Morgunblaðið - 11.10.2018, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 11.10.2018, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 11FRÉTTIR m. Getur sagað járn, ryðfrítt stál, aðra málma, gifs, trefja/plastefni og keramík. POWERSTATE™ mótor 20.000 RPM. REDLINK PLUS™ yfirálagsvörn. REDLITHIUM-ION™ rafhlaða. Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar með öllum Milwaukee® M12™ rafhlöðu Verð 33.900 kr. (án rafhlöðu) M12 FCOT Fjölnota hjólsög fráMilwaukee vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 Af síðum Neytendur vilja fá að máta það sem þeir kaupa og smám saman eru heimili fólks farin að gegna sama hlutverki og mát- unarklefar verslana. Þúsaldarkynslóðin stundar það í vaxandi mæli að panta kynstrin öll af fatnaði á netinu og skila svo ógrynni af varningi sem þeim hugn- ast ekki. Þetta ferli mun eftirleiðis verða töluvert auðveldara þökk sé samstarfi H&M, næststærstu fataverslanakeðju heims, og sænska fjártæknifyrirtækisins Klarna. Bæði félögin munu hagnast á því að létta skila- og endurgreiðsluferlið, en ákveðnar hættur eru til staðar sem og tækifæri. Viðskiptavinir netverslunar H&M geta ýtt á bleikan takka þegar kemur að því að greiða – „borga seinna með Klarna“ – og fá 30 daga frest til að borga fyrir þær flíkur sem þeir vilja halda. Klarna borgar H&M strax fyrir allt sem keypt er og tekur á sig bæði svika- og útlána- áhættuna, en rukkar þóknun í staðinn. Samningurinn við H&M er hvalreki fyrir Klarna. Félagið fékk bankarekstrarleyfi í Svíþjóð í fyrra og segist geta ráðið við það að stækka hratt en örugglega. En ef aðstæður á lánamarkaði breytast til hins verra gæti Klarna verið berskjaldað. Fyrirtækið er nú þegar rek- ið með hagnaði og er eitt stærsta sprotafyrirtæki Evrópu, þó svo að samstarfið við H&M bendi ekki til þess að verðmat Klarna sé að hækka hratt. H&M greiðir um það bil 20 milljónir dala fyrir rétt innan við 1% hlut í félaginu, sem bendir til að fátt hafi breyst frá árinu 2015 þegar Klarna var metið á 2,5 milljarða dala. Það mun rýra hagnað H&M af netverslunarrekstrinum að þurfa að greiða þóknun fyrir hverja sölu. Og það verður líka vandamál út af fyr- ir sig að fást við meira magn af endursendum vörum. En það er vit í þessu samstarfi. Klarna lofar að einfalda skila- og afhendingarferla H&M. Sennilega mun útkoman verða að viðskiptavinir munu versla oftar á síðu H&M, og versla meira í hvert sinn, sem sumir óttast reyndar að geti ginnt þúsaldarkynslóðina í skuldagildru. En gangi samstarfið vel gæti það hjálpað H&M að vaxa enn hraðar á netinu, eft- ir að hafa staðið helstu keppinautum sínum að baki undanfarin ár. Fréttir af líflegri sölu yfir netið urðu til þess að hlutabréfaverð H&M hækkaði um 40% í síðasta mánuði. Það eru ekki bara þeir sem vilja tolla í tískunni sem hafa mátað H&M-vörur sem þeir hafa þó ekki keypt. Skortsalar eiga nærri fimmt- unginn af öllu floti H&M-hlutabréfa og hefur verðhækkunin að und- anförnu reynst þeim sársaukafull. Er greinilega orðið áhættu- samara en áður að veðja gegn H&M. LEX AFP H&M/Klarna: tísku- kaup á tölvuöld Ríkisstjórnir sem finnst þær ekki hafa úr nægilega miklu að moða gætu fundið nýja og drjúga tekju- lind með því einu að hugsa betur um eignir sínar, að því er AGS upplýsti á miðvikudag. Í úttekt sem náði til 31 lands kom í ljós að ávinningurinn af bættum rekstri fyrirtækja í rík- iseigu gæti að meðaltali jafngilt 3% af þjóðartekjum. Allt sem þarf er að ríkisfyritæki verði hálf- drættingar á við fyrirtæki í einka- rekstri þegar kemur að arðsemi, og að umsjón fjáreigna verði bætt á samsvarandi hátt. Tilmæli AGS eru hluti af átaki sjóðsins til að fá ríki til að nálgast fjármál hins opinbera með svip- uðum hætti og gert er í einkageir- anum, þar sem bæði er litið til eigna og fjárskuldbindinga frekar en að einblína á lántökur og skuldastöðu. Með því að beita þessum aðferðum á ríkisrekst- urinn breytist líka röðun þjóða á listum sjóðsins yfir það hver hefur bestu fjárhagsstöðuna. „Það skiptir ekki bara máli hvað lönd skulda, heldur líka hvað þau eiga,“ sagði Vitor Gaspar, yf- irmaður ríkisfjármálasviðs sjóðs- ins, í viðtali við FT. Löndin sem skoðuð voru í út- tekt AGS mynda samanlagt 61% af alþjóðahagkerfinu og rík- isstjórnir þeirra ráða samtals yfir 101.000 milljarða dala eignasafni. Þetta eignasafn er tvöfalt meira virði en samanlagðar þjóðartekjur umræddra ríkja. Sjóðurinn hefur lengi mælst til þess að ríkisstjórnir tækju tillit til rekstrarreiknings síns í heild sinni, en mjög fá lönd gera það af nægilegri festu. Gaspar segir það gefa gleggri mynd af langtíma-fjárhagsstöðu fyrirtækja að skoða hver eiginfjár- staða þeirra er, frekar en að not- ast við hefðbundna mælikvarða ríkisfjármála á borð við halla á rekstri ríkissjóðs og skuldastöðu. Hann bætir því við að rannsóknir sýni að „lönd sem hafa betri efna- hagsreiking greiða lægri vexti af skuldum“ og njóti líka góðs af „styttri og grynnri niðursveiflum“. Aftur á móti getur það leitt til lakari árangurs að einblína alfarið á skuldastöðu ríkissjóðs, t.d. þegar stjórnvöld freista þess að selja frá sér eignir til að lækka skuldir, og selja þá á nánast hvaða verði sem er – enda hefur það neikvð áhrif á eiginfjárstöðu landsins. Japan betur statt en Þýska- land Þeir efnahagsreikningar sem AGS hefur tekið saman breyta því hvar lönd standa þegar þau eru borin saman. Eigið fé Japans er nálægt núlli, og er því í kringum miðbikið á lista AGS frekar en á botninum ef bara væri litið til þess að skuldir landsins jafngilda 238% af stærð alls hagkerfisins. Aftur á móti lendir Þýskaland neðar á listanum því þar á ríkið fáar eignir þrátt fyrir að skulda aðeins sem nemur 44% af þjóð- arframleiðslu. Þriðjungur þeirra landa sem AGS hafði nægileg gögn til að meta, þar á meðal Bretland, Bandaríkin og Frakkland, mældist með neikvætt eigið fé. Ian Ball, prófessor í fjárreiðum hins opinbera við Victoria-háskóla á Nýja Sjálandi segir að nýjar áherslur AGS ættu að geta hjálp- að löndum að hætta að einblína á að nota skuldir og sjóðstreymi sem mælikvarða á fjárhagslega frammistöðu sína. „Ef fyrirtæki beittu sömu aðferðum og rík- isstjórnir þá væru þau höfð að háði og spotti, og eru ríkisfjármál þó margfalt flóknari,“ sagði hann. Ef afgangur af rekstri ríkisfyr- irtækja væri hálfdrættingur á við það sem tíðkast í einkageiranum þá gætu fyrirtæki í eigu ríkisins að jafnaði aukið tekjur hins op- inbera um jafnvirði 1% af lands- framleiðslu, samkvæmt útreikn- ingum AGS. Ef umsjón fjáreigna væri bætt með sama hætti myndi það bæta við jafnvirði 2% af landsfram- leiðslu árlega, eða samanlagt álíka hárri upphæð og löndin sem skoð- uð voru taka í skatt af hagnaði fyrirtækja. AGS mælir ekki með því að al- farið verði hætt að vakta skulda- stöðu og lántökur landa. Eignir ríkisins geti sveiflast mikið í verði og „margar eru þær illseljanlegar og jafnvel ekki söluhæfar, og myndu ekki geta staðið undir eig- in fjármögnunarþörf til skemmri tíma litið,“ að sögn sjóðsins. En eigið fé flestra landa hefur rýrnað töluvert frá því fjár- málakreppan dundi á, að því er sjóðurinn bendir á. „Þó svo að tekist hafi að ná tökum á halla- rekstri þá er eigið fé enn þónokk- uð lægra en það var fyrir kreppu, og því minna úr að spila til að bregðast við mögulegum hættum í framtíðinni.“ AGS bætti því við að ríkiseignir hefðu orðið verðmætari eftir hrun svo að núllar út um fjórðunginn af nýjum skuldum sem lönd Evr- ópu hafa stofnað til síðan 2000. Dugar það þó ekki til að breyta því að efnahagsreikningur hins opinbera hefur farið versn- andi. AGS hvetur ríki til að fara betur með eignir sínar Eftir Chris Giles á Balí Frekar en að einblína á skuldastöðu og hallarekst- ur ríkissjóðs ætti að horfa á efnahagsreikning hins opinbera í heild sinni. AFP Með nýrri hugsun í ríkisfjármálum gætu flest lönd staðið betur að vígi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.