp í fjölbýlum og
fjöleignarhúsum. Markmið
félagsins er að gera rekstur
húsfélaga markvissari og
ódýrari, auðvelda störf stjórna
og spara tíma þeirra sem að
húsfélaginu standa.
Gegnsæi og hlutleysi í öllum
rekstri og aðgengilegar
upplýsingar um rekstur og
ákvarðanir auka skilvirkni og
bætir samskipti.