Morgunblaðið - 11.10.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.10.2018, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018FRÉTTIR Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) SYN -2,17% 63,0 ORIGO +3,96% 22,3 S&P 500 NASDAQ -2,77% 7.572,956 -1,60% 2.839,47 -2,18% 7.159,08 FTSE 100 NIKKEI 225 11.4.‘18 11.4.‘1810.10.‘18 10-10.‘18 1.800 80 2.226,35 2.035,50 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 83,44 -1,96% 23.506,04 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 72,52 60 2.400 FERÐAÞJÓNUSTA Erlendir fjölmiðlar hafa greint frá því að staðan í þrotabúum flugfélags- ins Primera Air, þ.e. Primera Air Nordic, sem skráð er í Lettlandi, og Primera Air Scandinavia, sem skráð er í Danmörku, sé slæm og lítið sé til skiptanna fyrir kröfuhafa. Móðurfélagið, Primera Air ehf., var einnig tekið til gjaldþrotaskipta í síðustu viku og staðan þar virðist sömuleiðis vera slæm. „Það er verið að kalla eftir upplýs- ingum frá fjármálastofnunum og öðr- um aðilum sem geta gefið upplýs- ingar um eignir. Það eru ekki öll kurl komin til grafar hvað það varðar. Ef miðað er við gjaldþrotabeiðni félags- ins sjálfs má búast við kröfulýsingum upp á á annan tug milljarða króna,“ segir Eiríkur Elís Þorláksson, skipta- stjóri þrotabús Primera Air ehf., í samtali við ViðskiptaMoggann. Skuldirnar eru því líklega umtals- verðar en óljóst er með eignir félags- ins á þessu stigi málsins. Eignakönn- un og upplýsingaöflun mun fara fram á næstu vikum, að sögn Eiríks. Að þeirri vinnu lokinni hefst vinna við að innheimta útistandandi við- skiptakröfur og taka inn í búið inni- stæður og aðrar eignir ef þeim er til að dreifa. Enn sem komið er hafa engar kröfulýsingar borist skiptastjóra en kröfulýsingarfrestur er þrír mánuðir og rennur út í byrjun janúar. thor@mbl.is Umtalsverðar skuldir móðurfélags Primera Morgunblaðið/ÞÖK Búast má við kröfulýsingum upp á annan tug milljarða króna. UPPLÝSINGATÆKNI Upplýsingatæknifyrirtækið Advania varð hlutskarpast í útboði Rík- iskaupa á smíði nýrrar skipaskrár fyrir Samgöngustofu. Sigrún Ámundadóttir, fram- kvæmdastjóri hugbúnaðalausna Advania, segir í samtali við Við- skiptaMoggann að þrjú tilboð hafi verið metin hæf, en Advania hafi boðið lægst, 30 milljónir króna. Nýja kerfið á, samkvæmt upplýs- ingum frá Advania, að sameina sjálfa skipaskrána sem heldur utan um upplýsingar um stærð og stað- setningar skipa, og lögskráningu sjómanna á skipum með upplýs- ingum um hvern skipverja. Skráin hefur fengið nafnið Skútan og er áætlað að hún verði komin í gagnið í ágúst 2019. Mun hún sameina tvo mikilvæga leitar- og skráninga- gagnagrunna sem notaðir eru af starfsmönnum Samgöngustofu. „Þarna er verið að leysa af hólmi skipaskrá sem er í gamalli og úreltri tækni,“ segir Sigrún. tobj@mbl.is Ný Skipaskrá mun kosta 30 milljónir Morgunblaðið/Hari Upplýsingar um stærð og staðsetn- ingar skipa er að finna í skránni. Kári S. Friðriksson, aðalgreinandi hjá íslenska ráðgjafarfyrirtækinu Intellecon, segir að mikið sé um að gögn séu vannýtt, bæði hjá fyrir- tækjum og stofnunum, og í því felist mörg glötuð tækifæri. Í grein þess efnis á vef In- tellecon segir Kári að hægt sé að bæta ákvarð- anir verulega með því að nýta gögn með kerf- isbundnari hætti og oft þurfi ekki flóknar aðgerðir til þess. Kári leggur áherslu á að einföld og stöðl- uð framsetning gagna, t.d. í Excel, geti fleytt fólki langt. Nefnir hann í því sambandi nokkur skilyrði; að í hverjum dálki sé aðeins ein breyta sem mælir ákveðinn eiginleika, að hver röð innihaldi aðeins eina athug- un og þannig tilheyri hver reitur töflunnar aðeins einni breytu og einni athugun. Munurinn á notkunarmöguleikum hreinna gagna og gagna í óreiðu er gríðarlega mikill að sögn Kára. „Ef fólk er með hrein gögn er hægt að kenna flestum á korteri að gera það sem fólk hefur áhuga á,“ segir Kári. „Munurinn getur verið gríðarlegur ef það á eitthvað að vinna áfram með gögnin. Í stað þess að það taki fleiri klukkustundir eða daga að gera greiningar þegar excelskjöl eru í óreiðu er stundum hægt að fram- kvæma þær á nokkrum mínútum ef skjölin byggjast á hreinni framsetn- ingu,“ segir Kári. „Grundvöllurinn fyrir því að gera allan rekstur og ákvarðanir skilvirk- ari er að hafa gögn aðgengileg. Einnig til þess að hægt sé að vinna með þau frekar. Ég held að það vanti oft framsýni þegar fólk notar excelskjöl. Oft eru þau tekin í notk- un með einhvern einn notkunar- möguleika í huga og ekki sett fram með stöðluðum hætti. Það gerir það rosalega erfitt að breyta gögnum og nýta þau með öðrum hætti,“ segir Kári. Auðvelt að draga upp ranga mynd En er gagnameðferð vandamál í fyrirtækjum? „Það er rosalega misjafnt hvernig gögn eru geymd og framsett. Það er ekki beint vandamál en þetta eru oft á tíðum vannýtt tækifæri enda getur framsetning gagna skilið á milli þess hvort þau verði nýtt yfirhöfuð eða ekki. Ég þekki vel verslunareig- endur sem rýna að minnsta kosti vikulega vel í allar tölur tengdar rekstrinum í excelskjölum og sjá þar svart á hvítu að hlutirnir eru ekki al- veg eins og tilfinning starfsfólksins segir til um. Það er svo auðvelt þeg- ar við byggjum á tilfinningu að draga upp ranga mynd og leggja meiri vigt á þá hluti sem samræmast fyrri skoðunum eða spám.“ Kári seg- ir að það mætti vera meiri og dreifð- ari þekking á því hvernig best sé að setja fram gögn og mikil falin verð- mæti séu fólgin í því. „Ekki spurning. Stundum þegar ég hef verið að vinna með gögn frá hinum og þessum fyrirtækjum verð- ur fólk hissa á því hvað hrein gögn geta varpað skýrri mynd á hlutina og hvað hægt er að fá mikið innsæi út frá því að skoða gögn. Jafnvel þó að þetta sé ekki á stórum skala og fyrirtæki ekki með heilt lið í þessu er oft ótrúlegt hvað einn aðili sem get- ur skoðað gögn getur hjálpað starfs- mönnum á fjölbreyttan hátt með til- tölulega lítilli fyrirhöfn.“ Falin verðmæti í hreinum gögnum Getty Images/iStockphoto Mikið er um að gögn séu vannýtt hjá fyrirtækjum og stofnunum. Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Mikil falin verðmæti felast í því að vinna kerfisbundið með gögn að mati Kára S. Friðrikssonar hjá ráðgjafar- fyrirtækinu Intellecon. Kári S. Friðriksson „Hönnunarhugsun (e. Design- Thinking) snýst um að tileinka sér skipulagða aðferðafræði til að leysa krefjandi verkefni, hvort sem það er að búa til nýja vöru eða þróa lausn á erfiðu vandamáli. Hönn- unarhugsun er blanda af sálfræði, verkfræði og hönnun,“ segir Blake Kotelly í samtali við Morgunblaðið. Kotelly kennir námskeið í hönn- unarhugsun og nýsköpun við hinn virta MIT há- skóla í Banda- ríkjunum og heldur reglulega fyrirlestra í bæði Harvard-háskóla og Stanford- háskóla. Í nóvember kemur Kotelly til Íslands og verður með námskeið í Opna háskólanum í HR. Þar ætlar hann að kynna hönnunarhugsun fyrir áhugasömum Íslendingum og kenna hvernig á að beita henni við lausn erfiðra verkefna. „Apple og IKEA eru fyrirtæki sem hafa tileinkað sér aðferðafræð- ina mjög vel. Við framleiðslu vöru hugsa þau fyrirtæki ekki einungis um það hvernig varan virkar eftir að hún kemst i hendur neytenda heldur hugsa þau um notenda- upplifun í víðari skilningi. Í hönn- unarferlinu hjá IKEA er hugsað um hvernig neytandi nálgast vöruna, notar hana og jafnvel endurvinnur hana,“ bætir Kotelly við. Samhliða því að kenna námskeið í virtum háskólum hefur Kotelly meðal annars starfað fyrir Sonos þar sem hann tók þátt í því að þróa og greina hvernig best sé að miðla tónlist á heimilum í framtíðinni. Hann kom einnig að hönnun og þró- un á Jibo sem er talinn vera sam- skiptaróbot heimsins og því forveri Siri og Alexu. Þá skrifaði hann fyrstu bókina um raddþekkingarhugbúnað árið 2003. thor@mbl.is Vöruþróun í víðari skilningi Blake Kotelly „Fjármálastofnanir, verk- fræðistofur og framleið- endur nýta sér hönn- unarhugsun en í raun er ekki til það fyrirtæki í heim- inum sem ekki getur nýtt sér hönnunarhugsun“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.