Morgunblaðið - 11.10.2018, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 9VIÐTAL
ur ekki fengið grunnmeðferð á sínum geð-
sjúkdómi innan heilbrigðiskerfisins,“ segir Vig-
dís og bætir við að oft þurfi einnig að bíða í
margar vikur eftir tíma hjá heimilislækni.
Vigdís segir auk þess að laga þurfi margar
kerfislægar hindranir til þess að ná betri ár-
angri. „Eitt af því er t.d. það að fólk skuli ekki
geta fengið örorkulífeyri að hluta. Það er bara
annaðhvort allt eða ekkert. Það er talsverður
hópur sem útskrifast hjá okkur sem hefur vinnu-
getu að hluta. Þeir sækja eðlilega um fullan ör-
orkulífeyri – hvernig eiga þeir annars að geta
framfleytt sér?“ spyr Vigdís sem vill fá meiri
sveigjanleika í kerfið. „Ég vil hafa meiri sveigj-
anleika í framfærslukerfinu fyrir einstaklinga.
Að þú getir verið í hálfu starfi og fengið hinn
helminginn í örorkulífeyri. Nýjar rannsóknir frá
Finnlandi sýna t.d. fram á talsverða kosti þess að
auka sveigjanleika kerfisins að þessu leyti.“
„Annað sem ég vil benda á er að við erum búin
að búa til stuðningskerfi fyrir þá sem fara á ör-
orku. Ég vil gjarnan að við séum með svipað
stuðningskerfi fyrir fólk sem er með skerta
starfsgetu og vill taka þátt á vinnumarkaði.
Dæmi um þetta er barnalífeyrir fyrir örorkulíf-
eyrisþega. Ef þú ert örorkulífeyrisþegi með ung
börn á framfæri þá geturðu fengið skattfrjálsan
barnalífeyri. Ef þú ert með um fjögur börn á
framfæri þá getur þú verið með allt að hálfa
milljón í ráðstöfunartekjur á örorkulífeyri eftir
skatta. Mér finnst þessi tala ekki of há til að lifa
fyrir þessa einstaklinga. Ég er ekki að gagnrýna
það. Þessir einstaklingar þurfa á þessu að halda.
En ég myndi gjarnan vilja sjá það að þeir sem
eru, jafnvel með heilsubrest, að ströggla á vinnu-
markaði fái sambærilegan stuðning til að vera
þar. Þannig að við séum að styðja fólk sem er úti
á vinnumarkaðinum líka. Við þurfum líka að
beina sjónum að því og búa til gott stuðnings-
kerfi, bæði fjárhagslega og félagslega, fyrir fólk
sem er á vinnumarkaði.“
En heldur þú að það virki að einhverju leyti
gegn því að fólk vilji fara á vinnumarkaðinn? T.d.
að vera með um 500 þúsund í ráðstöfunartekjur
eftir skatt?
„Ég held bara að margir treysti sér ekki til
þess að fara á vinnumarkaðinn. Og ég skil það
mjög vel. Ef þú hefur þennan stuðning á örorku
og ferð svo út á vinnumarkaðinn þá færðu engan
stuðning í þessu formi. Yfirleitt eru þetta ein-
staklingar í mjög erfiðum aðstæðum. Bæði fé-
lagslega og fjárhagslega. Við þurfum auðvitað að
taka utan um þessa einstaklinga og hjálpa þeim
en ekki bara að hjálpa þeim þegar þeir eru
komnir á örorku. Við þurfum líka að hjálpa þeim
í öðrum aðstæðum. Það er það sem ég er að
benda á. Ég er ekki að segja að mér finnist þetta
vera einhver ofrausn fyrir þá sem eru á örorku.
Alls ekki. Ef þú ert foreldri með fjögur börn þá
þarftu alveg þennan pening að mínu mati. Ekki
spurning,“ segir Vigdís.
„Það var ekki nóg að stofna VIRK. Það er hins
vegar nauðsynleg forsenda fyrir öðrum kerf-
isbreytingum að veita fólki góða starfsendurhæf-
ingarþjónustu. Við verðum að vera þar. En við
verðum líka að breyta kerfinu á annan hátt. Bæði
með því að auka sveigjanleika í örorkulífeyr-
iskerfinu og með því að styðja við barnafólk þó
það sé ekki á örorku,“ segir Vigdís.
Horfa á styrkleika fremur en veikleika
Vigdís segir mikilvægt að horfa á styrkleika
fólks fremur en veikleika en í samráðshópi um
breytta framfærslu almannatrygginga fyrir ör-
yrkja hefur verið rætt um að koma á starfsgetu-
mati í stað örorkumats.
„Við erum líka komin með samfélag þar sem
það sem áður taldist vera hluti af persónu-
einkennum fólks, t.d. ADHD eða ódæmigerð ein-
hverfa, er orðið að sjúkdómi. Við greinum börnin
okkar í skólum til að þau fái aðstoð. Þá eru þau
sjúkdómsgreind. Ég er ekkert að mæla gegn
greiningum. Ég held að þær séu nauðsynlegar
svo fólk fái aðstoð. Hættan við þetta er hins veg-
ar sú að það sé horft meira á veikleika heldur en
styrkleika þessara barna. Við þurfum að passa
okkur þarna að einblína á að öll börn hafa styrk-
leika og að við drögum þá fram. Þetta er alls
staðar í samfélaginu svona. Geðgreiningar í heil-
brigðiskerfinu hafa blásið út. Við getum ekki
haldið þannig áfram að við séum með örorkulíf-
eyriskerfi sem eingöngu horfir á það sem er að
þér. Við verðum að horfa á það sem fólk getur.
En á móti þurfum við að vera með mann-
eskjulegt kerfi og þolinmæði til styðja við fólk.
Löndin í kringum okkur eru að glíma við sams
konar vanda. Þetta er ekkert séríslenskt sem við
erum að eiga við,“ segir Vigdís og nefnir þá leið
sem Danir hafa farið að úrskurða ekki um ör-
orkulífeyri hjá fólki undir fertugu.
„Það er ekki vegna þess að þeir ætli ekki að
greiða framfærslu þessa fólks. Fólk fær fram-
færslu frá hinu opinbera þegar það er í vanda.
Það heitir bara ekki örorkulífeyrir. Það er kallað
öðru nafni vegna þess að þeir vilja ekki gefast
upp á þessu fólki. Þetta er ungt fólk. Þeir vilja
vinna með það áfram. Styðja það og finna leiðir
til að það geti tekið þátt á vinnumarkaði. Það er
líka það sem við sjáum hjá VIRK að við náum
góðum árangri með ungt fólk sem er tilbúið að
taka þátt í starfsendurhæfingunni hjá okkur. Við
náum alveg þessu fólki út á vinnumarkaðinn en
það getur tekið tíma.“ Vigdís tekur það aftur á
móti fram að margt sé gott í íslenska kerfinu.
„Það er margt gott sem gerist hérna og við eig-
um auðvitað að efla það sem vel er gert. Það eru
ákveðin tækifæri í því að láta alla þessa flottu
fagðila og stofnanir vinna betur saman. Þar
liggja mikil sóknartækifæri,“ segir Vigdís. „Það
þarf auðvitað að efla geðheilbrigðisþjónustu og
það þarf að efla heilsugæsluna. Það eru hlutir
sem við eigum að efla en það er mjög margt gott í
gangi innan heilbrigðiskerfisins, innan fé-
lagsþjónustunnar og hjá grasrótarsamtökum
sem eru mörg hver með rosalega flotta þjónustu.
Við megum heldur ekki bara tala okkur niður í
þessu samhengi. Við þurfum frekar að sjá mögu-
leikana til framtíðar í öllu þessu góða fólki.“
Morgunblaðið/Hari
yrir kerfisbreytingum
„Ef þú ert með um fjögur börn á framfæri þá getur þú verið með með
allt að hálfa milljón í ráðstöfunartekjur á örorkulífeyri eftir skatta. Mér
finnst þessi tala ekki of há til að lifa fyrir þessa einstaklinga. Ég er ekki
að gagnrýna það. Þessir einstaklingar þurfa á þessu að halda. En ég
myndi gjarnan vilja sjá það að þeir sem eru, jafnvel með heilsubrest, að
ströggla á vinnumarkaði fái sambærilegan stuðning til að vera þar.“
Vigdís dregur það sérstaklega fram að hjálpa þurfi ungu fólki með
börn að taka þátt á vinnumarkaði og þörf sé á góðu barnalífeyriskerfi
fyrir alla. „Við sjáum þetta hérna inni í VIRK. Þessir einstaklingar
koma hingað inn til okkar og eiga mjög erfitt með að fara út á vinnu-
markaðinn vegna þess að þeir fá stuðning með börnunum sínum í
gegnum örorkulífeyrinn, sem er fínt, en þeir fá hann ekki úti á vinnu-
markaði,“ segir Vigdís. „Mér finnst mjög mikilvægt að styðja vel við
ungt fólk á örorku með góðum barnalífeyri en mér finnst ekki síður
mikilvægt að styðja vel við ungt barnafólk á vinnumarkaði sem margt
glímir einnig við erfiðar aðstæður. Unga fólkið er framtíðin. Við erum
að tapa svo miklu þegar unga fólkið tekur ekki þátt,“ segir Vigdís.
Hún segir það hættulega gildru að tengja saman rétt til lífeyris
vegna heilsubrests við annan stuðning sem tengist öðrum þáttum
eða aðstæðum viðkomandi einstaklings. T.d. þegar kemur að skatt-
frjálsum barnalífeyri til foreldra sem eru örorkulífeyrisþegar. „Það
sem við sjáum líka í þessu er að við erum að fá inn til okkar fólk á
miðjum aldri sem hefur lent í ákveðinni gildru. Að börnin séu farin að
heiman, orðin 18 ára, og barnalífeyririnn farinn. Þá er það að taka
fyrstu skrefin út á vinnumarkaðinn. Þau geta verið mjög erfið,“ segir
Vigdís. „Hugsaðu þér stöðuna sem þú værir í, á milli fertugs og fimm-
tugs, og hefðir aldrei verið þátttakandi á vinnumarkaði. Hugsaðu þér
félagsþroskann sem þú færð á vinnumarkaði. Ef þú hefðir hann ekki.
Hinn helmingurinn af ævinni er eftir. Þetta er mikil gildra sem fólk í
þessari stöðu getur lent í. Ég myndi vilja sjá gott barnalífeyriskerfi
fyrir alla, sérstaklega fyrir þá sem hafa lág laun og lítil efni. Það er
þörf á góðu barnalífeyriskerfi – óháð því hvort maður er á vinnumark-
aði eða ekki. Þannig erum við virkilega að gera ungu fólki með börn
kleift að taka þátt á vinnumarkaði,“ segir Vigdís.
En er einhver fyrirmynd sem þú horfir til þarna? „Ekki endilega.
Þegar ég bjó í Danmörku var þar mjög gott barnalífeyriskerfi. Maður
fékk góðan stuðning með börn og húsnæði. Ég var á leigumark-
aðnum og það skipti miklu máli hvað maður fékk frá hinu opinbera.
Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt í okkar velferðarkerfi að geta
stutt vel við unga fólkið með börnin sem margt er ekki með há laun
en þarf að takast á við mikil útgjöld og mikla ábyrgð. Það er dýrast
að missa unga fólkið á örorkuna,“ segir Vigdís.
Þörf á góðu barnalífeyriskerfi fyrir alla