Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 3
Framtíð leigufélaga Morgunverðarfundur 12. október: DAGSKRÁ STAÐUR OG STUND 8:00 Fundur hefst með morgunverði 8:30 Ný hugsun á leigumarkaði Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla, greinir frá leigumarkaðnum á Íslandi, skipulagi hans og líklegri þróun á næstu misserum. Þá mun hann greina frá starfsemi Heimavalla og helstu verkefnum félagsins á næstunni. 8:45 Framtíð íbúðaleigufélaga Ásgeir Jónsson, dósent og deildarforseti við hagfræðideild Háskóla Íslands, fjallar um stöðu íbúða- og leigumarkaðar, horfur á næstu árum og framtíð íbúðaleigufélaga í því samhengi. 9:15 Hagkvæmt húsnæði Sören Rasmussen, arkitekt hjá ONV arkitekter í Kaupmannahöfn, segir frá reynslu sinni af hönnun hagkvæmra húsa í tengslum við billigbolig verkefnið sem var hrundið á stað 2006 í Danmörku. Þá segir Sören frá áhugaverðri þróun á hönnun hagkvæmra íbúða þar sem reynt er að koma til móts við mikinn húsnæðsskort í mörgum helstu borgum Danmerkur og víðar. Fundarstjóri er Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnhagssviðs Samtaka atvinnulífisins. Grand Hótel, Gullteigur, við Sigtún, föstudaginn 12. október kl. 8-10. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Nánari upplýsingar og skráning á heimavellir.is Húsnæðismál varða okkur öll. Undanfarna mánuði hefur verið mikil umræða um leigumarkaðinn á Íslandi og hvert hann stefnir. Heimavellir bjóða til morgunverðarfundar til að varpa ljósi á framtíð leigufélaga og stöðuna á leigumarkaðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.