Morgunblaðið - 02.03.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.03.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2018 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is silestone.com Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Árið 1977 vann Sigurjón Ólafsson (1908-1982), einn kunnasti myndlist- armaður þjóðarinnar á liðinni öld, rúmlega níu metra langa og nær þriggja metra háa lágmynd inn í steinsteyptan norðurgafl húss sem var í byggingu við Síðumúla, hús númer 20. Veggurinn var málaður ljósgulur en myndflöturinn málaður í dekkri lit. Þegar Sigurjón gerði úr frauðplasti mótið fyrir veggmynd- ina notaði hann sömu aðferð sem hann hafði þróað við vinnuna við aðrar álíka veggskreytingar, fyrst fyrir þá gríðarstóru og þekktu sem er á stöðvarhúsi Búrfellsvirkjunar og hann gerði á árunum 1966-69 og síðan meðal annars fyrir Sundaborg við Kleppsveg (1971-74) og háhýsin við Espigerði 2 (1973-74) og Engi- hjalla 3 og 11 í Kópavogi (1975-77). Í vor átti Birgitta Spur ekkja Sig- urjóns, og stofnandi Listasafns Sig- urjóns Ólafssonar í Laugarnesi sem nú er hluti Listasafns Íslands, er- indi í Síðumúla og tók þá eftir því að gaflinn á húsi númer 20, sem áð- ur hafði verið prýddur veggmynd- inni, hafði verið klæddur og að auki gerður gluggi á miðjan vegg, þar sem verk Sigurjóns hafði verið, og verkið þar með eyðilagt. Rétthöfum höfundarréttar listamannsins hafði ekki verið gert viðvart að til stæði að eyðileggja verkið, svo þeir gætu skráð það, tekið af því mót eða gert aðrar ráðstafanir. Hefðu viljað mæla verkið upp Birgitta, sem fer með höfundar- rétt verka Sigurjóns Ólafssonar, telur eyðileggingu verksins vera brot á sæmdarrétti listamannsins og ámælisvert að eigandi fasteign- arinnar, sem er Eik fasteignafélag, hafi ekki upplýst rétthafa höfundar- réttarins um fyrirhugaðar breyt- ingar á gafli hússins, og þar með veitt möguleika á að endurheimta eða varðveita verkið. Hefur hún snúið sér til Myndstefs sem fer með réttindamál myndhöfunda hér á landi. Birgitta segir Gissur Símonarson sem reisti húsið hafa verið aldavin Sigurjóns og hafa fengið hann til að vinna verkið á húsið. Gissur átti Gluggasmiðjuna sem var í húsinu fyrstu árin. Lengi vel fyrir breyt- ingarnar nú huldu auglýsingaskilti frá verslunum í húsinu hluta verks- ins. Birgitta segir það alls ekki hafa verið ákjósanlegt og þó hafi verkið verið heilt undir þeim. Hún spyr síðan hvort ekki hafi mátt finna aðrar lausnir við viðhald á húsinu, sem henni hafi verið sagt að þurft hefði að ráðast í en við það mun veggurinn hafa verið klæddur – auk þess sem gluggi var settur ofan í verkið. Hún bendir á að eigendur annarra húsa með verkum Sigur- jóns hafi haldið húseignunum vel við og þar með verkunum með sóma. „Hefðum við verið látin vita hefðum við getað tekið ljósmyndir af veggnum og verkinu en við eig- um bara eina eða tvær góðar ljós- myndir af þessum vegg. Við hefðum viljað gera þarna rannsóknarvinnu, mæla verkið upp og mögulega taka mót af því. Mér finnst mjög gróft að fara í svona framkvæmd meðan höfundarrétturinn er í fullu gildi, án þess að tilkynna það.“ Og Birg- itta bætir við að henni þyki þetta mál sýna að það sé brotalöm í höf- undarréttarlöggjöfinni, að eig- endum opinberra verka sé ekki skylt að tilkynna um breytingar eða eyðileggingu á þeim. „Það verða að vera varnaglar sem forða því að menningar- verðmæti séu eyðilögð. Þetta er óafturkræf eyðilegging.“ Hún viðurkennir að sér þyki þetta sárt og hún spyr um ábyrgð fagmanna sem koma að breytingunum og samþykktir þeirra: arkitekta, tæknifræðinga og byggingafulltrúa. „Mér finnst vanta eitthvað í mennt- un þeirra og sýn,“ segir hún, að þeir hafi ekki áttað sig á því að þarna væri einstakt listaverk. Birgitta skýrir fyrir blaðamanni hvernig verkið vísar í evrópskar listhræringar á mótunartíma Sigur- jóns, hvernig hann vinnur með hug- myndir sem voru meðal annars undir áhrifum frá myndhöggvar- anum Jean Arp og í markvissri per- sónulegri framvindu. „Þetta er verk sem er hluti af evrópskri listasögu þessa tíma og það er búið að eyði- leggja það – gróflega. Mér finnst þeir menn vera grátlega illa upp- lýstir sem hika ekki við að eyði- leggja verk sem þetta“ Listaverkið ekki á teikningum Lögmaður Eikar fasteignafélags benti á það í bréfi til Myndstefs að leyfi frá byggingafulltrúa til breyt- inga á Síðumúla 20 hafi verið veitt í október 2016 og janúar 2017 án at- hugasemda. Verk Sigurjóns á norð- urgafli eignarinnar hafi ekki verið skráð hjá byggingaryfirvöldum né komi fram á uppdráttum. Þar segir jafnframt að stærsti hluti verksins hafi árum saman verið hulinn með skilti frá Hljóðfærahúsinu, áður en Eik eignaðist fasteignina. Og hafi Eik því ekki verið kunnugt um til- vist þess hluta fyrr en leigutaki fékk heimild til að setja glugga á gafl hússins. Þegar blaðamaður ræðir við starfsmann byggingafulltrúa sem fer í gegnum teikningar að Síðu- múla 20 sem þar eru, staðfestir hann að hvergi megi sjá að getið sé um að listaverk eftir Sigurjón Ólafsson sé á gafli hússins. Þegar spurt er hvort afgreiðsla á ósk um að breyta gaflinum hefði verið sam- þykkt athugasemdalaust hefði verið vitað af listaverkinu segir starfs- maðurinn það ólíklegt. Tilgangur framkvæmda ekki að eyðileggja Harpa Fönn Sigurjónsdóttir er lögmaður Myndstefs. Hún segir að í þessu máli sé bent á sæmdarrétt höfunda sem lýtur að því að ekki megi breyta verkum listamanna eða taka þau úr samhengi án þeirra leyfis eða handhafa höfundarréttar þeirra. Þegar Harpa Fönn sendi fyrir- spurn til Eikar fasteignafélags vegna þess álitamáls hvort sæmdarréttur hafi verið brotinn með því að fjarlægja verk Sig- urjóns, þá vísar lögfræðingur fast- eignarfélagsins til greinar í lögum um að breytingar á byggingarlist séu heimilar í þeim tilvikum sem teljast nauðsynlegar vegna afnotar á fasteign eða af tæknilegum ástæðum. Í bréfi lögfræðings Eikar segir: „Tilgangur viðhalds fasteignarinnar var ekki sá að eyðileggja listaverkið eða hylja það þó að sú hafi orðið raunin í reynd. Þess síður að skerða sæmdarrétt höfundar þess, sem lést árið 1982. Tilgangurinn var sá að viðhalda fasteigninni þannig að ekki stafaði hætta af henni og að halda mætti áfram að hagnýta fasteignina, til hagsbóta Morgunblaðið/Guðmundur Ingólfsson Fyrir Ein fárra ljósmynda sem til er af veggmynd Sigurjóns frá 1977 á gafli Síðumúla 20. Morgunblaðið/Einar Falur Eftir Ný mynd af norðurgafli Síðumúla 20 þar sem áður var veggmynd eftir Sigurjón Ólafsson. Lágmynd eftir Sigurjón Ólafsson horfin af húsi við Síðumúla  Gluggi settur gegnum listaverkið og veggurinn klæddur  Handhafar höfundarréttar segja eyðilegg- ingu listaverksins brot á sæmdarrétti  Lögfræðingur eiganda hússins segir um réttmætt viðhald að ræða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.