Morgunblaðið - 02.03.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.03.2018, Blaðsíða 36
Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði, flytur fyrirlesturinn „Refsing guðs, náttúruhamfarir eða samfélagsmein? Um orsakir hung- ursneyða á Íslandi“ í dag kl. 12.05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Ís- lands, í fyrirlestraröð Sagnfræð- ingafélags Íslands og Þjóðminja- safnsins. Í fyrirlestrinum fjallar Guðmundur um hvernig skilningur fræðimanna á orsökum hungurs- neyða hefur breyst. Refsing guðs eða samfélagsmein? ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 275. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr. Ein fremsta blakkona landsins og landsliðsmaður, Thelma Dögg Grét- arsdóttir, hefur samið við slóvak- íska úrvalsdeildarliðið VK Nitra um að leik með liðinu á leiktíðinni sem þegar er hafin í Slóvakíu. Thelma Dögg lék í Sviss á síðasta keppnistímabilinu en eftir að liðið lagði upp laupana hefur hún leitað að liði við hæfi utan Íslands. »4 Flytur frá Sviss til Sló- vakíu til að leika blak ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM „Ég held áfram í sjómennskunni og veit að ég fæ stuðning til þess jafnt frá fjölskyldu minni sem nýju félagi, sem er afar mikilvægt. Það er kom- in fín rútína á hlutina hjá fjölskyld- unni,“ segir Óli Stefán Flóventsson í samtali við Morgunblaðið í gær eftir að hann skrifaði undir þriggja ára samning um þjálfun karlaliðs KA í knattspyrnu. Óli Stefán býr á Höfn í Hornafirði en það hefur ekki aftrað honum frá að þjálfa Grindavík í síðustu árin. Nú verður stefnan tekin norð- ur. »4 Óli Stefán gerir áfram út frá Hornafirði Guðni Einarsson gudni@mbl.is Tröll hafa sett mark sitt á landið, samkvæmt þjóðsögunum. Annars vegar með athöfnum sínum og hins vegar hafa þau steinrunnið og eru sýnileg í formi steina og kletta. Júl- íus Ó. Einarsson fjallaði um land- mótun trölla í lokaverkefni sínu til BA-gráðu í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Hann skilaði ritgerðinni, Steinsnar, landmótun trölla í sögn- um, nú í september. Leiðbeinandi hans var Terry Adrian Gunnell. Júlíus gerir þar grein fyrir því hvað „tröll“ eru og hvernig þau hafa sett mark sitt á landið með tvennum hætti. Þau hafa ýmist steinrunnið sjálf og sett svip sinn á landið sem klettar eða drangar eða viðhaft jarð- rask t.d. með því að kasta steinum og björgum, oft um langan veg. Júlíus skoðaði þjóðsögur Jóns Árnasonar sérstaklega en í réttum fimmtungi þeirra er lýst einhvers konar landmótun trölla. Hann skoð- aði einnig fleiri íslenskar sagnir og bar þær saman við norrænar og breskar sagnir af svipuðum meiði. En hvers vegna valdi hann að skrifa um tröll? „Ég hafði allt frá því á ungdóms- árum þekkt ýmsar náttúrumyndanir og ólíkindalegar sögur sem tengdust þeim, víða um landið. Þar á meðal kletta og björg sem áttu að hafa orð- ið til úr tröllaholdi. Ég hafði lengi velt því fyrir mér hvernig á slíkum sögum stæði, hvernig þær hefðu orðið til og hvers vegna sagðar. Sú forvitni leiddi mig út í þá rannsókn sem ritgerðin lýsir,“ sagði Júlíus. Til í gegnum Íslandssöguna Hann sagði tröll og eldri vættir, sem hugmyndir um tröllin byggjast á, hafa fylgt landsmönnum í gegnum alla Íslandssöguna. „Eftir því sem ég kemst næst um aldur þessara sagna, verða þær til á öllum tíma- skeiðum og enn veit ég til þess að fólk spinnur upp tröllasögur sem það birtir svo í einu eða öðru formi. Ég efast um raunverulegan átrúnað á tröll nú á dögum en þau lifa þó enn góðu lífi í hugarheimi okkar eins og ýmis dæmi sanna.“ Fram kemur í ritgerð Júlíusar að flestar tröllasögur tengjast Norður- landi. Er einhver skýring á því? „Það er munur á landfræðilegri dreifingu tröllasagna í íslenskum þjóðsagnasöfnum, af einhverjum ástæðum sem ég reyndar hef ekki kafað í. Skýringin getur einfaldlega legið í því hvernig staðið var að söfnun sagnanna á sinni tíð, án þess að ég vilji fullyrða það,“ sagði Júl- íus. Hann sagði það vera augljóst af samanburði sagna af tröllum milli landa að forfeður okkar fluttu tröllin með sér frá Skandinavíu við land- nám. „Skráðar sagnir um tröll og það hvernig þær birtast og dreifast í nágrannalöndunum samsvarar býsna vel heimildum og niður- stöðum rannsókna um uppruna Ís- lendinga. Þetta er alveg afgerandi að mínu mati.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Þjóðfræði Júlíus Ó. Einarsson skoðaði hvernig tröllin mótuðu og settu svip sinn á landið, samkvæmt þjóðsögunum. Landnámsmennirnir tóku tröllin með sér  Landmótun trölla skoðuð í BA-ritgerð  Tröllasögur í þjóðsögum  Flestar tröllasögur tengjast Norðurlandi DUCA Model 2959 L 215 cm Leður ct. 20 Verð 469.000,- L 241 cm Leður ct. 20 Verð 495.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla JEREMY Model 2987 L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 415.000,- L 202 cm Leður ct. 30 Verð 559.000,- TRATTO Model 2811 L 207 cm Áklæði ct. 70 Verð 279.000,- L 207 cm Leður ct. 10 Verð 369.000,- ESTRO Model 3042 L 164 cm Leður ct. 15 Verð 295.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 325.000,- MENTORE Model 3052 L 162 cm Áklæði ct. 83 Verð 299.000,- L 201 cm Áklæði ct. 83 Verð 329.000,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.