Morgunblaðið - 09.10.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.10.2018, Qupperneq 1
ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2018 ÍÞRÓTTIR Handboltinn Þriðja umferð í Olísdeild kvenna. Kreppa ríkir í Garðabæ. Íslandsmeistararnir skoruðu 47 hjá Stjörnunni. HK kemur áfram á óvart. Eyjakonur létu ófærð ekki stöðva sig í norðurferð. Lið þriðju umferðar. 4 Íþróttir mbl.is Morgunblaðið/Sindri Landsliðið Kolbeinn Sigþórsson ferðaðist með lest til móts við landsliðið í gær enda búsettur í Frakklandi. Hann ræddi við fjölmiðla á hóteli liðsins. Í SAINT-BRIEUC Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Ég fer ekkert í grafgötur með það að þetta er ekki skemmtileg staða að vera í, og ég skil hana ekki einu sinni sjálfur,“ segir Kolbeinn Sig- þórsson, landsliðsframherji í knatt- spyrnu. Staða hans hjá franska fé- laginu Nantes virðist aðeins verða erfiðari með hverri vikunni, forseti félagsins hefur bannað honum að fá svo mikið sem að æfa með liðinu, hvað þá að spila með því, og það þrátt fyrir að Nantes gangi allt í óhag og sé í fallsæti í deildinni. Kolbeinn er þrátt fyrir þetta mættur hingað til Saint-Brieuc með íslenska landsliðinu, eftir að hafa óvænt verið valinn í hópinn fyrir fyrstu tvo leikina undir stjórn Erik Hamrén í síðasta mánuði. „Það er náttúrulega frábært fyrir mig að vera valinn í þennan hóp miðað við hvernig staðan hjá mér er. Mér er mikið traust sýnt og þetta er gott tækifæri fyrir mig til að sýna að ég get ennþá skorað mörk. Það gefur mér mikið að fá sénsinn hérna, og mun einnig hjálpa til við að finna nýtt félag,“ segir Kolbeinn. Hann segir ekkert koma til með að breytast hjá sér í Nantes þó að félagið hafi verið að ráða nýj- an þjálfara, Vahid Halilhodzic. „Ég geri mér alla vega engar vonir um það. Þetta hefur allt sam- an snúist um það að forsetinn vill hvorki að ég spili né æfi með liðinu. Það að nýr þjálfari komi breytir engu hjá mér, nema að forsetinn breyti sinni skoðun. Ég þarf bara að bíða, og sjá hvort ég hafi ekki rétt til að æfa að minnsta kosti með lið- inu,“ segir Kolbeinn, en nú er nefni- lega svo komið að hann má ekki einu sinni æfa með liðsfélögum sínum. Kannar rétt sinn „Það er verið að skoða fyrir mig hvort ég hafi ekki rétt til þess. Ég fæ ekki að æfa með varaliðinu held- ur, svo þetta er stórfurðuleg staða. Við erum sjö leikmenn að æfa sam- an, sem erum ekki inni í myndinni hjá klúbbnum. Þetta er auðvitað mjög skrýtin staða, en svona hefur þetta verið síðasta mánuðinn. Það er verið að vinna í þessu máli fyrir mig og vonandi fæ ég skýr svör um þetta sem fyrst. Við æfum alveg vel, en það er skrýtið að vera sjö saman að æfa,“ segir Kolbeinn. Úr sjö manna æfingum hjá Nantes er hann mættur til æfinga fyrir tvo afar erf- iða leiki, vináttulandsleik gegn heimsmeisturum Frakka og gegn Svisslendingum í Þjóðadeildinni á fimmtudag. Kolbeinn viðurkennir að ástand sitt gæti auðvitað verið betra, en bætir við: „Staðan á mér er þokkaleg miðað við þetta. Ég kom inn á í síðasta landsleik og leið bara vel. Mér fannst ég jafnvel geta spilað meira. Mér líður bara vel og það eru engin meiðsli að hrjá mig. Mig vantar bara leikform, og vonandi fæ ég fleiri leiki sem fyrst. Helst í jan- úar,“ segir Kolbeinn, og þvertekur fyrir að það muni stranda á sér, eins og forseti Nantes reyndi að halda fram að hefði gerst í sumar: „Ég var tilbúinn að fara í lok fé- lagaskiptagluggans í sumar en það fór ekki í gegn. Það var allt annað en ég sem kom í veg fyrir það. Ég vildi fara, nema þá að ég hefði feng- ið að spila með liðinu, þá hefði ég viljað vera áfram, en það voru engar líkur á því.“ „Stórfurðuleg staða“  Kolbeinn fær ekki að æfa með Nantes  Hefur æft í sjö manna hópi síðasta mánuðinn  Gefur mikið að vera í landsliðshópnum gegn Frakklandi og Sviss ÍÞRÓTTAHÚS Ívar Benediktsson iben@mbl.is Vonir standa til þess að karlalið Gróttu fái heimild til þess að leika sinn fyrsta heimaleik í Olísdeild karla í handknattleik á þessu keppnistímabili á sunnudaginn en mistök við hönnun og viðbyggingu í sumar urðu þess valdandi að keppnissalur félagsins er ekki lög- legur eins og sakir standa. Unnið er að bráðabirgðalausn þessa dag- ana svo hægt verði að fá und- anþágu frá reglum Handknattleiks- sambands Íslands um lágmarks- öryggissvæði fyrir aftan hvort markið. Að sögn Kára Garðars- sonar, íþróttastjóra Gróttu, verður að öllum líkindum ekki unnið að varanlegri lausn fyrr en næsta sumar þótt ekki sé hægt að útiloka að farið verði í lagfæringar í kring- um næstu áramót. Í sumar var ráðist í að bæta að- stöðu til fimleikaæfinga við íþrótta- hús Gróttu á Seltjarnarnesi. Um leið var bætt við búningsklefa fyrir íþróttamiðstöðina og var ekki van- þörf á. Einnig var lagt nýtt parkett á íþróttasalinn, lýsing bætt, komið upp nýjum áhorfendabekkjum og fimleikagryfja sem var í öðrum endanum var fjarlægð enda ekki þörf fyrir hana lengur eftir að sér- stakur fimleikasalur reis. Í þessum breytingum var íþróttasalurinn styttur um einn metra, úr 44 metr- um í 43 metra. Þar með minnkaði svæðið frá endalínu út í vegg við hvorn enda sem þessu nam og nú er svo komið að handboltamörkin standa þétt upp við báða veggi á norður- og suðurhlið. Fyrir vikið er ekki hægt að ganga fyrir aftan mörkin meðan á kappleik stendur svo dæmi sé tekið. Lágmarkssvæði, svokallað öryggissvæði, má ekki vera minna en tveir metrar, eins og það var, en er nú hálfur annar metri. „Arkitektarnir gerðu mistök og hafa viðurkennt þau. Síðan sést mér og fleirum yfir þegar við skoð- um teikningar enda datt mönnum ekki í hug að það væri búið að stytta salinn því það stóð bara alls ekki til. Af því leiðir að þetta er stórkostlegt klúður,“ sagði Kári í gær. Veggir klæddir með dýnum „Þetta er vont en það er unnið að lausn þannig að salurinn verður stækkaður á ný um þann metra sem vantar upp á. Í þær fram- kvæmdir verður ekki farið strax. Kannski um áramótin eða þá í síð- asta lagi næsta sumar,“ sagði Kári, sem hefur ásamt fleirum unnið að lausn til bráðabirgða. „Frá því að þetta klúður kom í ljós hefur meðal annars verið unnið í samstarfi við HSÍ við að gera sal- inn sem öruggastan. Til dæmis hafa veggirnir tveir verið klæddir með dýnum. Fyrir vikið fengum við heimild til þess að kvennaliðið okk- ar lék heimaleik á síðasta fimmtu- dag og að öllu óbreyttu leikur karlaliðið heimaleik sinn við Hauka í salnum á sunnudaginn. Við bind- um vonir við að HSÍ muni veita okkur undanþágu,“ sagði Kári sem harmar mjög hvernig komið er. „Mörgu var breytt til betri vegar í íþróttasalnum en því miður þá urðu þessi mistök sem við höfum þurft að súpa seyðið af,“ sagði Kári Garðarsson, íþróttastjóri Gróttu, í samtali við Morgunblaðið í gær. Þetta er stórkostlegt klúður  Keppnissalurinn á Seltjarnarnesi styttur og er ólöglegur fyrir handboltaleiki Morgunblaðið/Eggert Grótta Daði Laxdal Gautason og fé- lagar bíða fyrsta heimaleiksins. Íslenska karla- landsliðið í knattspyrnu kom í gær saman til æfinga í bænum Saint-Brieuc, í norðvesturhluta Frakklands, vegna komandi leikja við heims- meistara Frakka og Svisslendinga. Um er að ræða vináttulandsleik við Frakka á fimmtudag og tilraun til hefnda gegn Sviss á Laugardals- velli á mánudag, í Þjóðadeildinni. Flestallir leikmenn íslenska liðs- ins tóku þátt í æfingu í gær en þá voru þó ókomnir þrír leikmenn úr 23ja manna hópnum sem Erik Hamrén valdi fyrir ferðina. Þeir Rúrik Gíslason og Emil Hallfreðs- son mættu í gærkvöld, eftir fyrstu æfinguna. Markvörðurinn Ög- mundur Kristinsson, sem kemur aftur í hópinn eftir fjarveru, kemur hins vegar ekki fyrr en eftir æfingu í dag en landsliðsþjálfararnir gáfu leyfi fyrir því að hann spilaði með liði sínu Larissa í grísku úrvals- deildinni í gærkvöld. Það var ákveðið þrátt fyrir að landslið hafi forgang fram yfir félagslið í þess- ari viku vegna opinberra leikdaga FIFA. Hörður Björgvin Magnússon hef- ur glímt við meiðsli aftan í læri eða rassvöðva, en er að jafna sig af þeim meiðslum og kveðst tilbúinn að spila í leikjunum við Frakkland og Sviss. sindris@mbl.is Ögmundur fékk leyfi til að spila Ögmundur Kristinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.