Morgunblaðið - 20.10.2018, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018
GARÐABÆR/BREIÐHOLT
Jóhann Ingi Hafþórsson
Bjarni Helgason
Stjarnan er enn með fullt hús stiga í
Dominos-deild karla í körfubolta eftir
82:72-sigur á nýliðum Skallagríms á
heimavelli sínum í 3. umferðinni í
Garðabænum í gærkvöldi.
Skallagrímur var skrefinu á undan í
fyrri hálfleik og var staðan í hálfleik
39:35, Skallagrími í vil. Stjörnumenn
komu hins vegar af krafti í þriðja leik-
hlutann og unnu hann 27:10 og lögðu
grunninn að nokkuð öruggum sigri í
leiðinni. Skallagrímur spilaði fyrri
hálfleikinn afar vel og þá sérstaklega í
vörninni. Hvað eftir annað þurftu
heimamenn að taka erfið skot og ef
ekki hefði verið fyrir góðan fyrri hálf-
leik hjá Ægi Þór Steinarssyni, hefði
munurinn verið mun meiri í hálfleik.
Aðrir lykilmenn Stjörnunnar náðu sér
engan veginn á strik í hálfleiknum.
Allt annað Stjörnulið mætti til leiks í
seinni hálfleik og Hlynur Bæringsson,
Collin Pryor og Paul Jones léku allir
mun betur. Það réðu gestirnir illa við
og því fór sem fór.
Stjörnuliðið hefur ekki enn náð að
smella almennilega í heilan leik, en
þrátt fyrir það er liðið með fullt hús
stiga og sýnir það styrk Garðbæinga,
sem eiga eflaust eftir að ná mjög langt
í vetur. Arnar Guðjónsson, þjálfari
Stjörnunnar, viðurkenndi að hann
hefði áhyggjur af spilamennsku sinna
manna í byrjun leikjanna til þessa, en
nái hann að kippa því í lag verða fá lið
sem taka stig af Stjörnumönnum.
Skallagrímur er með einn sigur og
tvö töp til þessa en töpin komu á
tveimur af erfiðustu útivöllum lands-
ins; á móti KR og Stjörnunni. Skall-
arnir gáfu báðum liðum góðan leik og
með smá skynsemi hefðu stigin getað
orðið fleiri. Haldi Skallagrímur áfram
að spila líkt og liðið gerði í gær verður
stigasöfnunin eflaust ágæt hjá nýlið-
unum þegar upp er staðið.
Meðbyrinn var með ÍR
Blikar voru klaufar í Seljaskóla í
gær þegar liðið kastaði frá sér jöfnum
leik gegn ÍR í 3. umferð Dominos-
deildar karla í körfuknattleik en leikn-
um lauk með tíu stiga sigri ÍR, 92:82.
Leikurinn var afar jafn, þangað til
kom að fjórða leikhluta. Justin Martin
sló tóninn með fyrstu körfu fjórða
leikhluta þegar hann kom ÍR yfir með
svakalegri troðslu og það var nóg til
þess að brjóta Blikana sem sáu aldrei
til sólar eftir það.
ÍR-ingar voru langt frá sínu besta í
gær og voru stórir leikmenn liðsins í
miklum vandræðum með hraðan og
villtan sóknarleik Blika. Sigurður
Þorsteinsson átti frábæran leik í liði
ÍR og honum virðist líða talsvert bet-
ur í Breiðholtinu en í Grindavík því
hann virtist elska það að spila fyrir
framan Ghetto Hooligans, stuðnings-
menn ÍR, sem voru við það að rífa
þakið af Seljaskóla með hvatning-
arópum sínum.
Kópavogsbúar eru mættir í úrvals-
deildina og þeir eru án sigurs í fyrstu
þremur leikjum sínum. Þeir spiluðu
vel í þrjá leikhluta en það er ekki nóg í
úrvalsdeildinni. Um leið og munurinn
varð meiri en sex stig í fjórða leik-
hluta virtust þeir missa trúna og það
kann aldrei góðri lukku að stýra.
Pétur Ingvarsson er þjálfari sem vill
hreyfa mikið við liðinu sínu en það er
spurning hvort það sé að virka í Kópa-
voginum og þjálfarinn þarf að finna
svör.
Stjarnan
skipti um gír
í hálfleik
Morgunblaðið/Hari
Garðabær Björgvin Hafþór Ríkharðsson úr Skallagrími reynir að komast
framhjá Stjörnumanninum Tómasi Þórði Hilmarssyni.
Með fullt hús eftir sigur á nýliðunum
ÍR hristi Blika af sér í fjórða leikhluta
Morgunblaðið/Hari
Seljaskóli ÍR-ingurinn Gerald Robinson á fullri ferð framhjá Blikanum Þor-
geiri Frey Gíslasyni í viðureign liðanna í gærkvöld.
Birgir Leifur Hafþórsson, úr GKG, er í baráttu um að kom-
ast í gegnum niðurskurð keppenda á sterku móti á Evrópu-
mótaröðinni sem fram fer á Valderrama-vellinum á Spáni.
Völlurinn er þekktastur fyrir að hafa verið vettvangur
keppninnar um Ryder-bikarinn árið 1997.
Birgir átti fremur erfitt uppdráttar á fyrsta hringnum.
Lítið var hægt að spila á fimmtudag vegna veðurs og lauk
hringnum í gær. Birgir var á 75 höggum sem er fjögur högg
yfir pari vallarins. 2. holan fór illa með Birgir en þar fékk
hann tvöfaldan skolla. Í gær var hafist handa við að leika
annan hringinn í mótinu og þá byrjaði Birgir afar vel. Er á
tveimur undir pari eftir fimm holur en þurfti þá að hætta leik
vegna myrkurs.
Birgir mun þurfa að vakna um 5 leytið í nótt að staðartíma því leik verður
haldið áfram þar sem frá var horfið klukkan 7:10 að staðartíma. Birgir er í 58. -
73. sæti sem stendur. Skorið verður niður eftir 36 holur. kris@mbl.is
Tekur daginn snemma
Birgir Leifur
Hafþórsson
Þórir Guðjónsson, markahæsti leikmaðurinn í sögu Fjölnis í
úrvalsdeild karla í knattspyrnu, er horfinn á braut frá
Grafarvogsliðinu en hann gekk til liðs við Breiðablik í gær
og skrifaði þar undir tveggja ára samning. Þórir leikur því
á ný undir stjórn Ágústs Þórs Gylfasonar en Ágúst þjálfaði
hann hjá Fjölni á árunum 2012 til 2017.
Þórir er 27 ára gamall og uppalinn hjá Fram en færði sig
átján ára gamall yfir til Vals og spilaði þar 12 leiki í úrvals-
deildinni árið 2010. Hann var síðan lánaður til bæði Leiknis
R. og Fjölnis, en fór alfarið í Grafarvoginn á miðju tímabili
2013.
Þórir hefur skorað 32 mörk í 122 leikjum í efstu deild, 31
fyrir Fjölni og eitt fyrir Val, og sló markamet Gunnars Más Guðmundssonar
fyrir Grafarvogsfélagið í deildinni á árinu 2017. Í ár náði hann sér ekki á strik
frekar en Fjölnisliðið í heild sinni og skoraði aðeins þrjú mörk í tuttugu leikj-
um liðsins í deildinni.
Sá markahæsti fór í Blika
Þórir
Guðjónsson
Grill 66 deild karla
Stjarnan U – Fjölnir ............................ 27:28
Staðan:
Fjölnir 5 5 0 0 148:118 10
Valur U 4 3 0 1 132:103 6
HK 4 3 0 1 111:103 6
Þróttur 4 2 1 1 114:110 5
Haukar U 4 2 0 2 92:99 4
FH U 5 2 0 3 137:157 4
Víkingur 3 1 1 1 75:77 3
Stjarnan U 5 1 1 3 140:150 3
ÍR U 5 0 1 4 132:145 1
ÍBV U 3 0 0 3 78:97 0
Grill 66 deild kvenna
Afturelding – HK U ............................. 38:20
FH – Fylkir........................................... 24:24
Staðan:
ÍR 4 4 0 0 121:88 8
Fylkir 4 3 1 0 108:76 7
FH 5 3 1 1 127:106 7
Fram U 5 3 0 2 136:106 6
Afturelding 4 3 0 1 107:78 6
Grótta 4 2 0 2 79:85 4
HK U 5 2 0 3 106:130 4
Fjölnir 5 1 0 4 110:119 2
Víkingur 5 1 0 4 89:141 2
Valur U 4 1 0 3 80:96 2
Stjarnan U 3 0 0 3 46:84 0
Austurríki
West Wien – Linz ................................. 33:26
Viggó Kristjánsson skoraði 4 mörk fyrir
West Wien en Guðmundur Hólmar Helga-
son ekkert. Ólafur Bjarki Ragnarsson lék
ekki með. Hannes Jón Jónsson þjálfar liðið.
Schwaz – HSG Graz ............................ 24:25
Ísak Rafnsson skoraði 3 mörk fyrir
Schwaz.
Staðan: Krems 12, Bregenz 11, HSG
Graz 11, Aon Fivers 10, West Wien 9, Alpla
Hard 9, Ferlach 5, Leoben 5, Schwaz 4,
Linz 4.
Svíþjóð
Kristianstad – Skövde......................... 29:28
Teitur Einarsson skoraði 4 mörk fyrir
Kristianstad og Arnar Freyr Arnarsson 3
en Ólafur Guðmundsson lék ekki með
vegna meiðsla.
Staðan: Kristianstad 14, Skövde 12, Al-
ingsås 12, Sävehof 12, Malmö 12, Lugi 11,
Ystad 10, IFK Ystad 8, Redbergslid 7,
Hammarby 6, Guif 5, Karlskrona 4, Önne-
red 3, AIK 0.
Heimsbikar félagsliða
Úrslitaleikur:
Barcelona – Füchse Berlín................. 29:24
Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyrir
Barcelona.
Bjarki Már Elísson skoraði 5 mörk fyrir
Füchse.
Leikur um bronsverðlaun:
Montpellier – Al Sadd .......................... 33:23
HANDBOLTI
Dominos-deild karla
Stjarnan – Skallagrímur...................... 82:72
ÍR – Breiðablik ..................................... 82:72
Staðan:
Tindastóll 3 3 0 257:202 6
Stjarnan 3 3 0 278:236 6
Njarðvík 3 3 0 272:250 6
Keflavík 3 2 1 272:238 4
ÍR 3 2 1 253:242 4
KR 3 2 1 274:263 4
Skallagrímur 3 1 2 256:279 2
Haukar 3 1 2 222:251 2
Grindavík 3 1 2 245:274 2
Þór Þ. 3 0 3 233:261 0
Valur 3 0 3 241:273 0
Breiðablik 3 0 3 255:289 0
1. deild karla
Fjölnir – Snæfell................................. 111:78
Selfoss – Vestri ..................................... 84:89
Höttur – Hamar.................................... 92:93
Staðan:
Hamar 3 3 0 292:265 6
Þór Ak. 2 2 0 177:137 4
Fjölnir 3 2 1 288:252 4
Höttur 3 2 1 276:231 4
Vestri 3 2 1 261:232 4
Selfoss 3 0 3 226:274 0
Sindri 2 0 2 160:210 0
Snæfell 3 0 3 195:274 0
Spánn
B-deild karla:
Melilla – Barcelona B ......................... 63:95
Kári Jónsson skoraði 3 stig fyrir Barce-
lona en hann spilaði í 10 mínútur og hitti úr
einu af fimm 3ja stiga skotum sínum.
Frakkland
B-deild:
Rouen – Denain Voltaire .................... 64:66
Kristófer Acox skoraði 8 stig fyrir Dena-
in og tók 8 fráköst. Elvar Már Friðriksson
skoraði 4 stig og tók 2 fráköst. Kristófer lék
í 26 mínútur og Elvar í 23.
NBA-deildin
Portland – LA Lakers...................... 128:119
Washington – Miami ........................ 112:113
Philadelphia – Chicago .................... 127:108
KÖRFUBOLTI
Hertz-hellirinn, Dominos-deild karla,
föstudag 19. október 2018.
Gangur leiksins: 4:8, 9:10, 14:19,
20:24, 27:26, 31:35, 38:39, 44:44,
52:50, 56:59, 59:61, 65:66, 77:69,
85:72, 89:77, 92:82.
ÍR: Justin Martin 31/6 fráköst, Gerald
Robinson 25/7 fráköst, Sigurður
Gunnar Þorsteinsson 18/10 fráköst,
Hákon Örn Hjálmarsson 9, Sigurkarl
Róbert Jóhannesson 5, Sæþór Elmar
Kristjánsson 2, Daði Berg Grétarsson
2/4 fráköst.
Fráköst: 21 í vörn, 14 í sókn.
Breiðablik: Christian Covile 24/6 frá-
köst, Hilmar Pétursson 11/5 fráköst,
Snorri Hrafnkelsson 10, Arnór Her-
mannsson 8/5 stoðsendingar, Árni
Elmar Hrafnsson 8/4 fráköst, Snorri
Vignisson 7/4 fráköst, Þorgeir Freyr
Gíslason 6, Bjarni Geir Gunnarsson
4/5 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson
2, Erlendur Ágúst Stefánsson 2.
Fráköst: 22 í vörn, 8 í sókn.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson,
Rögnvaldur Hreiðarsson, Friðrik Árna-
son.
Áhorfendur: 200.
ÍR – Breiðablik 92:82
MG-höllin, Dominos-deild karla, föstu-
dag 19. október 2018.
Gangur leiksins: 3:2, 9:10, 17:14,
17:20, 20:25, 22:25, 28:34, 35:39,
43:42, 50:45, 56:47, 62:49, 62:53,
67:58, 76:65, 82:72.
Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson
17/8 fráköst, Ægir Þór Steinarsson
17/6 fráköst/7 stoðsendingar, Paul
Anthony Jones III 15/7 fráköst, Arnþór
Freyr Guðmundsson 12, Collin Anthony
Pryor 12/10 fráköst, Antti Kanervo 5,
Tómas Þórður Hilmarsson 2/4 fráköst,
Eysteinn Bjarni Ævarsson 2.
Fráköst: 28 í vörn, 9 í sókn.
Skallagrímur: Aundre Jackson 27/6
fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson
15, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 11/
12 fráköst/5 stoðsendingar, Bjarni
Guðmann Jónson 9/7 fráköst,
Kristján Örn Ómarsson 6, Kristófer
Gíslason 3, Arnar Smári Bjarnason
1.
Fráköst: 21 í vörn, 11 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herberts-
son, Davíð Kristján Hreiðarsson,
Georgia Olga Kristiansen.
Áhorfendur: 297.
Stjarnan – Skallagrímur 82:72