Morgunblaðið - 02.03.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.03.2018, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2018 Fyrirsögn þessara skrifa er höfð eftir Nóbelsskáldinu Bob Dylan sem frægur varð á sjöunda áratug síðustu aldar. Tilefnið er að stundum virðast ráðamenn gleyma ábyrgð sinni sem gæslumenn hags og frelsis þjóðarinnar. Þannig hefur ráðu- neyti það er sér um orkumál nú látið Birgi Tjörva Pétursson lög- mann gera skýrslu sem á að sýna fram á hversu lítið skref það er lagalega séð að samþykkja þriðja orkupakkann sem frá ESB kemur. Þar er aðeins fjallað um formið, en eins og Birgir Tjörvi tekur fram þá „er ekki fjallað um efna- hagsleg atriði eða hagræna þætti svo sem áhrif á raforkuverð“. Þetta er þó nákvæmlega það sem fólk óttast og telur þessi áhrif geta orðið svo þung í skauti að frelsi þjóðarinnar stafi ógn af. Hvers vegna fæst hvorki atvinnu- vegaráðuneytið né utanríkisráðu- neytið til að ræða þessa ógn? Af hverju fela þeir ekki til þess bær- um hópi manna að semja skýrslu um þessa ógn. Venjulegu fólki er alveg sama um það hvort annar orkupakkinn, sem nú er uppistaðan í þeim þriðja, var samþykktur 2003 eða ekki. Þeim er ekki sama um þá áherslubreytingu til aukinnar mið- stýringar sem kemur fram í þriðja pakkanum nú og heldur ekki að aukin áhersla á samtengingu landa ESB skuli ná hingað. Það eina sem frá ráðamönnum kemur sem svar við áhyggjum al- mennings eru fullyrðingar meira og minna út í hött. Til dæmis: það er í lagi að samþykkja orkupakk- ann nú af því að það er enginn sæ- strengur kominn. Það heyrist ekki orð frá þeim um það, landsregl- arinn sem þessi samþykkt mælir fyrir um tekur til starfa strax. Skyldur hans eru meðal annars þær að flýta þeim degi þegar sæstreng- ur tekur hér land, sjá um að allar reglu- gerðir sem strenginn snerta séu upp fylltar og flutningskerfið sé tilbúið fyrir tengingu. Í þessu samhengi virkar landsreglarinn sem sérstakur fulltrúi ESB til að þrýsta á um að stefna banda- lagsins um samteng- ingu raforkukerfa Evrópu nái fram að ganga. Þegar stjórnvöldum er bent á hvað staða ESB til að þrýsta á um þessi mál- efni styrkist við samþykkt orku- pakkans svara ráðamenn: „Í sam- þykkt orkupakkans felst engin skuldbinding af hálfu Alþingis um að samþykkja sæstreng.“ Þetta er örugglega rétt en sem svar alger- lega á skjön við það sem til þeirra er beint. Önnur lagaskylda landsreglar- ans er sú að stuðla að uppsetningu á frjálsum markaði með raforku til hagsbóta fyrir notendur. Það er sannað að slíkum vel virkum markaði verður ekki komið á hér án þess að byggt sé á sameigin- legri auðlindastýringu vatnsafls og jarðvarma sem engin fordæmi eru fyrir í Evrópu, heldur ekki í Nor- egi. Landsreglarinn hefur engar lagaheimildir til að setja reglu- gerðir eða yfir höfuð skipta sér af þeim málum. Það yrði væntanlega ekki vel séð af því fólki sem and- mælir orkupakkanum að aðili með slík lögformleg tengsl við ACER sem landsreglarinn hefur taki að sér stjórn á orkuvinnslu úr auð- lindum Íslands. Það hygg ég myndi ofbjóða fólki og af almenn- ingi talið stjórnarskrárbrot, þó svo að landsreglarinn sé íslenskur að- ili og geri þetta í nafni þess orku- öryggis sem hann eigi að bera ábyrgð á. Noregur kom upp raforkumark- aði 1993 á undan ESB og naut þar sinna þá takmörkuðu tenginga við Danmörku og ESB gegnum Sví- þjóð. Nokkrum árum síðar hækk- aði orkuverð í Norður-Noregi vegna vatnsskorts svo að aldrað fólk hafði ekki efni á rafmagns- reikningnum og þess dæmi að það frysi í hel í rúminu. Þeir urðu að gera ráðstafanir til að samhæfa stýringu sína á miðlunarlónum til að þetta endurtæki sig ekki. Tilvik sama eðlis komu upp víða um heiminn í kjölfar markaðs- væðingar. ESB markaðsvæddi hjá sér laust fyrir aldamót og skildi þá milli fyrirtækja eins og gert var hér eftir 2003, en um leið slitu þeir samhengið í áhættustjórnun flutningskerfanna. Afleiðingin varð víðtækt kerfishrun sem kom upp í nokkrum löndum Evrópu 2003 og hlaust af mikill kostnaður. Ráðamenn virðast ekki skynja þær hættur sem tengjast orku- pakkanum. Þeir virðast heldur ekki reikna með að gegnum orku- pakkann tengjast raforkumál og auðlindamál Íslands öðrum EES- samningum á þann veg að hætt- urnar vaxa. Sé á það bent svara þeir gjarnan, „það tengist ekki orkupakkanum“. Frá þeim kemur lítið annað en lögfræðihjal um allt annað en þau áhrif pakkans sem skipta máli. Sú reynsla af markaðs- væðingunni sem liggur fyrir er- lendis virðist gleymd hjá ráða- mönnum. Með innleiðslu hennar í orkukerfi okkar á grundvelli orku- pakka ESB er svo aftan að hlut- unum farið að stórhættulegt verð- ur að teljast. Alþingismenn verða nú að sýna þá ábyrgð sem fylgir frelsi þeirra til ákvarðana fyrir hönd þjóðarinnar. Hetja er sá sem skilur þá ábyrgð sem fylgir frelsi hans Eftir Elías Elíasson »Ráðamenn virðast ekki skynja þær hættur sem tengjast orkupakkanum. Elías Elíasson Höfundur er sérfræðingur í orku- málum. eliasbe@simnet.is Laugardaginn 29. 9. barst fjölmiðlum at- hugasemd Lindar- vatns, lóðarhafa Land- símareits. Þetta er fyrirtækið sem stend- ur fyrir að reisa stórt hótel í gamla kirkju- garði Reykjavíkur- kirkju. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja í athugasemdinni að engar framkvæmdir þess séu fyrir- hugaðar í Fógetagarðinum. En þetta hefur heldur ekki staðið til. Þess er ekki gætt í athugasemdinni að kirkjugarðurinn náði lengra í austur, langt inn á Landsímareitinn þar sem hótel skal reist. Lindar- vatnsmönnum ætti að vera ljóst að bein komu upp við fornleifagröft ár- ið 2016 við Kirkjustræti þar sem þeir ætla að láta byggja hótelið í austurhluta kirkjugarðsins. Þeir fara hins vegar í feluleik, nefna ekki bein en kalla þetta „minjar“ sem hafi verið „eyðilagðar“ áður en kom til uppgraftar. Þó er alkunnugt að þarna komu upp árið 2016 tuttugu heillegar kistur með heillegum beinagrindum. Árið 1965 stefndu forsvarsmenn Pósts og síma að því að láta reisa álíka mikið hús á sömu lóð og Lind- arvatnsmenn hafa í hyggju núna á Landsímareitnum, austast í kirkju- garðinum. Ríkisstjórnin bannaði framkvæmdirnar árið 1965 en árið 1966 var leyft að reisa miklu minni byggingu á lóðinni, viðbygginguna sem reist var 1967 og brotin niður í sumar. Ekki var leyft að gera kjall- ara undir henni, lagt bann við því til að hlífa gröfum. Rök eru til að halda að grafir séu þarna enn, með jarð- neskum leifum fólks, annað væri lítt skiljanlegt. Í austurhluta kirkjugarðsins var ekki leyfð nein bygging fyrir 1967 en jarðsett þar enn árin 1882 og 1883. Þarna var fagur skrúðgarður, eins og ljósmyndir sýna, mjög við hæfi gamals kirkjugarðs. Í athugasemd Lindarvatns er talað um „prent- smiðju, verslun, embættisbústaði“ í kirkjugarðinum. Hið sama hefur áð- ur komið úr sömu átt en rök má færa fyrir því að þá sé átt við Aðal- stræti 9, gamla forstjórahús Inn- réttinganna. Í því voru a.m.k. versl- un og prentsmiðja og þarna áttu embættismenn heima. En þetta hús var aldrei í kirkjugarðinum. Þá segja Lindarvatnsmenn að gerður hafi verið kjallari í austurhlut- anum 1830. Sé átt við lóð lyfsalans sem þarna var austan garðsins, gat það ekki orðið fyrr en 1833 þegar honum var mæld lóð við núver- andi Thorvaldsens- stræti, utan kirkju- garðsins. Og einhver kjallari var þarna líka 1882, segja Lindarvatns- menn. Hvar? Ekki í kirkjugaðinum. Allt er þetta alvarlega brenglað, ekkert af þessu var í kirkjugarð- inum. Þeir segja líka frá kömrum og köplum og hitaveitu og ræsum sem hafi áður verið á Landsímareitnum. Jú, getur verið, austast á Landsím- areitnum, næst Austurvelli, var vissulega lóð lyfsala, íbúð og lyfja- búð, en var utan kirkjugarðsins. Gamli kirkjugarðurinn náði ekki al- veg austur að Thorvaldsensstræti við Austurvöll en langleiðina og þó ekki lengra en að lóð lyfsalans. Bílastæði fyrir framan umrædda viðbyggingu var Pósti og síma ekki til sóma en þar undir fundust kist- urnar tuttugu, heillegar með heil- legum beinagrindum. Fógetagarð- urinn hefur líka ósjaldan fengið herfilega meðferð, lagnir verið lagð- ar, beinum raskað, en þar með er ekki sagt að eðlilegt sé að halda slíku áfram, hvorki þar né í austur- hlutanum. Fyrirtækið Póstur og sími var flutt fyrir löngu á annan stað og því ætti svipað vandamál um athafnarými ekki að vera fyrir hendi. Kirkjugarðurinn í heild er eitt viðkvæmasta, helgasta og sögu- legasta svæði Reykjavíkur og ber að hlífa og varðveita sem almennings- garð. Lindarvatni svarað Eftir Helga Þorláksson Helgi Þorláksson »Kirkjugarðurinn í heild er eitt við- kvæmasta, helgasta og sögulegasta svæði Reykjavíkur og ber að hlífa og varðveita sem almenningsgarð. Höfundur er prófessor emeritus. ar verður að setja í gang heildar- endurskoðun á kjaramálum, þar sem hver hópur fær sinn kjarasess í eðlilegu hlutfalli við aðra tekju- hópa. Launatekjur eiga að miðast við afkomu í okkar þjóðfélagi, ekki í samræmi við launaþróun annarra þjóða. Það er afkoman á Íslandi sem skiptir hér máli. Einnig þarf að hafa það í huga að öll störf eru í grunninn tengd hvert öðru. Það er t.d. ekki hægt að starfrækja sjúkrahús ef ræstingafólk er ekki að vinna og þannig eru nánast öll störf að hluta til tengd. Verðmætasköpunin er að stórum hluta unnin af verkafólki og sjó- mönnum, án þeirra framlags væru bankarnir tómir. Því verður launa- stefnan að vera óslitin keðja upp úr með skynsamlegum hækkanast- uðli upp til hins efsta. Þeirri mannfyrirlitningu sem birtist í há- launastefnunni, gagnvart láglauna- fólki, verður að útrýma. Ríkisvaldið og atvinnurekendur eru sífellt að hamra á því að laun verkafólks megi ekki hækka því það valdi verðþenslu í þjóðfélaginu en standa þó sjálfir fyrir óskiljan- legri verðþenslu, sérstaklega á húsnæðismarkaði, með stjórnlaus- um innflutningi ferðamanna sem hefur aðeins einn hagnaðarstuðul, gjaldeyri fyrir Seðlabankann, en óæskilega þenslu á öðrum sviðum, er veldur því að fjöldi fólks hímir á götunni. Ferðaþjónustan getur verið okkur hagkvæm ef við stjórnum henni í samræmi við það sem hægt er að þjónusta af okkur Íslendingum. Tekjur þjóðfélagsins eru nægar sem sést best á því að bankarnir geta verið, með fremur stuttu millibili, að borga hluthöfum millj- arða í arð. Þessar fúlgur eru plokkaðar úr vösum viðskiptavina. Peningar eru nógir, það er bara að hafa andlega hæfileika til að höndla með þá. Ofurlaunamenn eru óhæfir til þess. Starfsmannaleigur eru þjóðar- skömm. Þetta eru dulbúin þræla- viðskipti. Atvinnurekendur virðast borga allvel fyrir þessa starfsmenn en þegar launaumslagið kemur til launþegans er farið að rýrna veru- lega innistæðan. Þessi skömm er vegna þess að stéttarfélögin hafa ekki staði sína vakt. Þau bera ábyrgð á því hversu mikið er flutt inn af verkafólki, og hvernig að- staða þess er hér. » Peningar eru nógir, það er bara að hafa andlega hæfileika til að höndla með þá. Höfundur er eldri borgari. )553 1620 Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sínum upp á úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið höfð að leiðarljósi. Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík laugaas@laugaas.is • laugaas.is Við bjóðum m.a. upp á: Súpur Grænmetisrétti Pastarétti Fiskrétti Kjötrétti Hamborgara Samlokur Barnamatseðil Eftirrétti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.