Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018FRÉTTIR ©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim. Af síðum Hvað binst við nafn? Það blóm sem nefnt er Nafta hefði jafn-ljúfan ilm með öðru nafni, nema vitaskuld hvað Donald Trump snertir. Það er greinilegur sigur fyrir Bandaríkja- forseta að hann getur núna hreykt sér af því að hafa staðið við eitt af kosningaloforðum sínum: Með því að breyta nafni Fríverslunarsamn- ings Norður-Ameríku og kalla hann Bandaríkja-Mexíkó-Kanada- samninginn, væri það tæknilega rétt hjá honum að segjast hafa gert út af við Nafta. Að nafnabreytingunni slepptri þá er nýi samningurinn sem áður var kallaður Nafta grunsamlega líkur þeim gamla. Kollegar mínir hafa kafað ofan í þær helstu efn- islegu breytingarnar sem gerðar hafa verið á tilhögun viðskipta á milli aðildarríkja samningsins og hafa þeir fundið atriði sem eru bæði góð, slæm – og ljót. Hagsmunir launafólks Meðal þess góða má nefna breyt- ingar sem eru ekki dæmigerðar fyrir fríverslunarasamning. USMCA-samningurinn bætir nýj- um skilyrðum við Nafta-samning- inn sem skylda Mexíkó til að veita verkalýðsfélögum aukið vægi. Samningurinn kveður líka á um að 40% af virði þeirra bíla sem fá að fara tollfrjálst á milli landa verði að hafa orðið til í verksmiðjum þar sem starfsfólk fær borgað meira en 16 dali á tímann. Fer ekki á milli mála að þetta er gert til að styðja við bakið á bílaframleiðslu í Banda- ríkjunum og Kanada, en það er al- veg jafn líklegt að mexíkóskar verskmiðjur bregðist við með því að auka framleiðni vinnuafls með meiri sjálfvirknivæðingu og bætt- um framleiðsluferlum. Ef það verð- ur raunin þá yrði útkoman færri, en betri störf þar í landi. Í öllu falli þá er þetta ákvæði ekki síst sigur fyrir Kanada sem hefur lengi reynt að gera breyt- ingar á Nafta í þá veru að samn- ingurinn verji betur hagsmuni launafólks. (Kanadamenn geta ver- ið líkir Trump þegar kemur að því að vera meinlokulegir í nafnavali, og bættu þeir orðunum „heild- stæður og framsækinn“ við Kyrra- hafssamkomulagið (e. TPP) þegar þeim samningi var bjargað fyrir horn eftir að Bandaríkin drógu sig úr viðræðunum). Á sama tíma hafa Bandaríkin tryggt bæði Kanada og Mexíkó heilmikinn tollfrjálsan að- gang að Bandaríkjamarkaði, komi til þess að Trump hækki tolla á nýja bíla annars staðar frá. Það er öllu hefðbundnari breyt- ing í átt að frjálsari milliríkja- viðskiptum að Kanada hefur veitt Bandaríkjunum rýmri heimildir til sölu á mjólk og víni. Einnig er já- kvætt að úrskurðarnefnd deilumála Nafta skuli áfram haldið inni. Aft- ur á móti er lítil eftirsjá að svk. Investor State Dispute Settlement- ákvæðum, um sérstaka dómstóla þar sem fyrirtæki gátu höfðað mál gegn ríkisstjórnum ef þau settu reglur sem þeim hugnaðist ekki. Hefðbundnir dómstólar hjá þróuð- um ríkjum eru fullkomlega færir um að úrskurða í deilum á milli fyrirtækja og stjórnvalda. Sextán ár skapa óvissu Af því neikvæða má nefna að samningurinn hefur að geyma sól- arlagsákvæði. USMCA gildir að- eins til sextán ára nema aðild- arríkin fallist á að framlengja samninginn. Það eina sem þetta gerir er að skapa óvissu. Kanada hefur líka fallist á að framlengja gildistíma tiltekinna einkaleyfa – sem Bandaríkin börðust hart fyrir í TPP-viðræðunum til að slá skjaldborg um bandarísk fyrirtæki sem eiga stórt einkaleyfasafn. Þetta dregur úr frelsi í viðskiptum frekar en að auka það. Svo er það ljóta: er þá ekki átt við ákvæði sem eru beinlínis sið- ferðislega „ljót“, heldur frekar að það verður allt annað en skemmti- legt að reyna að sjá fyrir hverjar afleiðingarnar af þeim verða. Þær vörur sem selja má tollfrjálst á milli landa verða eftirleiðis að vera að lágmarki 75% framleiddar hjá aðildarríkjunum, í stað 62,5% áður. Er þetta til þess gert að draga úr innflutningi á bílaíhlutum sem framleiddir eru utan Nafta, og með því móti auka framleiðslu innan að- ildarríkjanna. En áhrifin gætu allt eins orðið þveröfug: Ef það kallar á kostnaðarsamar breytingar á birgðakeðjum fyrirtækja að upp- fylla skilyrðin fyrir tollfrelsi – og ef það reynist dýrara en að borga tollinn – þá gætu fyrirtækin ákveð- ið að hreinlega fórna tollaafslætt- inum alfarið. Og ef fyrirtækin þurfa hvort eð er að borga tolla, þá gæti það hentað þeim ágætlega að flytja inn enn meira af íhlutum frá löndum utan Nafta. Það blasir ekki við hvor valkosturinn verður ofan á. Hvað bílaframleiðendurna sjálfa snertir þá virðast þeir telja það ósennilegt að þetta ákvæði valdi aukinni fjárfestingu í bílafram- leiðslu í Bandaríkjunum. Heilt á litið eru efnislegu breyt- ingarnar lítið meira en fínstillingar á reglum Nafta. Kannski er það hið besta mál. Richard Hass skrif- aði á Twitter: „USMCA er NAFTA plús TPP plús smávægilegar breytingar. Hvað um það ... ef @realDonaldTrump og þingið eru núna fáanleg til að vera fylgjandi frjálsum viðskiptum, þá er verið að stefna í rétta átt.“ Fanturinn sigraði En það ljótasta af öllu eru þau áhrif sem breytingarnar á Nafta munu hafa á pólitíska siði og venj- ur í viðskiptaviðræðum ríkja. Nýi samningurinn þýðir að Trump var leyft að komast upp með það að vera fantur og krefjast tvíhliða samninga: Mexíkó lét undan þrýst- ingnum og skildi Kanada eftir úti í kuldanum – og gerði Kanada um leið að skotmarki fyrir einhliða hækkun tolla – þar til ráðamenn í Ottawa ákváðu að ganga líka til samninga. Kemur þetta í kjölfar þess að Bandaríkin þvinguðu Suð- ur-Kóreu til að breyta verslunar- samningum á milli landanna. Þetta er auðvitað bara upphitun fyrir deilurnar við Kína, og eins og Paul Blustein orðar það þá eru „fanta- brögð Trumps miklu meiri ógn [en Kína] við hið reglumiðaða kerfi“. Það hefði verið miklu betra fyrir heimsbyggðina, og öll þau lönd sem samningurinn snertir, ef þau hefðu látið Trump sýna spilin og neitað að semja á meðan hann hefði í hótunum. Með því hefði af- staða Trumps ekki fært honum neinar pólitískar fjaðrir til að skreyta sig með, en þess í stað urðu málalyktir þannig að það mun óhjákvæmilega hvetja hann til að halda uppteknum hætti. Eins og málin standa, væri ekki í það minnsta hægt að draga úr þeim táknræna sigri sem hann fékk með því að breyta nafninu á Nafta? Ef við fáum að hliðra stöf- unum örlítið þá er eitthvað við skammstöfunina U-SCAM sem hrífur. Nafta er dautt – Nafta lengi lifi Eftir Martin Sandbu Eitt það versta við hinn nýja USMCA-samning er sú staðreynd að Trump var leyft að komast upp með fantaskap í viðræðum ríkjanna sem að samning- num standa. AFP Afar köldu hefur andað milli Donald Trump forseta Bandaríkjanna og Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada. Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Miklu meira, en bara ódýrt Fötur/Balar/tunnur/ stampar, mikið úrval Vinnuvettlingar Pu-Flex frá 295 R Strákústar frá 695 frá 395 uslatínur Laufhrífur frá 1.495 Lauf/ruslastampur Laufsuga/blásari 8.985 skóflur frá 1.995 Ruslapokar 10/25/50 stk. Nokkrar stærðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.