Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 13SJÓNARHÓLL BÓKIN Á löngum ferli hefur Michael Pal- in brugðið sér ótal hlutverk. Hann lék hinn stamandi Ken í A Fish Called Wanda, samkynhneigðan skógarhöggsmann í gamanþáttum Monty Python og sjálfan Pontíus Pílatus í Life of Brian. Í nýjasta verkefni sínu bregður Palin sér í hlutverk sagnfræðingsins, en hann stundaði sagn- fræðinám í Oxford áður en hann varð heimsfrægur skemmtikraftur. Palin er höfundur bókarinnar Erebus: The Story of a Ship en þar fjallar hann um merkilegan rannsóknarleiðangur um miðja 19. öld þar sem þess var freistað að finna siglingaleið frá Atlantshafi til Kyrrahafs meðfram norðurströnd Kanada. Ef stjórnanda leiðangurs- ins, John Franklin, hefði tekist að finna leið sem óhætt væri að sigla er næsta víst að veraldarsagan hefði tekið nýja stefnu enda hefði þá opn- ast hentug leið til að flytja varning til Asíu og yfir á vesturströnd Bandaríkjanna. Þeir sem þekkja söguna vita að Roald Amundsen varð sá fyrsti til að sigla norður fyrir Kanada snemma á 20. öldinni og geta því giskað á hvernig fór fyrir skip- inu Erebus. Saga Erebus minnir á þær fórnir sem fræknir frumkvöðlar og landkönnuðir hafa fært í langri sögu skipasiglinga og notar Palin dagbækur skip- verja úr fyrri leið- öngrum til að draga upp mynd af lífinu um borð. Ekki er að fullu ljóst hvað varð til þess að Erebus sökk, en þó er vitað að áhöfnin var sársvöng og uppgefin þegar skipið var yfirgefið árið 1848 og hvarf ofan í hafið. Sögu- sagnir inúíta herma að þegar hungr- ið hafi tekið að sverfa að hafi áhöfnin farið að stunda mannát. Enginn þeirra komst lífs af og fréttist ekki af Erebus fyrr en sumarið 2014 þeg- ar flakið fannst undan norðurströnd Kanada. ai@mbl.is Michael Palin ritar um merkilegan leiðangur EFTA-ríkin fjögur – Ísland, Liechtenstein, Noregurog Sviss – eiga það sameiginlegt að hafa skuld-bundið sig til að innleiða tilteknar réttarreglur Evrópusambandsins (ESB) í landsrétt sinn þrátt fyrir að standa utan við sambandið. Fyrrnefndu ríkin þrjú byggja innleiðinguna á samningnum um Evrópska efnahags- svæðið (EES) og tilheyra þannig innri markaði ESB. Sviss hefur aftur á móti takmarkaðri aðgang að innri markaðnum með tvíhliða-samningum við ESB. EES-samningurinn, ásamt viðaukum og bókunum, tekur til allra málefnasviða innri markaðarins. Undir hann falla flestallar réttarreglur ESB um frjálst flæði á fólki, fjármagni, þjónustu og vörum. Samningurinn er dí- namískur og er uppfærður sam- hliða lagaþróun ESB. Með EES- samningum var jafnframt sett á fót stofnanakerfi, með sameiginlegri nefnd, óháðri eftirlitsstofnun og dómstól, sem stuðla að einsleitri framkvæmd samningsins innan EES. Sviss tók ásamt hinum EFTA-ríkjunum virkan þátt í samningaviðræðunum um EES og undirritaði EES-samninginn árið 1992. Svissneskir kjósendur höfn- uðu hins vegar aðild að EES í þjóð- aratkvæðagreiðslu síðar sama ár. Í kjölfarið hófu Sviss og ESB við- ræður um efnahagslega samvinnu án aðildar Sviss að EES. Byggt var á þeirri vinnu sem þegar hafði farið fram vegna fyrirhugaðrar aðildar Sviss að EES. Niðurstaðan voru tvíhliða-samningar þar sem Svisslendingar völdu úr þau málefnasvið innri markaðar- ins sem þeir voru reiðubúnir að gangast undir. Eflaust má slá því föstu að efnahagslegur styrkleiki og náin við- skiptatengsl við ESB hafi tryggt Sviss góða samnings- stöðu – Sviss er t.d. þriðji mikilvægasti viðskiptaaðili (e. trading partner) ESB á eftir Bandaríkjunum og Kína. Samningunum var þó ætlað að vera tímabundin lausn þar til Sviss gengi í ESB og sambandið hefur alltaf litið á fyr- irkomulagið sem undantekningu sem stæði ekki til boða fyrir önnur ríki. Eðlilegra væri fyrir Evrópuríki að öðlast aðgang að innri markaðnum með aðild að EES eða hrein- lega með inngöngu í ESB. Á annan tug tvíhliða-samninga tengja Sviss við innri markað ESB. Þar má t.d. nefna samninga um frjálsa för fólks, samgöngumál, opinber innkaup auk aðildar Sviss að Schengen-samstarfinu. Samningarnir afnema höft og tryggja að tilteknar meginreglur ESB-réttar gildi í sam- skiptum Sviss og ESB. Sviss er svo skuldbundið til að samræma landsrétt sinn að tilteknum réttarreglum ESB. Öfugt við EES-samninginn, sem er heildstæður samn- ingur, eru tvíhliða-samningarnir afar mismunandi. Sumir samninganna eru kyrrstæðir, þ.e. þeim er ekki ætlað að taka breytingum. Aðrir eru uppfærðir í samræmi við lagaþróun ESB líkt og þekkist í EES-samstarfinu. Að- ferðirnar eru ólíkar eftir einstökum samningum auk þess sem gengið er mislangt við að uppfæra samningana í samræmi við lagaþróun ESB. Fleiri en 20 aðskildar nefndir hafa umsjón með samningunum, þar á meðal upptöku nýrra ESB- gerða og úrlausn deilumála. Framkvæmd tvíhliða-samning- anna er því sundurleitari en þekkist í EES-samstarfinu. Hvorki svissneskir dómstólar né Dómstóll ESB hafa eiginleg hlut- verk við túlkun tvíhliða- samninganna né heldur er til staðar sjálfstæður dómstóll eða eftirlitsstofnun sem hefur óháð eftirlit með framkvæmdinni. Af þeim sökum er erfitt að tryggja einsleita túlkun samnings- skuldbindinga. Nú þykir ólíklegt að Sviss gangi í ESB og því er ljóst að tvíhliða-samningarnir eru ekki tímabundin lausn líkt og upphaflega stóð til. Sviss og ESB hafa því um nokkurt skeið átt í viðræðum um umbætur á fyrirkomulaginu en ekki sér fyrir endann á því ferli. Það er ekkert launung- armál að væntanleg útganga Breta úr ESB hefur valdið því að sambandið heldur að sér höndum og vill ekki gefa of mikið eftir gagnvart Sviss. Samningarnir hafa reynst Svisslendingum vel og þeir vilja eðlilega halda sérstöðu sinni en jafnframt öðlast óheftara aðgengi að innri mark- aðnum. Ekki hefur t.d. verið samið um frjálst flæði fjár- magns né heldur um þjónustuviðskipti, þar með talið fjár- málaþjónustu sem er afar mikilvæg atvinnugrein í Sviss. Áður en slíkir samningar takast vill ESB samræma fram- kvæmd samninganna, m.a. með aðkomu Dómstóls ESB, sem mælist misvel fyrir í Sviss. Svissneska málamiðlunin LÖGFRÆÐI Hjalti Geir Erlendsson lögfræðingur hjá Umboðsmanni Alþingis ” Á annan tug tvíhliða- samninga tengja Sviss við innri markað ESB. Þar má t.d. nefna samninga um frjálsa för fólks, samgöngumál, opinber innkaup auk aðildar Sviss að Schen- gen-samstarfinu. Með Firmavörn+ geta stjórnendur fylgst með og stýrt öryggiskerfi, myndeftirliti og snjallbúnaði fyrirtækisinsmeð appi í símanum hvar og hvenær sem er. Stjórnstöð Securitas er á vaktinni allan sólarhringinn, alla daga ársins. www.firmavorn.is HVAR SEM ÞÚ ERT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.