Morgunblaðið - 03.10.2018, Side 1
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2018
ÍÞRÓTTIR
Körfuboltinn Íslandsmótið hefst í kvöld með heilli umferð í Dominos-deild kvenna. Keflvíkingum er spáð Ís-
landsmeistaratitlinum en meisturum Hauka sjötta sæti. Morgunblaðið fer yfir það sem framundan er í vetur. 2-3
Íþróttir
mbl.is
Keppni hófst í gærkvöld í Hertz-
deild karla í íshokkíi þar sem
Skautafélag Reykjavíkur og Björn-
inn áttust við í Skautahöllinni í
Laugardal. Skautafélag Reykjavík-
ur hrósaði sigri 3:2, eftir að hafa
lent undir, 2:1, strax í fyrsta leik-
hluta. Annar leikhluti var marka-
laus. Robbie Sigurðarson, Patrik
Podsednicek og Sölvi Atlason skor-
uðu mörk Skautafélags Reykjavík-
ur og skoraði Sölvi sigurmarkið
þegar tæp ein og hálf mínúta var
eftir en Björninn var enn yfir, 2:1
yfir þegar skammt var eftir af
leiknum. Ingþór Árnason og Andri
Helgason skoruðu mörk Bjarn-
arins.
Aðeins þrjú lið taka þátt á Ís-
landsmóti karla í íshokkíi á þessu
tímabili eftir að lið Esjunnar var
lagt niður í vor vegna aðstöðuleysis.
Næsti leikur deildarinnar verður
í Skautahöllinni á Akureyri á laug-
ardaginn þegar Íslandsmeistarar
Skautafélags Akureyrar tala á móti
leikmönnum Skautafélags Reykja-
víkur. sport@mbl.is
Sölvi skor-
aði sigur-
markið
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Barátta Robbie Sigurðsson, leikmaður SR, og Andri Helgason liðsmaður Bjarnarins t.v. eigast við í leiknum í gærkvöld sem Robbie og félagar unnu.
Ómar Ingi Magnússon átti enn
einn stórleikinn með Aalborg
Håndbold í gærkvöldi þegar
liðið vann Mors Thy, 31:22, í
upphafsleik sjöundu umferðar
dönsku úrvalsdeildarinnar í
handknattleik. Ómar Ingi
skoraði sjö mörk í átta skotum.
Þar af skoraði hann þrjú mörk
úr vítaköstum. Janus Daði
Smárason skoraði þrjú mörk.
Aalborg Håndbold situr þar
með í efsta sæti með 12 stig. Arnór Atlason er að-
stoðarþjálfari liðsins. GOG, TTH og Århus eru
með 10 stig en eftir sex leiki. iben@mbl.is
Ómar Ingi átti enn
einn stórleikinn
Ómar Ingi
Magnússon
Arnór Þór Gunnarsson er enn í
öðru sæti yfir markahæstu
leikmenn þýsku 1.deildarinnar
í handknattleik. Hann hefur
skoraði 54 mörk í sjö leikjum
Bergischer á leiktíðinni. Að-
eins Matthias Musche, horna-
maður hjá Mageburg, hefur
skoraði fleiri mörk, 71. Musche
hefur leikið einum leik fleiri en
Arnór Þór sem hefur skorað 26
af mörkum sínum úr vítakasti.
Annar Þórsari frá Akureyri, Oddur Gretarsson,
er markahæstur Íslendinga í annarri deild með 36
mörk í sex leikjum. iben@mbl.is
Arnór Þór er áfram
iðinn við kolann
Arnór Þór
Gunnarsson
Jón Daði Böðvarsson meiddist
í upphitun fyrir leik Reading
og QPR í ensku B-deildinni í
knattspyrnu í gær. Til stóð að
Jón Daði yrði í byrjunarliði
Reading en vegna meiðslanna
sem komu upp á á elleftu
stundu varð ekkert af þátttöku
hans.
Ekki var ljóst í gærkvöld
hvort um alvarleg meiðsli væri
að ræða hjá Jóni Daða. Fram-
undan er vináttulandsleikur Íslands og Frakk-
lands í Guingamp á þriðjudaginn og leikur við
landslið Sviss í framhaldinu. iben@mbl.is
Jón Daði meiddist
í upphitun fyrir leik
Jón Daði
Böðvarsson
Riðlakeppin á heimsmeistaramóti kvenna í blaki
í Japan er langt komin. Þriðju umferð í B- og C-
riðlum lauk í gær. Í B-riðli vann Ítalía lið Kúbu
í þremur lotum. Tyrkland vann Búlgaríu með
sama mun og eins lagði Kína lið Kanada í þrem-
ur lotum.
Í C-riðli var lítið meiri spenna því Rússland
vann Kasakstan, 3:0, Taíland vann Trínidad og
Tóbago, 3:1. Leikurinn var sögulegur fyrir þær
sakir að síðarnefnda liðið vann í fyrsta sinn
hrinu í kappleik á HM. Áfram gengur allt á aft-
urlöppunum hjá liði Suður-Kóreu á mótinu. Lið-
ið tapaði fyrir Bandaríkjunum, 3:1, og hefur
ekki unnið leik á mótinu. Bandaríkin og Rúss-
land eru í efstu sætum riðilsins en Ítalía og
Kína bera af öðrum liðum í B-riðlinum. Riðla-
keppninni lýkur á morgun. iben@mbl.is
Ljósmynd/FIVB
Fögnuður Leikmenn bandaríska landsliðsins fagna einu af stigum sínum í leiknum við Suður-Kóreu.
Riðlakeppni HM
lýkur á morgun
Martin Hermannsson lét mikið að
sér kveða þegar lið hans Alba Berl-
in vann tyrkneska liðið Tofas Bursa
með 16 stiga mun á heimavelli í
gærkvöld í fyrstu umferð B-deildar
Evrópubikarsins í körfuknattleik.
Leikið var í Berlin. Martin, sem
kom til Alba í sumar, skoraði 15
stig, átti þrjár stoðsendingar, vann
boltann í þrígang og tók eitt frá-
kast í leiknum. Alls lék hann með í
24 mínútur og 38 sekúndur, þar af
var hann á leikvellinum nær allan
fjórða og síðasta leikhlutann þegar
Alba-liðið sneri leiknum sér í hag.
Martin var þriðji stigahæsti leik-
maður Alba.
Alba var stigi yfir í hálfleik,
55:54, og var stigi undir þegar
þriðji leikhluti var að baki, 75:74.
Tofas Bursa hafnaði í öðru sæti
tyrknesku deildarinnar í vor.
Martin var í
stóru hlut-
verki í Berlín
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Öflugur Martin Hermannsson fór
mikinn í fjórða leikhluta.